Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1948, Side 4

Samvinnan - 01.11.1948, Side 4
Sljórn ICA: Rusholme lávarður, forseti þint'sins, og fráfarandi forseti IC.A (annar frá v.). Við hlið hans Thorsten Odhe,framkvtemdarstj. ICA, ogyzt t.v. frk. Polley, ritari Sambandsins. leikin þingið út. Eftir að liljómsveit- arstjórinn hafði leikið stefið, tóku þeir við, minni spámennirnir í hljómsveit- inni, fulltrúar ríkjanna í Austur-Ev- rópu, og fluttu það aftur, nær því óbreytt. Mótívið í stefinu var alltaf hið sama: Monópól-kapítalismi, heims- valdastefna, stríðsæsingar, fasismi. ANNIG er í höfuðdráttum lýsing 'norrænu fulltrúanna, sem þing- ið sóttu, á andrúmsloftinu þar. Ber þar mjög saman frásögnum sænsku, norsku, dönsku og íslenzku fulltrú- anna. Brezku samvinnublöðin skýra á mjög svipaðan hátt frá þinghaldinu. Eins og kunnugt er, sóttu þrír full- trúar íslenzkra samvinnumanna þing- ið, þeir Vilhjálmur Þór, forstjóri SÍS, Jakob Frímannsson, framkvæmdastjóri KF.A, og Erlendur Einarsson, fram- kvæmdastjóri Samvinnutrygginga. Frá- sögn sú, sem hér fer á eftir af þing- haldinu, er gerð eftir lieimildum þeirra og norrænu samvinnublaðanna, sem getið hafa þinghaldsins allýtar- lega. Alls sóttu þingið um 470 fulltrúar 26 landa. Það vakti nokkra furðu, að ítalir voru fjölmennastir, sendu sjö- tíu og þriggja manna sendinefnd. Bretar sendu einnig 73 menn, Pól- verjar 45, Tékkóslóvakía 44. Rússar sendu 25 fulltrúa. Norrænu löndin höfðu samtals 74 fulltrúa, þar af Sví- ar 38. Alþjóðasamband samvinnumanna (ICA), sem stofnað var í London 1895, er samband samvinnusambanda hinna ýmsu landa, bæði á sviði fram- leiðslu og neytendasamvinnu, einnig eru í því landssambönd samvinnuláns- stofnana, samvinnubanka, samvinnu- trygginga o. fl. þættir samvinnuhrevf- ingarinnar. Á þingum sambandsins ræður afl atkvæða úrslitum, en hin ýmsu lönd hafa atkvæðamagn í hlut- falli við meðlimatölu samvinnuhreyf- ingarinnar. Tala fulltrúa á þinginu sýnir því raunverulega ekki, hversu mörgum atkv. hvert land ræður yfir. T. d. höfðu Bandaríkin aðeins 4 full- trúa á þinginu, en réðu þó yfir fleiri atkvæðum. Alls réðu hinir 470 full- trúar yfir um 1000 atkvæðum. Þingið var sett með hátíðlegum hætti í hinum stóra Smetana-sal í Prag. „Hljómuðu þar orgel- og tró- met-tónar,“ segir einn fulltrúanna í 7 o blaðagrein. Eftir að blásið liafði verið til þingsetningar, ávarpaði forsætisráð- herra Tékkóslóvakíu ráðstefnuna oa; bauð samvinnumenn velkomna. Setn- ingarræðuna flutti Rusliolme lávaið- ur, forseti Sambándsins. Eftir að hinni hátíðlegu setningarathöfn var lokið, liófst sjálft þinghaldið. Hófst þá strax toorstreitan í milli austurs oa; vesturs. o o með ræðu þeirri, er aðal.fulltrúi Ri'issa flutti, er getið er hér að framan. Þenna fyrsta dag þótti flestum sýnt, að málefni Sambandsins væru komin í óelni vegna ósamkomulags á alþjóða- vettvangi. Af 25 fulltrúum Sovét-Rúss- lands, voru 13 fyrstir á mælendaskrá fyrsta daginn. Þegar sýnt var, að ræð- ur þeirra mundu taka allan daginn, og að verulegu leyti fjalla um málefni, sem ekki voru á dagskrá ráðstefnunn- ar, benti forsetinn, Rusholme lávarð- ur, á þessa staðreynd, og afturkölluðu þá nokkrir hinna rússnesku fulltrúa beiðni sína um orðið, en af þessö öllu varð þjark, sem setti leiðinlegt svip- mót á þingið. UNDIR þessum kringumstæðum er raunar ekkert undarlegt, þótt 17. alþjóðaþing lyfti ekki þungu hlassi. Rökræðum um málefni samvinnu- manna varð naumast komið við. Sem dæmi um það má nefna meðferðina á erindi sænska samvinnuleiðtogans, Albin Johansson, um raunhæft sam- starf samvinnusambandanna um verzl- im og viðskipti. Hann taldi, að með samstarfi gætu samvinnusambönd hinna ýmsu landa lagt til atlögu við hina alþjóðlegu liringa, gætu hækkað lífsstandard alþýðu manna og skapað samábyrgð og áhuga fyrir alþjóðleg- um viðskiptastofnunum, sem sam- vinnumennirnir ættu sjálfir. En til þess að nokkurt slíkt samstarf gæti borið árangur, þyrfti fyrst að tryggja það, að samvinnusamböndin liefðu frelsi til þess að starfa saman, en væru ekki háð geðþótta ríkisstjórna, gjald- eyrisnefnda og óhóflegum verzlunar- höftum. Hann taldi því, að fyrsta spor- ið á þeirri leið, að koma á raunhæfu, alþjóðlegu samstarfi af þessu tagi, væri það, að samvinnumenn skyldu öflug- lega baráttu hinnar alþjóðlegu verzl- unarstofnunar S. Þ. til þess að koma frjálsari verzlun á fót. Þetta skynsam- lega erindi liins ágæta sænska sam- vinnumanns fékk engan hljómgrunn hjá rússnesku sendinefndinni og fylgi- hnöttum hennar. Réðist aðalfulltrúi Rússa gegn þeirri skoðun Johanssons, að Rochdalereglan ætti að gilda í inn- byrðisviðskiptum samvinnusamband- anna og taldi hentast, að þau seldu hvert öðru föstu verði, eins osc um einkafyrirtæki væri að ræða. Vakti þessi afstaða allmikla furðu á þinginu. En ræða fulltrúans snerist þó ekki 4

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.