Samvinnan - 01.05.1948, Blaðsíða 21
Á FÖRNUM VEGI
AÐ ER OFT VITNAÐ til þessara orða
Þorsteins skálds Erlingssonar:
„Ef æskan vill rétta þér örfandi hönd,
þá ertu á framtíðarvegi."
Það er oft til þeirra vitnað vegna þess, hve
þau þykja sönn og snjöll. En þó fela þau ekki
í sér nema hálfan sannleika. Þau eru ákall og
átrúnaður á upprunalegt og heilbrigt manneðli.
Þau lýsa miklu trausti á andlegri heiðríkju, vak-
andi hugsun og ákveðnum vilja hjá æskufólkinu.
Allt þetla getur gjarnan verið að finna hjá þeim
ungu, því að í eðli sínu hefir maðurinn hæfi-
leika til hreinlyndis, lágurra vökusýna og vilja-
festu.
En þetta er enganveginn alltaf fyrirfinnanlegt
hjá æskufólkinu og þar skeikar skáldinu.
Æskan er arftaki þeirra fullorðnu, og jafnan
von þeirra líka, og hún er ennfremur skugginn
þeirra. Æskan er hinn mótanlegi leir og samfé-
lagið og umhverfið allt mótar hana að mestu.
Ef að þeir fullorðnu eru falskir, þröngsýnir,
veiklyndir, eigingjarnir, ófélagslyndir og sljófir,
þá er æskan það einnig og vill ekki og réttir
ekki örfandi hönd til neins, þótt ávalt geti
verið til einstaklingar, er hafa svo rík sérkenni
■og mikinn persónuleik, að þeir hlýða fremur
hreinni og hljómskærri innri rödd en holtaþoku-
væli umhverfis síns. En séu þeir fullorðnu upp-
iýstir, hreinlyndir, framsæknir og frjálshuga fé-
lagshyggjumenn, móta þeir og æskuna í þeim
sarna anda. Og þá eru nteðal þeirra ungu margar
framtakssamar hendur á lofti reiðubúnar til
heillaríkra starfa.
Þetta eru þau sannindi, sem hverjum full-
•orðnum þjóðfélagsborgara þurfa að vera alveg
ljós.
MANNKYNIÐ ALLT er núna í miklum sár-
um eftir hina ægilegu heimsstyrjöld og pó
ógna því enn váboðar nýrrar vígaldar.
En allir hinir beztu menn vona það og viija
að því vinna, að bægja þeirri feigð frá dyrum.
En til þess að það geti tekizt, þarf mikið og sam-
eiginlegt átak sem flestra, helzt allra þjóða.
Fólkið allt verður að tileinka sér hina forn-
helgu bræðralagshugsjón, ekki aðeins í bænum
sínum og trúarbrögðum, heldur í lífi og starfi
sérhvers vinnudags. Félagsandi og skipulag sam-
hjálpar og samvinnu, er hið eina leiðarljós út
úr því gerningarveðri er myrkvar heiminn nú,
inn í hin björtu vonalönd friðar, öryggis og
bræðralags.
Þetta rnikla átak verður ekki gert, þessi nauð-
synlega samvinna verður ekki uppbyggð á einum
degi, ekki á einum mannsaldri. Fullur árangur
fæst aðeins á löngum txma með fræðslu og aftur
fræðslu, með skipulegu, heilbrigðu uppeldi,
drengilegu, óeigingjörnu starfi margra, langra
ára í öllurn löndum heims.
Það þarf umfram allt að gefa sérhverjum
æskumanni lífsviðhorf samvinnunnar í veganesti
áður en hann leggur úr hlaði út í lífið, þá
mun hann líka gera sitt til að gefa heiminum
hið rétta skipulag.
Því æskan er skuggi hinna fullorðnu, hún
getur líka verið ljós þeirra og von. Öll hennar
velferð, allt hennar líf er undir því komið
hvaða kringumstæður, hverskonar andleg og
efnisleg skilyrði henni hafa verið búin í upp-
vextinum.
Hroki og sjálfselska, grimtnd og drottnunar-
girni festa auðveldlega djúpar rætur í ungum
sálum sé þeim plantað þar og trúlega að þeim
hlúð.
Heillynd réttlætisvitund, bráður hugur, til-
litssemi og óeigingjarn samstarfsvilji við aðra
menn geta með jafn hægu móti orðið aðals-
merki æskunnar, eigi hún því láni að fagna, að
þroskast í skjóli þeirrar þjóðfélagshyggju og við
þau skilyrði sem hún skapar.
Það er golt að fá af því fréttir að fulltrúar
margra þjóða mælist og komi sér saman um
veigamikil sambúðaratriði, eins og átti sér stað
í hollenzku borginni Haag núna í maí í vor.
