Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1948, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.05.1948, Blaðsíða 20
Svipir : samtíðarmanna: :: Trúir á mátt framleiðslunnar. E'KKliRT SKYLDI tii spara, að litvega hæfasta stjórnandann .... Þetta starf þarfnast samblands af stjórnandahælileikum, verzfunarviti og mikillar reynslu, og sam- eining slíkra hæfileika í einum og sama manninúín er sjaldgæf". Þannig fórust Paul Grey Hoffman orð i janúar s. 1., er liann sagði álitvsitt á fundi jringnefndar þeirrar, er fjallaði um híarshall-hjálpina og í april mánuði s, 1. minnti Truman forseti hann á þessi orð, og bætti við: „Jæja, Páll, ekki hefi ég legið á liði mínu, vilt þú taka að þér starfið?" Nokkrum mínútum síðar stóð IToffman á tröppum Hvítahússins. Maður- inn er liógvær að eðlisfari. „Eg gat eiginlega ekki sagt nei, eins og á stóð“, sagði hann við blaðamennina, sem biðu úti fyrir. TTTNEFNING HOFFMANS gerir hann í T' einni svipan einn af hinum mestu á- hrifamönnum í Washington. Skrifstofa hans verður tengiliður á milli tveggja heimsálfa. Ilver er hann þá, þessi hncllni, ákaflyndi, lágváxni maður, sem kemur til með að liafa áhrif á líf milljóna Evrójrubúa með störfum sínum? Ilann fæddist fyrir 56 árum, sonur verk- fræðings í Chicago. Faðir hans var samtíðar- maður Hcnry Fords. Ilann var líka uppfynd- ingamaður og gerðist starfsmaður bílaiðn- iðnaðarins og miðaldra var hann orðinn framkvæmdastjóri Si udebaker-félagsins. Þetta fyrirtarki cr ekki i risahóp bílaframleiðend- anna. Það hefur alla tíð gegnt hlutverki miðstæroarinnar og |>að hefur staðið í sigur- vænlcgri saínkeppni við risana General Mo- tors og Ford. A þeirri tíð, jregar bíllinn var nýtí/.kulcgt leikfang, var Hoffman í læri sem söluinaður og þá lærði hann að tala til fólks- ins, og á þcssum árum endurreisti hann Stuilebakcr-félagið frá gjaldþroti til efnalegs sjálfstæðis; Þetta gerðist á dögum kreppunnar ]>egar þíjlinn var lúxus. Arið 19T7,var Stude- baker vCorþ. aftur farin að skila álitlcgum hagnaði. Jafnt í kreppu sem á blómatíð hefur hdhri haft starfsmennina með sér og 20 hefur notað til jicss sambland al hnittni, sem skín úr augum hans og strangleika sem aug- ljóslega má sjá í vangasvipnum, og fyrir starf hans er Studebaker verksmiðjan í South Bend í Indianaríki eina bílaverksmiðjan í Bandaríkjunum, sem aldrei hefur átt við verkfall að stríða. AU VORU SJÖ systkinin og uppeldis- mál og menntir urðu snemma áliugamál Hoffmans. Hann var sendur til Engil- saxnesku stofnunarinnar við Ivenyon Col- lage í Ohio. Síðar komst hann til metorða sem námsmaður við Chigagóháskóla. Hann varð einkavinur. hins frjálslynda sjórnanda háskólans, Roberts Hutchins. Hann varð að- njótandi frjálslyndi ar verzlunarmenntunar og tók að sér, fyrir tilmæli mikilhæfs kenn- ara, að nema kennisetningar praktískra verzlunaráætlana. Upp úr þessu námi ng lítilsháttar þdttöku í stjórnmálum, varð Hoffman Jiátttakandi í Efnahagsjiróunar- nefnd, sem bandarískir framleiðendur settu á Iaggirnar. Þessi nefnd lagði áherzlu á, að framtak einstaklingsins, en ekki ríkisstjórnin, ætti að leggja drögin að velmegun framtíð- arinnar. Iloffman hefur alltaf verið þeirrar skoðunar, að stjórnarvöldin eigi að hafa sam- vinnu við einkaframtakið um áætlanir sínar, en eigi ekki að gera jiær í andstöðu við ein- staklingana. Hann hefur aldrei efast um, að þetta framtak, gæti, ef j>að væri látið fá starfslið, fullnægt