Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1948, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.05.1948, Blaðsíða 16
Ungur aflamaður. Nýja bátabryggjan. Nýi vitinn. Gamla biyggjan i ÚTGERÐARBÆIRNIR við Faxa- flóa liafa vaxið ört seinustu árin og eru enn í örum vexti. Auðæfin, sem sótt hafa verið í greipar Ægis frá þess- um verstöðvum, hafa seitt þangað fjölda fólks. Saga þessara þorpa er ekki ósvipuð sögu gullgrafarabæjanna í Ameríku, í smækkaðri mvnd. En um margt eru þessi þorp þó öðru vísi en guilgrafarabæirnir. Hór er það bar- áttan við óblíð náttúruöf!, sóknin á sjóinn, sem gefur lífinu gildi, en ekki tilviljunin sem því veldur, hver fyrst- ur finnur gullið. AKRANES er eitt AKRANES ÚTGERÐARBÆRINN VIÐ FAXAFLÓA, SEM SKIPT HEFIR UM SVIP Á FÁUM ÁRUM Guðni Þórðarson blaðamaður, sem ritað hefir þessa grein fyrir SAMVfNNUNA, seg- ir frá A Ií R A N E S I, einum stærsta og örast vaxandi útgerðarbæ á Suðurlandi. þessara þorpa, sem hefir vaxið og orð- ið að borg. Fyri* nokkrum árum var Akranes aðeins sjávarþorp með nokk- ur hundruð íbúa, en nú er Akranes orðinn myndarlegur útgerðarbær, með hátt á þriðja þúsund íbúa, vatnsveitu, rafmagn og önnur nýtízku þægindi. Sjómenn og bændur jöfnum höndum. Akurnesingarnir hafa jafnan verið divort t'crliðarlok. , tveggja 1 ( enn, sjómenn og i >ændur, þó að sein- ustu árin hafi land- búnaðurinn frekar verið lagður á hilluna sökum anna við önnur störf i milli vertíða. Kart- öfluræktin stendur þó enn í blóma og mun svo verða, meðan Akranes-kart- öflur eru þjóðfrægar fyrir gæði.. Það er ekki lengra síðan, en á árun- um fyrirstyrjöldina, að flestir heimilis- feður á Akranesi áttu kýr, kálgarð og margir fáeinar kindur. Hreppsfélagið keypti nokkru fyrir styrjöldina stór landsvæði innan við kaupstaðinn, sem ræktuð voru og leigð út í litlum blett- um, þeim, er fengust við landbúnað öðrum þræði. Kálgarðarnir á Skaganum. . Á vorin eftir að vertíð var lokið, not- uðu menn tímann til að bera á tún- 16

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.