En þó verður árangurs þeirrar og annara
slíkra samkoma næsta seint vart í hugsun og
starfi æskufólksins suður í Ástralíu eða norður
á íslandi, ef þar heimafyrir er ekki unnið í
hinum sama anda — hinum sanna samvinnu-
anda. Mannkynið þráir frið, réttlátan vinnuarð
og lífsöryggi. Og þessi æðstu lífshnoss getur
það veitt sér, en aðeins með vinnu.
FYRST SÉRHVER ÞJÓÐ í sínu heimalandi
— Ástralíubúar í Ástralíu, íslendingar á Ís-
landi — og svo í öðrtt lagi í öllum samskiptum
sín á milli.
Þá vaknar sú spurning: Gætum við nægilega
vel okkar skyldu, íslendingar? Búum við okkar
æsku nógu góð skilyrði, svo að hún fylli með
sóma sitt rúm í einlægu og uppbyggjandi starfi
friðarríkisins? Réttum við henni nógu örfandi
hönd? — Þessu getur hver og einn svarað og
verður hver og einn að svara heima hjá sér.
— En það uggir mig, að hreinskilið svar verði
ekki alltaf jákvætt.
Ungmennafélögin og annar félagsskapur æsku-
fólksins er víða daufur og starfslítill og leggur
víðast litla eða enga stuml á fræðslu- og félags-
rækt samvinnuskipulagsins, sem þó er biði
þörf þeirra og skylda, eigi ungmenni íslands
að vera og verða íslandi það sem þeim bev
Hér er verk fyrir höndum fyrir samvinnumenn
og samvinnufélög landsins, hvert í sínu héraði.
RÉTTUM æskunni örfandi hönd til aukinn-
ar félagsstarfsemi eftir leiðarmerkjum sam-
vinnuhugsjónarinnar og samvinnuhreyfingarinn-
ar.
Þá mun hún eflast til nýrra dáða, Islands-
byggðum til blessunar og um leið leggja fram
meiri og heillaríkari skerf til framtíðar vegar
mannkynsins alls, inn í vonarland friðar, ör-
vggis og bræðalags.
Stanford Hall, 16. maí 1948.
Jónas Baldursson.
í grein, sem birtist hér í þessu hefti,
er m. a. rætt um áhyggjur þær, sem
mannkynið hafði fyrir 100 árum af
rnætti sínum til þess að tortíma ná-
unganum og eyðileggja verðmæti.
Þó voru tækin til þeirra verka næsta
ófullkomin rniðað við það, sem nú er
orðið. Þá áttu menn ekki fullkomnari
manndrápsverkfæri en hæggengar vél-
byssur og marghleypta riffla. En leitin
að fullkomnari tækjum var gerð af
kappi þá eins og nú. Eftir að Japan
varð hernumið upp úr síðustu styrj-
öld, kom í Ijós, að á síðustu öld, var
þessi austræna þjóð búin að tileinka
sér ýmislegt af tækni Evrópumanna
til manndrápa og japanskur uppfinn-
ingamaður hafði þá gert teikningu af
þessu verkfæri sem kalla mætti ófull-
kominn skriðdreka. En skriðdrekarnir
komu, sem kunnugt er, fyrst fram í
stríði í fyrri heimsstyrjöldinni. Ovíst
er, að tæki þetta hafi nokkru sinni
verið smíðað, en söm var hugvitssemin
og uppfinningasemin fyrir því. Og
þessi þáttur „framfaranna" virðist
ætla að loða lengi við mannkynið. Ein-
um þremur árum eftir lok mestu styrj-
aldar allra alda, er á ný hafin blóðug
styrjöld, sem getur haft ófyrirsjáan-
legar afleiðingar. Blóðbaðið í Landinu
helga um þessar mundir vekur óhug
allra friðelskandi þjóða og máttleysi
alþjóðasamtakanna, sem stofnsett voru
með miklum þrautum, sárum vonbrigð-
um.
í STUTTU MÁLI
(Framhald af bls 2)
minnka aðsteðjandi hættu af völdum dýr-
tíðar, sem stefnir útflutningsframleiðslu
landsins, og allri efnahagsafkomu þess, 1
bráðan voða. Hins vegar mun ekki ger; iáð
fyrir því, að þessi stefna verði til frambúðar.
Þegar jafnvægi er aftur fengið, munu kaup-
félögin halda þeirri reglu sinni, að selja
vörur með markaðsverði, og greiða félags-
mönnum síðan arð eftir viðskipti ársins í
hlutfalli við innkaup þeirra.
21