vinnuframboði landsins. HOFFMAN REYNDIST mjög sannspár um efnahagsástand Bandaríkjanna eftir styrjöldina og þessi frainsýni hans hefur gef- ið honum sjálfstraust í því starfi, sem hann hefur nú tekizt á hendur. „Starfið í Evrópu hlýtur að verða að efla framleiðsluna. Aukin framleiðsla ein getur bjargað álfunni“. ITann er jieirrar skoðunar, að Vestur-Evrópa geti, með aðstoð Bandnríkjanna, aukið framleiðslu sína um einn jiriðja hluta frá því, sem nú er, en „Jiað er blátt áfram skilyrði til þess að slíkt megi takast“, að þjóðirnar hafi meira samstarf sín í milli, lielzt traust og vel undir- byggt skipulag, til þess að stuðla að því að hvcr þjóð leggi fram sinn skerf og engin dragist aftur úr. En jiótt Hoffman líti þannig allbjörtum augum á starfið framundan, eru ýmsir vinir hans áhyggjufullir og telja hann skorta reynslu á nægilega breiðum grundvelli, einkum á sviði stjórnmála. Hoffman þekkir alla lielztu kaupsýslumenn og iðjuhölda Bandaríkjanna, en stjórnmál eru honum lítt kunn. Heimili lians er jiúsund milu vega- lengd frá Washington og það hefur ekki verið samastaður stjórnmálamanna, heldur fyrst og fremst lieimili. Þekking lians á utanríkis- málum er sögð takmörkuð. Helzt liefur liann fram til jiessa haft áhuga á málefnum Austur- landa. Það er skoðun hans, að það nægi ekki aðeins að koma framleiðslukerfi Þýzkalands á fæturnar aftur, heldur verði líka að endur- reisa iðnað Japna, „ella hrynur öll bygging- in, og Rússar liirða brotin“. Hoffmann er skráður flokksmaður í Repúblíkanaflokkn- um, en hann liefur ekki verið staðfastur á flokkslínunni frekar en vinur hans, Vanden- berg öldungadeildarmaður. Um stjónrmála- skoðanir hans almennt er lítið vitað, jiví að hann liefur ekki flíkað jieim. En jiað liggur fyrir álit hans á því, hvernig hinu nýja starfi hans skuli vera háttað. Hann var einn jieirra, sém kallaður var til ráða af þingnefnd þeirri, sem fjallaði um skipulag Evrópuhjálparinnar. Þetta var áður en til orða kom, að hann gerðizt j>ar forstjóri. Hoffman sagði j>á: „Þeir tímar munu koma, að það verður lientugt fyrir utanríkisráðherr- ann að geta sagt við erlenda sendiherra: For- stjóri Evrópuhjálpar okkar er business-mað- ur, eins og þið vitið, og þess vegna verðið þið að skilja, að fyrir geti komið, að liann sé dálítið harðhentur á stundum." Þanmg leit hann þá á hlutverkið. En livort slíkur business-maður hefur nægilega reynslu til að bera á sviði alþjóðasamskiptanna til J>ess að geta stýrt Evrópuhjálpinni svo áð vél fari, er enn ekki ljóst orðið. Austan Atlants- hafsins telja menn hann hafa einn augljósan kost: Hann er Jiaulreyndur fulltrúi ame- rískra framleiðenda, og á framleiðslu Jieirra byggist hjálpin að verulegu leyti. Þær vörur, sem Hoffman telur nuðsynlegar fyrir Ev- rópulöndin, verða áreiðanlega framleiddar. Flann mun reyna að stuðla að aukningu framlciðslunnar heima fyrir. Og liann er líklcgur til þess að lcggja áherzlu á, að við J>ær framleiðsluaðferðir eigi að notfæra sér hina miklu tæknireynslu og tæknikunnáttu Bandaríkjamanna, en leggja gamlar og úr- eltar aðferðir á hillttna. í slíkum málum er kunnátta hans mikil. Og e. t. v. skiptir það meira máli, eins og ástatt er, en löng reynsla af rekstri stjórnmála og utanríkismála. Um það mun reynslan dæma. LJÓSMYNDIR: Forsíðumynd og ljósinyndir frá Akranesi eftir Guðna Þórðarson. — Aðrar ljósmyndir lánaðar af ýms- um aðilum.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.