Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1948, Page 9

Samvinnan - 01.11.1948, Page 9
menn stundum í þessum millilanda- ferðum, en ekkert bendið til að þeir hafi fengið skyrbjúg. Fyrsta sinn, sem skyrbjúgur er nefnd- ur í fornum ritum, er þegar sagt er frá því, að Þorsteinn h.víti fékk skyrbjúg í hafi, „að því er þeir kalla,“ bætir sögu- höfundur við. Annað hvort bendir þetta á að hann telur vafasamt að um skyrbjúg hafi verið að ræða, ellegar öllu heldur að hann hefur ekki þekkt þennan sjúkdóm sérlega vel fyrst hann segir „að því er þeir kalla“. Annars sýnir sagan, að Þorsteinn getur ekki hafa haft skyrbjúg, heldur hefur verið um allt annan sjúkdóm að ræða. Fyrsta örugga frásögnin um skyr- bjúg á Norðurlöndum stendur í Bisk- upasögunum og er skrifað í byrjun 14. aldar. Árni biskup í Skálholti ('dáinn 1298) var nauðugur með Eiríki konungi í víking, er hann herjaði í Danmörku. „Hann þoldi mikla nauð í vistafangi og fékk mikinn skyrbjúg í munninn, svo að hann hafði jaxla færri heim en heiman," segir í sögunni. Lárentsíus biskup fékk skyrbjúg í fangelsinu í Niðarósi. Fyrstu öruggu frásagnirnar um skyr- bjúg geta þannig um þennan næring- arsjúkdóm undir alveg óvenjulegum kringumstæðum í varðhaldi og fang- elsun, svo að af þeim verður ekki ályktað að fæða almennings liafi verið svo C-vitaminsnauð að leiddi til skyr- bjúgs. Eg er alveg viss um, að skyrbjúgur hefur verið mjög sjaldgæfur til forna. Beinkröm hefur sennilega komið fyrir, en hún stafar af D-vitaminskorti og kalk- og fosforskorti. Einstaka auknefni benda á líkams- lýti, sem geta stafað af beinkröm, svo sem knarrarbringa, kettuhryggur, kúlubak, kroppinbakur og krókfótur. En úr þessu vcrður ekki skorið nema með rannsóknum á fornum manna- beinum. Það er einkennilegt, að rannsóknir á beinum í íslendingabyggðum á Græn- landi, hafa leitt í ljós, að beinkröm var ekki óalgeng þar. Þó skyldi maður halda að nóg hafi verið af lýsi og fisk- meti á Grænlandi, en í þeim er mikið af D-vitamini. Að mínu áliti bendir þannig fátt til þess að næringarkvillar hafi verið al- gengir á íslandi til forna, og ef svo er, þá er það öruggasta sönnunin fyrir því, að mataræðið hefur verið hollt og gott. Líkamlegt og andlegt atgervi þjóð- ai innar stóð hæst í fornöld. NORRÆNAR þjóðir voru hraust- ustu þjóðir þeirra tima. Þær námu ný lönd og álfur, réðu lögum og lofum hvar sem þær komu og voru að því komnar að leggja undir sig meg- inhluta Evrópu. Aldrei hefur list og menning í skáld- skap komizt lengra en á söguöld og norrænar bókmenntir íslands eru með því ágætasta, sem ritað hefur verið í heiminum fram á þennan dag. Haldið þið, að þessi þjóð hafi á gull- öldinni lifað við sult og seyru — vita- minskort og volæði? Það er hlægilega að minnast á ávaxta- og grænmetisát í þessu sambandi. Svo skipast veður í lofti. Mataræðið fer versnandi ár frá ári og gæfan snýr baki við þjóðinni. Hungursneyð geng- ur um landið og í kjölfar sigldu drep- sóttir og pestilensia, svo að Já við eyð- ingu. Hungruð skáldin hættu að yrkja annað en religíösar rollur um Maríu mey og miskunnarlausan guð. Svona getur farið þegar mataræðið sþillist. Vakað yffir vellinum Pimtstráum grcenum á burstlágum bænum blœrinn i draumi vaggar. Sóleyjar titra, á túnfijlum glitra tár hinnar fersku daggar. Brosandi gengur draumlyndur drengur og dilkœr úr túni rekur. Tvævetlu gráa, túnþjófinn gráa Tryggur á flótta hrekur. Húm yfir mónum, móða yfir sjónum, mistur á Strandafjöllum. — Nú rifjast uþþ sögur og rimnabrot fögur af riddurum, álfum og tröllum. Draumskiþin liða út i lágnættið friða, langt út í víðan geiminn. Fátækur drengur i draumi gengur, — draumi um að sigra heiminn. Birtir af degi; blik yfir legi. — Bönaior kominn á fætur. Hvert draumskiþ brennu,, rennur úr djúþi þögullar nætur. Þetta fallega kvæði er tekið úr ný- útkominni ljóðabók: Klukkan slær eftir Böðvar Guðlaugsson. Þeir, sem forðum vöktu yfir vellin- um, kunna áreiðanlega að meta þctta kvæði, en nú munu þessar vökunætur að mestu heyra fortíðinni til. Pólitík I dýrafræðinni segir, að páfagaukar verði allra fugla elztir. í blaði nokkru var nýlega sagt frá einum áströlskum gauk, sem varð 120 ára, og hlaut hann loflega umgetningu fyrir afrekið. í þessari fregn gæti verið falin lærs- dómsrík ábending fyrir þá, sem hyggj- ast framast á stjórnmálabrautinni. Galdurinn við langlífið á þeim þjóð- vegi er nefnilega sá, að kandídatinn felur sig forsjá flokksstjórnanna, lærir utan að klassísk orð og lætur þau fjúka á fundum og við önnur viðeigandi tækifæri. í þessum forða má finna kjarnyrði á borð við „afturhaldsöfl“, „skriffinnska", „arðrán", „ameriku- agent“, „stéttvísi" og raunar miklu fleira. Ef menn takmarka orðafjöldann við þessi kjarnyrði (og nokkur önnur ótalin hér) má eindregið spá þvl, að þeir sitji á grænni grein í lífinu, eins og ástralski fuglinn, og fái jafnan góða gjöf á jötuna, á meðan kraftar endast. 9

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.