Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1948, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.05.1948, Blaðsíða 18
Nýja bátabryggjan og steinkörin ftaman við hana. Sildar- og beinamjölsverksmiðjan t. v., stœrsta hraðfrystihús bœjarins t. h. halda garðinum við og reita úr lion- um arfann. Bærinn er eins og haf af blómstrandi kartöflugrasi, sem bylgjast fyrir blænum á milli húsarað- anna í sumarblíðunni. En á kvöldin sækja konur og börn kýrnar inn l.'yrir bæinn til að mjalta Iteima í fjósi. Þannig var það á Akranesi, og er að nokkru leyti ennþá, þó borgarbragur- inn hafi nokkuð breytt þessum lífs- venjum. Dugíegir sjómenn. Á Akranesi er mikið um duglega og harðgera sjómenn. Margir þeirra liafa um áratugi sótt sjóinn af áliuga og eljusemi, hvort senr fiskurinn hefur verið seldur fyrir of fjár til styrjaldar- Jrjóða eða upp í sveit í skiptum fyrir kjöt og ull. Erfið hafnarskilyrði hafa lengi háð útveginum á Akranesi. Lambhúsa- sundið, sem lengi var notað sem báta- lega, er ekki góð höfn. Innsiglingin er hættuleg og sundið hvergi nærri öruggt. Því var horfið að því ráði, er bátarnir stækkuðu og Jreim fjölgaði, að færa bátaleguna austur fyrir Skag- ann, á svokallaða Krossvík. En til Jjess að Krossvíkin gæti orðið örugg hcifn, Jrarf rnikil hafnarmánnvirki, sem byrj- að var á fyrir allmörgum árum, en fyrst nú eftir styrjöldina eru komin á verulegan rekspöl. Nú er að myndast á Akranesi rúmgóð og örugg höfn. Eftir stríðið voru keypt fjögur stór steinker í Bretlandi og Jrau flutt til Akraness. Er ætlunin að lengja með þeim bátabryggjuna og hafnargarð- inn. Undanfarin tvö sumur hefir ver- ið unnið að þessum, framkvæmdum, og er nú búið að lengja hafnargarð- inn, sem jafnframt er hafskipabryggja, all verulega, þó að enn vanti mikið á að höfnin verði öruggt bátalagi. Það var ekki sjaldgæft á Akranesi, að bátana rak á land í hvassviðrum, J>ar sem þeir lágu úti á Krossvíkinni og síðast í vetur rak J)ar á land vand- aðasta og bezta bátinn þeirra Akurnes- inga, vélbátinn Böðvar, sem stundum var nefndur flaggskip bátaflotans við Faxaflóa. Auknar framfarir á öllum sviðum. Segja má, að nú séu á Akranesi auknar framfarir á fíestum sviðum. Hraðfrystihús hafa risið Jrar upp, sem unnið geta úr verulegum hluta báta- fisksins og gert hann að verðmætri út- flutningsvöru. Vatnsveita var fyrir nokkrum árum lögð úr Berjadalsá, en áður höfðu Jrorpsbúar orðið að btia við heilsuspillandi brunnavatn og úti- kamra. í fyrrahaust var leitt til Akra- ness rafmagn frá hinni nýju Anda- kílsvirkjun. Rafmagnið frá henni skapar nú nýja og aukna möguleika til hverskonar iðnaðar á Akranesi, auk Jress sem það eykur á Jrægindi fólksins. Iðnaður hefur annars lengi verið all- mikill á Akranesi. Þar er dráttarbraut fyrir vélbáta og bátasmíðastöð, sem byggt hefur marga stóra og vandaða báta. Stærri og fleiri bátar. Það er svo á Akranesi, sem í flest- um öðrum verstöðvum á landinu, að litlu opnu bátarnir eru svo að segja alveg horfnir úr sögunni, nema til hrognkelsaveiði á vorin. í stað þeirra eru nú komnir stórir og vandaðir bát- ar, sem leggja á dýpri mið, Jregar fisk- urinn gefst ekki nærri landi, og láta sér ekki bregða við misjafna veðráttu. Á Jressum nýju bátum er sjómönnum einnig búin ankin þægindi og öryggi, sem heldur ekki var vanjrörf á. Á Akranesi eru gerðir út um tutt- ugu stórir bátar a s. 1. vetri, flestir yfir 30 lestir, margir 40—60 lestir. Báta- flotin er nú að mestu nýlegir og góðir bátar, Jreir gömlu hafa verið seldir til annarra verstöðva, þar sem styttra er að sækja á miðin. Bátunum hefir nokk- uð fjölgað síðustu árin en þó tiltölu- lega minna en gera liefði mátt ráð fyr- ir, vegna Jress að gömlu bátarnir hafa verið seldir burt. Á þjóðbraut milli Norður- Suðurlands. Akranes er nú orðið í Jrjóðbraut milli Norður -og Suðurlands og Jdví orðinn mikill ferðamannabær ,eink- um á sumrin. Þeir, sem nú korna til Akraness í fyrsta sinn, geta varla gert sér grein fyrir þeirri öru þróun, sem Jrar hefur orðið seinustu árin, meðan bærinn var að hreytast úr litlu fiski- þorpi í stóran útvegsbæ. Snráþorpa- bragurinn er nú óðum að hverfa af Akranesi og Akurnesingum. Strákarn- ir eru hættir að elta ókunnuga menn á götunni og kalla á eftir Jreim. Jafn- vel vantar nú nokkuð á að allir Ak- urnesingar þekki hvern annan með nöfnum, og spjátrungarnir eru löngu orðnir uppiskroppa með uppnefna- forða sinn. „Blessuð gúða, minnztu eltki rí það. Allt lék i lyndi þangað til hann lcerði þetta sem þeir halla leturgerð. Þrí liélt ógœfan innreið sina!“ 18

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.