Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1948, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.05.1948, Blaðsíða 22
Limiiiiiiiiniinii,KONURNAR OG SAMVINNAN ...................................... MARGVÍSLEGAR aðferðir eru notaðar víða um heim til þess að auglýsa varning þann, sem á boð- stólum er á hverjum tíma, og kynna nýjar vörur. Blöðin eru tekin í þjón- ustu auglýsinganna, útvarpið, bækl- ingar og ýmiss konar smá hefti, og allt syngur sama tón: Góður varn- ingur — gott verð. En það getur ver- ið býisna erfitt oft á tíðum að átta sig á þeim söng, því að óneitanlega verða sumar raddirnar nokkuð hjáróma, þegar út í alvöru lífsins er komið og hvorki verður þá um að ræða góðan varning né gott verð. í þessu efni er reynslan oft bezti dómarinn, enda mun mörgum svo farið, að auglýs- inga-farganið verkar illa á þá og efa- semdir gera vart við sig, þegar hæst er látið. En máttur auglýsinganna er oft ótrúlega mikill, og sjást þess fjóldi dæma, hvert sem litið er. Sums staðar erlendis er sú aðferð viðhöfð, að kynna vöruna fyrir við- skiptavinunum með því að sýna þeim hana sjálfa, lofa þeim að þreifa á henni og smakka hana, ef um mat er að ræða. Þetta er það, sem kalla mætti vöru- upplýsingu, og eru ýmsar aðferðir viðhafðar, sem allar miða þó í eina átt, sem sé að veita rétta og hag- kvæma upplýsingu um vöru þá, sem tekin er til meðferðar. Slík vöru-upplýsing fer fram í verzluninni sjálfri, og oftast er kvöld- ið notað til þess (eftir lokun). Á slíku kvöldi er einn vöruflokkur tekinn fyrir og hann sýndur rækilega. Vöru-upplýsingu má viðhafa á ótal mörgum og margvíslegum varn- ingi, en þó mun hún nauðsynleg- ust og koma að mestum notum við hinn margvíslega pakka-varning, bæði þurrkaðan og niðursoðinn. Utan á umbúðum slíks varnings eru oft æði fáar upplýsingar, og þegar um erlenda vöru er að ræða, er ekki með nokkurri sanngirni hægt að ætlast til, að á allra færi sé að komast fram úr þeim rúnum, þar sem e. t. v. notað er bæði annað mál og vog, en við þekkjum og erum vön. Hér er því úr þessu greitt og jafn- framt gildi vörunnar og verði. Segjum, að allar tegundir af súp- um (niðursoðnum og þurrkuðum) í nýlenduvöru-verzlun séu teknar fyrir. Þá eru gefnar upplýsingar um: Innihald pakkans, hvernig það er matbúið, handa hve mörgum það dugar, verð hvers disks (miðað við aðra tegund súpu o. þ. 1.), og ef vel lætur og aðstæður leyfa, eru ein eða fleiri tegundir matbúnar á staðnum og smakkaðar. Með þessu móti fást sannar og hag- kvæmar upplýsingar um vöruna, sem öllum er í hag, bæði þeim sem selja og kaupa. Þar, sem þetta hefur verið reynt að nokkru verulegu leyti, hefur niður- staðan orðið sú, að um leið og við- skiptavinunum hefur verið gert létt- ar fyrir, og skilningur og samúð hef- ur náðst milli þeirra og afgreiðslu- fólksins, hefur sala á umræddum varningi orðið meiri og viss tengsl milli viðskiptavinarins og verzlunar- innar hafa skapazt. Það lætur að líkum, hve mikilvægt er fyrir hvern og einn að þekkja hinn ýmsa varning allýtarlega, kunna að fara með hann réttilega, geyma hann o. s. frv. Og þar sem um er að ræða erlendan varning oft á tíðum og ótal margar mismunandi tegundir innan sömu greinar, er auðsætt, hve mikilvæg vöru-upplýsingin er, og að sem flestir eignist nokkra vöruþekk- ingu. Um leið og vöruþekkingin verður almenn, hafa neytendur feng- ið allkröftugt vopn í hendur, og vörusvik hvers konar munu eiga örð- ugt uppdráttar. Þá er hægt að eiga von á góðum vörum, eða a. m. k. að að því takmarki verði stefnt og mark- visst unnið, en þá er stór sigur unn- inn. FRÆÐSLUDEILD KEA gerði til- raun með vöru-upplýsingu s. 1. vetur og bauð nokkrum húsmæðrum í nýlenduvörudeildina til að kynn- ast ýmsurn varningi. Teknar voru fyrir allar súputegundir, sem fengust í verzluninni, og allar teg. bauna. Alls komu á þessi vöru-upplýs- Á myndinni sjást konur á vöru-upplýsingar kvöldi, i nýlenduvörudeild KEA, þar sem allar tegundir bauna haja veriÖ teknar jram, eru sýndar og smakkaðar og uppskriftir ýmissa baunarétta gefnar. 22

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.