Samvinnan - 01.11.1948, Qupperneq 10
Brugðið upp mynd af frönsku meðalheimili
Franskar fjölskyldur
stríða við verðbólgu og erfið lífskjör
Eftir Tania Long
EIR, SEM verða einna harðast úti
í verðbólguskrúfunni, sem
franska stjórnin glímir nú við að hafa
hemil á, eru m. a. ýmsir opinberir
starfsmenn, og er Desire Lefebvre,
póstþjónn, gott dæmi þeirra. Má segja,
að stjórnin eigi tilveru sína undir því,
hvernig þessi glíma við verðbólguna
tekst.
Fyrir stríðið var M. Lefebvre óhætt
að reikna með að minnsta kosti ofur-
litlum tómstundum og gat veitt sér
hóflegar skemmtanir. En nú er svo
komið, að þrátt fyrir ómakslaun og
aukavinnu, sem hann leggur á sig ut-
an reglulegs vinnutíma, vinnur hann
sér varlalega nægilegt inn fyrir brýn-
ustu lífsnauðsynjum. Segja má, að
‘hann og fjölskylda hans hjari — að lifa
getur það naumast kallast — á ,,le min-
imum vital“, eins og það nefnist á máli
embættismanna, en það eru lægstu
laun, sem hægt er að komast af með til
þess að draga fram lífið.
Fyrir frú Lefebvre, eins ogmilljónir
annarra eiginkvenna við svipaðar
kringumstæður, er tíminn þegar líður
að mánaðarlokum, fullur örvænting-
ar. Peningarnir eru á þrotum. og ekk-
ert til í búrinu. Útgjaldaáætlunin,
sem hefur verið svo nákvæmlega hnit-
miðuð, raskast við hækkandi verðlag,
TANIA LONG er amerískur blaðamaður,
sem ritar mikið í amerísk blöð um
ástandið í Evrópu.
óvænt útgjöld og veikindi. Þá verður
fjölskyldan, ef á annað borð á að reyna
að halda í henni tórunni, að draga
fram lífið á jarðeplum, gulrótum og
þunnri kálsúpu.
„Le minimum vital“ þýðir einmitt
þetta; nægilegt til þess að draga fram
lífið frá einum útborgunardeginum til
þess næsta, en ekki nóg til þess að fá
ný föt í skarðið, þegar þau gömlu eru
útslitin, vín með matnum stöku sinn-
um, kvöld og kvöld í bíó, eða leikföng
fyrir börnin. Fyrir ári síðan var talið,
að þetta lágmark væri 7000 frankar á
mánuði. Nú er það komið í 10,500
franka, og sagt er, að óhætt sé að hækka
upphæðina enn.
Lefebvre vinnur sér einmitt þessa
lágmarksupphæð inn. Hann segir, að
það nægi ekki til lífsviðurværis fyrir
sjálfan hann, konu og þrjú börn.
Hvernig kemst hann þá af? Með því
að neita sér um allt, sem er ekki alveg
bráðnauðsynlegt, og reikna með
ómakslaunum til þess að brúa bilið
milli tekna og útgjalda. Aðrir með
svipuð laun leysa vandann með því að
láta konuna vinna utan heimilis, fá
eitthvað handa elzta krakkanum að
gera, vinna sjálfir í hvíldartíma sínum
og jafnvel fást við verzlun á svörtum
markaði.
Kjör Lefebvre eru einmitt þau kjör,
sem hin vinnandi stétt í París á við að
búa nú, og lífskjör hans síðustu árin
eru nauðalík lífskjörum milljóna
Frakka af sömu stétt.
r------------------------------------“v
Fregnimar um vandræðaástandið í
Frakklandi verða ekki skýrðar ein-
vörðungu með hinni harðvítugu
baráttu margra stjórnmálaflokka. —
Ókyrrðin í landinu á sér djúpar ræt-
ur, m. a. í mjög erfiðum lífskjörum
alþýðu manna og vaxandi dýrtíð. f
þessari grein er brugðið upp mynd-
um frá erfiðiun lífskjörum franskrar
meðalfjölskyldu.
Lefebvre er fremur lágur vexti,
dökkur yfirlitum, snarlegur á velli
og fljótur að hugsa. Fyrir styrjöldina
hafði hann ofan af fyrir sér sem sótari.
Hann komst vel af með þessu starfi, en
1939 var hann kallaður í stríðið. Þjóð-
verjar tóku hann til fanga i Vogesa-
fjöllum snemma á árinu 1940 og næstu
fimm árin var hann fangi þeirra, ýmist
í venjulegum fangabúðum eða við
þrælkunarvinnu. Honum tókst að
sleppa fjórtán sinnum, en var alltaf
tekinn aftur jafnharðan. í maí 1945
leystu Bandamenn hann úr haldi,
ásamt þúsundum annarra stríðsfanga.
Þegar liann kom aftur til Parísar,
tók hann upp fyrri störf sín. En fanga-
vistin og þrælkunin hafði lamað svo
heilsu hans, að hann hafði ekki lengur
þrek til þessarar erfiðu vinnu, en hann
fékkst einkum við að hreinsa reyk-
háfa á verksmiðjum og ýmsum öðrum
stórbyggingum, en til þess þurfti mik-
il og þung áhöld. í júní 1946 gekk
hann svo í póstþjónustuna, og síðan
hefir hann flutt bréf og böggla út um
borgina í handvagni, sem hann ekur
á undan sér.
MLEFEBVRE vinnur átta tíma á
dag, sex daga vikunnar. Hann
greiðir 1,5% af mánaðarlaunum
sínum ('10,500.00 fr.) í tryggingarið-
gjald, 6% í lífeyrissjóðsgjald, og fær
þannig útborgaða 9.713 fi. Þar eð
hann á þrjú börn, fær hann uppeldis-
styrk frá ríkinu að upphæð 4.250 fr.,
10