Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1947, Side 16

Samvinnan - 01.01.1947, Side 16
3 RISAR - f A L Y K I L L USA = Bandaríkin. SSSR = Sovét-Rússland. UK = Stóra-Bretland (Un'-ted Kingdom) Eftir funcl Churchills, Roosevelts og Stal- ins í Yalta á Krímskaganum, á meðan loka- þáttur heimsstyrjaldarinnar var háður, var það ekki lengur baráttan sjálf — framsókn hinna sigursælu herja á vígstöðvunum — sem hertók hug almennings í flestum löndum — heldur fyrirheit hinna þriggja heimsvelda um það, að upp úr rjúkandi rústum Evrópu- og Asíuvígstöðvanna, skyldi rísa nýr, varanlegur friður í milli þjóðanna. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og mannheimur hefur gengið í gegnum erfið I HEIMUR reynsluár. Atómsprengjur hafa fallið á menn í Hiroshima og málleysingja á Bikini-ey. Sam- cinuðu þjóðirnar hafa hafið starf og friðar- fundur hel'ur setið í París, í annað sinn á ald- arfjórðungi. Innan þessa heildarramma heimsviðburðanna hafa þjóðunum birzt smá- myntlir af hinni nýju heimsmynd í sköpun „undir smásjá stórveldanna". — „Málin" hafa ekki verið leyst eins auðveldlega, né heldur af eins samstilltum hug, og hinar fögru Yalta-yfirlýsingar gáfu þjáðum lýð til- efni til að halda. Hvert „málið" af öðru hef- ur skotið upp kollinum og öll friðarbygging stórveldanna hefur virzt leika á reiðiskjálfi. Nægir að minna á „íransmálin", „Dónár- málin", „Trieste-vandamálið", „Umboðs- stjórnarmálin" og mörg fleiri. að meðttildu „Islandsmálinu", sem stundum er nefnt í heimsblöðunum, sem dæmi um togstreitu stórveldanna, sem friðinn ætluðu að byggja. Betur horlir þessa stundina, en oft áður, um friðsamlega sambúð stórveldanna, en eig» að síður gefast þeim, sem að staðaldri hlýða á fréttir, jafnan næg tilefni til jress, að íhuga hina „eðlilegu" hagsmunaárekstra liinna þriggja sterku ríkja, sem mestu ráða um frið- arhorfurnar í heiminum, og tilhneigingu þeirra til þess að láta þessa „eðilegu" hags- muni vfirskyggja gjörvalla friðarmyndina, sem brugðið var ujjp eftir Yalta-fundinn, og hrinda Jrannig af stað hinu þráláta umtali um hið Jtriðja heimsstríð. Tilgangurinn með uppdráttunum, sem fylgja hér með, er sá, að benda á það, sem á bak við býr, er stórveldin „ota sínum tota" á ráðstefnum þjóðanna og í refskák diplómat- anna. Þessi ábending uppdráttanna getur vitaskuld. aðeins orðið mjög ófullkomin, á tveimur fátæklegum blaðsíðum og fjórum landabréfarissum, en Jró er vert að minnast j>ess, að allt, sem gerizt í stórpólitíkinni, ger- izt einhvers staðar á jarðskorpunni, og þess vegna geta landfræðilegar ábendingar verið mjög lærdómsríkar. (Framhald á bls. 18). Spaniei SthnlUr. ÍldtbniMl SsHttía hmet Grekid. „ÞAR SEM A'LDREI SÓLIN SEZT.“ mjóa línan flugleiðirnar. Yfirráðasvæði Breta eru Suður-Kína eru merkt þannig. Stautamir merkja Svarta linan eftir endilöngu kortinu merkir merkt með svörtum lit. Eftirtektarvert er, að helztu stöðvar Breta á þessuin lciðum. sjóleiðir til landa brezku krúnunnar í austri, en Miðjarðarhafslöndin, nálægari Austurlöndin og SOVÉT-HAFNIR. Svörtu örvarnar merkja samgönguleiðir rússnesku utanríkisverzlunarinnar til um- htimsins. Verksmiðjurnar sýna þýðingu þessara samgönguleiða, liverrar fyrir sig. Mongólia er rússneskt yfirráðasvæði og norðuxbrún Góbí-eyðimerkurinnar er var- in af Rauða hemum. Sovét-stjómin ræður járnbrautinni í gcgnum Mansjúríu og Dairen og Port Arthur eru rússneskar flotabækistöðvar. SiiUua Cwrtiái,-

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.