Samvinnan - 01.11.1948, Blaðsíða 11
STARFIÐ: Desire Lejebvre er góður fulltrúi franskrar alþýðu. Hann er póstur, starfar átta
klukkustundir á dag, sex daga vikunnar, og fesr að launum „le minimum vital".
og með því að kona hans getui' ekki
unnið utan lieimilis, og hann er þann-
ig eina fyrirvinnan, fær hann 4.250 fr.
Þegar hann því fær launin sín í lok
hvers mánaðar, getur hann reiknað
með 18.213 frönkum í tekjur.
Lefebvre fjölskyldan býr í gömlum
og hrörlegum leiguhjalli í Menilmon-
tant-hverfinu í París. í húsinu er eng-
in miðstöðvarhitun, ekkert lieitt vatn,
og allar pípuleiðslur eru svo frum-
stæðar sem mest má vera. Eldhúsvask-
urinn er notaður sem þvottaskál fyrir
fjölskylduna, og fatnaðurinn er þveg-
inn við hann í eldhúsinu. Að sjáll-
sögðu er ekkert baðherbergi í húsinu.
Eina salernið, sem er í húsinu, er í
kjallaranum og verður að duga þeim
átta fjölskyldum, sem búa i húsinu.
Þau hjónin höfðu dregið saman ofur-
lítið af peningum — sumpart sparað af
konunni á styrjaldarárunum, þegar
hún vann í verksmiðju, en afgangur-
inn var fé, sem ríkið halði greitt
Lefebvre, þegar hann kom frá Þýzka-
landi — og fyrir þessa peninga réðust
þau í að láta leggja rafmagn og gas inn
í íbúðina, en flestir sambýlismenn
þeirra verða að vera án þessara þæg-
inda.
Lefebvre var nýkominn inn frá
vinnu sinni, þegar eg kom til þeirra,
og sat hann, ásamt hinni þriflegu konu
sinni, til borðs í dagstofunni, en íbúð-
in er aðeins tvö lítil herbergi. í hinu
herberginu svaf Jocelyne, sex mánaða
gamalt stúlkubarn, í litla rúminu sínu,
en sá yngri af drengjunum, Maurice,
tveggja ára gamall, lék sér að kubbun-
um sínum á beru gólfinu. Eldri dreng-
urinn, Georges, tíu ára, var enn í skól-
anum.
Þegar eg spurði um helztu útgjöldin
í mánuði hverjum, greip frú Lefebvre
í skyndi blýant og nokkra gantla reikn-
inga og fór að telja saman. Eftir ör-
stutta stund sýndi hún mér úlkomuna,
en þar voru reiknuð saman brýnustu
útgjöldin. Upphæðin var samtals
19.355 frankar, eða 1.142 frönkum
umfram föstu tekjurnar.
Frú Lefebvre sagði mér þá, að mað-
ur hennar fengi ómakslaun fyrir að
bera út böggla og ábyrgðarpóst. „Ef
hann hefði ekki þessi ómakslaun,“
sagði hún, „veit eg hreint ekki hvernig
við færum að. Þau eru dálítið ntis-
munandi frá degi til dags, en sé reikn-
að með 60 fr. á dag, verða það 1800 fr.
á mánuði, og það er einmitt þetta,
sem bjargar okkur. Eftir að hafa enn
lagt saman og dregið frá, sýndi hún
mér, að afgangs gæti orðið um 658
frankar af tekjum mannsins, eftir að
brýnustu nauðsynjar hefði verið borg-
aðar.
„Og hvað getur maður fengið fvrir
600 franka?" spurði hún og yppti öxl-
um. Kjóll á Maurice litla, ómerkilegur
baðmullarkjóll, sem við ke^ptum um
daginn, kostaði 475 franka. Þér sjáið
á þessu, að ef við verðum fyrir óvænt-
um útgjöldum, hversu lítil sem þau
eru, þá komumst við í þrot.“
Hún sagði, að Maurice hefði aldrei
eignazt kápu, af þeirri einföldu
MATURINN: Ftsða fjölskyldunnar er aðallega gulrœtur, kartöflur og þunn supa; vin —
venjulega á hvers manns borði — er nu orðið of dýrt.
11