Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1948, Blaðsíða 6

Samvinnan - 01.11.1948, Blaðsíða 6
Fyrsta grein af þremur: Manneldið og menning íslendingar hafa oft litið með lítilsvirðingu á mat og manneldi — en manneldismálin eru ekki lengur einka- mál, heldur mikilsvarðandi þjóðfélagsmál Eftir dr. med. SKÚLA GUÐJÓNSSON, prófessor AÐUR FYRR voru manneldismálin eiginlega einkamál. Hver og einn var frjáls að því hvað hann át og drakk, hvort hann svalt eða saddist, og stjórn- ir og yfirvöld létu sér manneldi til- tölulega litlu skipta. Auk þess var þekking manna á þess- um málum lengi mjög ófullkomin, og það allt fram á síðustu áratugi. Engin kennsla eða leiðbeining fór fram. Og þegar fyrstu matreiðslubæk- urnar komu út hér á landi, voru þær eingöngu gagnrýnislausar stælingar á annarra landa matreiðslu, en engin fræðsla um næringarþörf og þrif og heilsu fólksins. Og þetta vill brenna við enn. Ein fyrsta matreiðslubókin, sem gef- in var út hér, var einkennileg að því leyti, að sérstakar forskriftir voru um mat handa fyrirfólki og aðrar um mat handa alþýðu. Þetta sýnir á skemmti- legan hátt, að sá mælikvarði, sem not- aður var af þessum næringarfræðingi, var ekki næringarþörfin, heldur þjóð- félagsstaðan, rétt eins og höfðinginn þyrfti annað að borða en fátæklignur- inn. Þetta er einkennilegt fyrirbrigði í jafn demokratísku landi og Islandi. Nú er öldin önnur. Manneldismál- in eru orðin opinber mál í öllum sið- uðum löndum. Alþjóðasamtök — eins og hinar Sameinuðu þjóðir — hafa margar undirdeildir, landbúnaðar- og manneldisdeildina, menntamáladeild- ina, heilsudeildina, fjárhagsdeildina o. s. frv. og allar hafa þær manneldismál- in sem aðalmál á dagskrá. Um allan heim eru menn sammála um það, að Jressi mál eru 'mál málanna, mikils- verðari en allt annað. Matarskortur, hungur og óhentugt fæði veldur dauða, heilsuleysi, vanþrif- um og alls konar vandræðum og hefur átt drýgsan þátt í að koma af stað styrj- öldum allra tíma. Mennirnir eru eins og liin dýrin, friðsamir og spakir, þegar þeir eru saddir af góðum mat, en verstu óarga- dýr heimsins Jregar þeir eru svangir og hungurvofan nálgast. Vitrustu menn nú á tímurn hafa því sagt sjálfu stríðinu stríð á hendur og hefja sterk samtök um öll lönd til að bæta manneldið og með því auka þroska mannkynsins og efla frið og samvinnu meðal allra þjóða. Útvarpið hefur gefið mér kost á að tala um þessi mál í þrem stuttum er- indum og þá náttúrlega sérstaklega livað ísland snertir. 30 fyrirlestrar væri ekki nóg ef vel ætti að vera, en slíku verður ekki komið við nú. EG HEF nú verið að velta því fyrir mér hvort íslendingar hafi nokk- urn skilning eða áhuga á þessum mál- um á borð við aðrar menningarþjóðir, og verið mjög í vafa um Jrað. « Þessi skáldaþjóð, sem hefur metið manngildi eftir svokölluðum gáfum, sem oft voru ekki annað en kjaftavit, en ekki eftir dugnaði og mannkostum, hefur víst oft litið með lítilsvirðingu á mat og manneldi. Þeir þótt jarð- bundnir og óskáldlegir, sem hugsuðu um matinn. Og skáldin góðu skrifuðu fátt um mat og manneldi. þjóðarinnar t---------------------------- Hinn víðkunni íslenzki vísindamað- ur, dr. med. prófessor Skúli Guð- jónsson hefur góðfúslega leyft Sam- vinnunni að birta þrjú merkileg erindi, sem hann flutti í útvarp á sl. hausti um manneldismál. Hér á eftir birtist hið fyrsta þessara erinda, þar sem dr. Skúli ræðir um matar- æði íslendinga í fornöld og viðhorf leikra og lærðra til manneldismál- anna gegnum aldimar, heima og erlendis. ■____________________________/ Hér er þó Laxness undantekning. Hann kemst hvergi lengra í listinni heldur en þegar hann lýsir hungruð- um vesalingum, veikum á sál og lík- ama af vitaminskorti og lélegri fæðu, skerandi kind sér til bráðrar saðn- ingar. íslenzk skáld hafa aldrei liaft veru- legan skilning á dramatík og rómantík manneldismálanna, sem á íslandi voru sannkölluð hungurmál öld eftir öld. Söguskáldin sinntu lítt þessum mál- um og lýsingar þeirra á lífinu á sögu- öldinni, sem eru takmarkaðar að um- máli en ákaflega djúpsæjar það sem þær ná, fjalla tiltölulega lítið um manneldi. Og nú er eg kominn að efni fyrsta erindisins, manneldið á íslandi til forna. Manneldi — og þar af leiðandi heilsufar — mótar á ýmsan hátt líf þjóðanna, verk manna og afrek. Af því leiðir að hafi maður frásagnir og minj- ar um menn yfirleitt, má mjög oft af þeim ráða hvernig heilsufar og líkam- legur þroski Jreirra hefur verið, þó ekki séu til beinar frásagnir um slíkt. Auk þess geymir moldin minjar og bein furðu lengi, en af því má einnig lesa margt um manneldi og heilsu. Nú vill svo vel til að fáar þjóðir eiga jafn glöggar lýsingar á ýmsum hliðum lífsins frá fyrri tímum og íslendingar. Sögurnar, sem hvert mannsbarn á 6

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.