Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1948, Side 2

Samvinnan - 01.11.1948, Side 2
Framför byggist á starfi TTlRAMFÖR mannkynsins byggist á starfi. X1 Starfið hefur komið manninum til þroska. Sá, sem ekki væntir árangurs af starfi sínu, missir trúna á tilgang lífsins, og án hennar verður flestum lífið örðugt. Löngunin til starfa er sá brennandi eldur, sem með mönn- unum býr og gerir hvern upprennandi dag að nýrri von. Starfið er margþáttað eins og og mennirnir, hvort sem það reynir á hönd eða huga, og misjafnlega ljúft, en þó öllum nauðsynlegt í einhverri mynd. Fullkomnasta mynd starfsins er samstarf eða samvinna, ekki samstarf ánauðugra manna, heldur frjálsra manna að sjálfvöldum viðfangsefnum. Með samvinnu ná menn að jafnaði meiri allshcrj- ar árangri en unnt er að ná á annan hátt, og sá, sem venst á að láta aðra njóta góðs af starfi sínu af frjálsum vilja, verður að jafn- aði betri maður og ánægðari en ella hefði orðið. Frjáls samvinna miðar því í senn að almennri framför og göfgun lífsins. Hún leysir á ákjósanlegasta hátt hinn sameigin- lega vanda, sem á einstaklingunum hvílir, og kemur í veg fyrir, að menn eyði þreki sínu í ónauðsynlega baráttu innbyrðis. Baráttan er að vísu heillandi í augum margra manna, en vinnan, og einkum samvinnan, beinir bar- áttuvilja manna að þeim hindrunum, sem náttúruöflin og tregða efnisins leggja á vcg þeirra. í stað baráttugleði frummannsins, kemur starfsgleði og samvinnugleði hins þroskaða manns. Samkvæmt þessu er það fullkomlega rétt ályktun, að líta beri á samvinnuna sem sjálf- stæða lausn þjóðfélagslegra vandamála. Sam- vinnustefnan er í eðli sínu þjóðfélagsstefna. Samkvæmt henni eiga félög einstaklingar að leysa þau viðfangsefni, sem ekki eru við hæfi hvers einstaklings. Góður samvinnumaður lítur á þjóðfélagið sem allsherjar samvinnu- félag landsmanna, til að halda uppi lögura og rétti og inna af hendi önnur þau verk- efni, sem samvinnufélögin ná ekki til, á sama hátt og góður Ieiðsögumaður gætir þess, að enginn heltist úr lest, og að fyrir þvf sé séð, sem engum öðrum er falið. Hann skilur nauðsyn þess, að meirihluti ráði f ríkinu eins og í hverju öðru samvinnufélagi, en er því mótfallinn, að sá meirihluti noti vald sitt til að ganga inn á verksvið hinna frjálsu sam- taka, en hann leggur áherzlu á, að samtökin séu frjáls, að ekki sé beitt þvingun til að fá menn til að taka þátt f þeim eða vinna með þeim. Hins vegar telur hann það skyldu sína að afla þeim fylgis með starfi, með fræðslu- starfsemi um tilgang þeirra, með því að láta þau sýna, að þau geti leyst viðfangsefnin bet- ur en aðrir með tilliti til sameiginlegra hags- muna. Þeir, sem vilja vera fyrir utan félags- skapinn, eiga helzt að vera sjálfráðir að þvf, en árangur samstarfsins á að fá þá til að skilja, hvað þeim og öðrum er fyrir beztu, ef þeim hefur ekki skilizt það áður af eigin rammleik og með leiðbeiningum annarra. MANNVIT, reynsla og eðli viðfangsefn- anna hafa skapað samvinnufélögunum ákveðið stjórnarfyrirkomulag og starfshætti, sem aðgreina þau frá öðrum félögum. Hinir áunnu skipulagshættir og þjálfun félags- manna í notkun þeirra, eru tæki þeirra á vettvangi starfsins, að gömlum viðfangsefn- um og nýjum. Samvinnufélagsskapurinn á sér engan endanlegan áfanga og engan hvíld- arstað. Sumar greinar félagsskaparins hafa þegar náð miklum árangri, t. d. hér á landi, unnið sér sterka aðstöðu, virðingu og álit. mikið af þessu er verk liðinna kynslóða eða hverfandi. Erfiði þeirra var mikið, oft meira en auðvelt er að gera sér grein fyrir eftir á. En verk þeirra stendur ekki án fyrirhafnar, og viðfangsefni breytast með nýjum tímum eins og svipur daganna á hinu umhleypinga- sama landi voru. Starfið er síbreytilegt og ævarandi, og ný viðfangsefni bíða þess, að einhverjir verði til að sinna þeim, ryðja leið, sem áður var ófarin, koma því fram, sem öðrum var um megn eða urðu að