Samvinnan - 01.05.1948, Blaðsíða 19
Frá samvinnustarfinu erlendis
Danmörk.
Danski samvinnubankinn — Andelsbanken, aðalbanki
dönsku samvinnuhrey.fingarinnar, jók allmjög viðskipti sín
á árinu 1947, að því er segir í nýlegri skýrslu bankans.
Birtir bankastjórnin eftirfarandi skýrslu um viðskipti
bankans á síðustu árum, talið í millj. króna:
Umsetning Hluthafafé og
1944: 29.298.87 21,84
1945: 31.073.45 24.27
1946: 36.290.09 28.31
1947: 40.154.55 32.71
Hagnaður bankans varð kr. 2.569.600 á árinu 1947, og
er það 400.000 kr. meira en árið 1946. Bankinn greiðir
kr. 1.106.600 af þessari upphæð til hluthafa sinna, sem eru
kaupfélögin, og þar að auki leggur hann nú meira til sjóða
sinna en áður. Akveðið liefur verið, að bankinn leggi
200.000 kr. til eftirlaunasjóðs starfsmanna sinna.
(lampaverksmiðja, sem KF hefur lengi átt og rekið) hafi
með sér samtök um framleiðslu einstakra hluta, sem not-
aðir eru við framleiðslu glóðlampa, með það fyrir aug-
um, að lækka verð þeirra. Samvinna verksmiðjanna nær
ekki til verðlags á glóðlömpum yfirleitt, og munu þær
halda áfram samkeppni á innanlandsmarkaðnum. KF tel-
ur, að með þessu hafi neytendum verið tryggt hagstæðara
verð á þessari vöru. Sænska samvinnublaðið „Vi“ hefur
nýlega rætt þessi mál, og segir þar, að KF hafi einkum
liaft tvennt í huga, er það festi kaup á Osram-verksmiðj-
unum. í fyrsta lagi að forða því, að erlent fjármagn næði
tangarhaldi á fyrirtækinu, en ameríska General Electric
félagið hafði augastað á því, og í öðru lagi, að koma betra
skipulagi á glóðlampaframleiðsluna í Svíþjóð. Blaðið tel-
ur, að báðum þessum takmörkum hafi verið náð, þvi að
í hinum nýja sölusamningi við Osram eru einnig ákvæði
urn, að verksmiðjan verði ekki seld erlendum mönnum
eða félögum.
❖
Bretland.
Royal Arsenal kauplelagið í Woolwich í London er
næst stærsta kaupfélag veraldar. Félagsmenn þess voru
336.750 í árslok 1947. Félagið jók verzlun sína á s. 1. ári
um £ 1.103.500, eða urn 9,2%, og varð vörusala þess alls
£ 13.062.227. A þessu ári bætti félagið mjög við útibú
sín í ýmsum verzlunargreinum. Á árinu greiddi félagið
£ 957.600 í arð til félagsmanna sinna, og að auki £ 86.300
sem uppbót á laun stsarfsmanna sinna.
Svíþjóð.
Á s. 1. ári keypti sænska samvinnusambandið, KF, glóð-
lampaverksmiðjuna Osram af ríkisstjórninni fyrir 5.7 millj.
sænskra króna. Nú hefur KF selt verksmiðjuna aftur, og
er kaupandinn fyrirtæki, sem stofnað er af sænskum frarn-
leiðendum, kaupsýslumönnum og dreifingarfyrirtækjum,
svo og verkamönnum, sem vinna í Osram-verksmiðjunni.
í sölusamningnum er ákvæði um, að Osram og Luma
Skattamál samvinnufélaganna og kaupsýslumanna eru
mjög rædd í Svíþjóð, og verða kaupfélögin oft fyrir ómak-
legum árásum í sambandi við skattgreiðslur og fullyrð-
ingar kaupsýslumanna um óeðlileg fríðindi til handa félög-
unum. Forstjóri sænska samvinnusambandsins, Albin Jo-
hansson, ritaði nýlega um þessi mál í hið víðlesna blað,
„Göteborgs Handels- och Sjöfartstidning“, og bendir liann
þar á, að kaupfélögin í Svíþjóð hafi engin fríðindi í þess-
um efnum, og allar sögur um slíkt séu úr lausu lofti gripn-
ar. Auk lieldur sé kaupfélögunum íþyngt meira með skött-
um, en kaupmönnum. í grein þessari birti Johansson eftir-
farandi töflu, sem á að sýna skattgreiðslur til ríkisins frá
kaupfélögunum annars vegar og kaupmanni, sem rekur
verzlun á sínu nafni, hins vegar:
Tekjur Skattur kaupmanns (fjölskyldumaður) Skattur kaupfélagí
Kr. Kr. Kr.
5.000 224.00 1.600
10.000 991.00 3.200
15.000 2063.00 4.800
19