láta ólokið, af því að dagur var að kvöldi kominn. Það er margra manna mál, að samvinnu- félög þau, er annazt hafa kaup og sölu vara hér á landi, hafi náð góðum árangri, og að aðstaða þeirra sé sterk. Þetta er að vísu rétt, og ber að meta það að verðleikum. Mikið vantar þó á, að alls staðar hafi náðst sá árangur sem beztur má teljast, miðað við að- stöðu. Félagshyggjan er enn hvergi nærri nógu almenn, áhuginn of veikur, meðvitund- in um gildi samtakanna of sljó, framtakið minna en æskilegt væri. Trúin á árangur starfsins þarf að glæðast, ekki hvatvísleg trú hins óþolinmóða á undur og stórmerki, held- ur liin farsæla trú raunhyggjunnar, sem veit, að grasið grær þar, sem til þess er sáð og að því lilúð. 'C'N þegar þannig er um hið græna tré, hvað -*-J má þá segja um þær greinar samvinnu- félagsskaparins, sem minnstum þroska hafa náð? Skyldu möguleikar þeirra enn vera full- reyndir? Sú var tíðin, að pöntunarfélög og og kaupfélög bænda voru ekki mikils metin á landi. Þeim var ekki spáð mikilli framtíð. Hvernig áttu bændur að kunna að verzla, var gamalt viðkvæði. Og síðar þóttu það fim mikil, að slíkir menn skyldu ætla sér að stofna heildsölu og reka sjálfir viðskipti við önnur lönd. Mörgum sinnum þótti það sann- að með rökum, að kaupfélög gætu ekki þrif- ist til lengdar, a. m. k. ekki hér á landi. Og reynslan virtist oft styrkja slíkar staðhæfing- ar. Vegurinn til þess, sem nú er, er varðaður minningum um hmnin kaupfélög, mistök og erfiðleika, sem reyndust óyfirstíganlegir. Þeir voru það einhverntíma, en eru það ekki lengur. Nú er það viðkvæði margra, að ekki sé hægt að reka stórframleiðslu með sam- vinnusniði. Þegar smábátarnir séu úr sög- unni, verði að koma stórútgerð fésýslumannt, ríkis eða bæja. Sama sé um verksmiðjur. Fiskimenn geti ekki gert úr skip, verkamenn ekki rekið verksmiðjur. Þeir geti ekki stað- ið saman um slíkt. Eiginhagsmuna sjónar- miðin samrýmist ekki heildarhag, ábyrgðar- tilfinninguna vanti, skipulagið sé of van- máttugt. Tilraunir, sem gerðar hafa verið, hafi farið út um þúfur. Margt virðist benda á, að þetta sé allt satt. En það, sem virðist vera satt, þarf ekki að vera það. Ekkert er fullreynt í fyrsta sinn. Sigur vinnst sjaldan án ósigurs. Það eru heldur ekki fullnægjandi rök í þessu máli, þótt bent sé á, að eitt eða annaö hafi ekki borið árangur annarsstaðar. Tölur um þátttöku í samvinnufélögum segja, að ís- lendingar séu nú ein mesta samvinnuþjóð í lieimi, e. t. v. sú mesta. En mesta samvinnu- þjóð heimsins þarf ekki að bíða eftir for- dæmi annarra. Hví skyldi hún ekki halda áfram að hafa forystuna? Hví skyldi hún ekki leggja krafta sína til þess að gera samvinn- una að allsherjar úrræði í atvinnumálum sínum? SUMSSTAÐAR eru uppi raddir um það, að samvinnufélögin eigi fyrst og fremst eða eingöngu að vera félagsskapur neytenda. Ýms skynsamleg rök hafa verið færð fram þessari kenningu til stuðnings. En að svo komnu er ekki ástæða til að sætta sig við, að sú kenning sé rétt. Þeir, sem henni halda fram, virðast t.d. gleyma sölu- og vöruvinnslu- félögum bænda og þeim mikla árangri, sem þau hafa náð víða um heim. Það er engin ástæða til að sníða vexti samvinnunnar þröngan stakk. Það á að vera þjóðmála- stefna samvinnumanna, að samvinnufélags- skapurinn og starfshættir hans séu teknir í þjónustu einstaklinganna, hvar og hvenær sem möguleikar eru til þess, og að þeir mögu- leikar séu reyndir til hlítar, ekki einu sinni eða tvisvar, heldur eins oft og með þarf til þess að reynslan kenni mönnum þær aðferð- ir, sem enn eru ófundnar, en koma munu í Ijós, er stundir líða. G. G. c SAMVINNAN Útgefandi: Samband islenzkra samvinnufélaga Ritstjóri: Haukur Snorrason Afgreiðsla: Hafnarstræti 87, Akureyri. Stmi 166 Prentverk Odds Björnssonar Kemur út einu sinni f mánuði Argangurinn kostar kr. 15.00 43. árg. l l.hefti Nóv. 1948 2

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.