Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1948, Side 12

Samvinnan - 01.11.1948, Side 12
ÍRAK HEIMILID: M. Lefebvre, kona hans og þrjú börn, bua i litilli, shuggalegri ibúð, sem hvorki hefur miðstöð né heitt vatn upp á að bjóða. Eldhúsið er lika baðherbergi og þvottahús. ástæðu, að hún kostaði meira en 2.000 franka. Þá sjaldan barnið fer út í köldu veðri, sveipar móðirin utan um hann gömlu ullarsjali, sem er minja- gripur frá {jví fyrir stríð. LÍF ÞESSARAR fjölskyldu, eins og annarra við svipuð kjör, er fjarskalega tilbreytingarlítið. Engir peningar eru afgangs til þess að veita sér hina lítilfjörlegustu skemmtun, og sú ánægja, sem lífið veitir þeim, verð- ur að vera sprottin úr skauti fjölskyld- unnar. En þrátt fyrir það eru hjónin furðulega ánægð með lífið, þótt kjörin séu erfið. Þau hafa gamanyrði á reið- um höndum, og þeim er létt um hlát- ur. Auðvitað kvarta þau „en við höf- um nú alltaf verið slæmir með það að barma okkur, Frakkarnir,“ segir Lefebvre. En þegar þau tala um framtíðina, verður manni ljóst, að glaðværðin er ekkert annað en ytra borð hins franska lundernis: „Það væri auðvelt að þola sífellt strit og erfiðleika," sagði Le- febvre, „ef maður sæi eitthvað bjart- ara framundan, ef maður gæti hlakkað til einhvers næsta dags, jafnvel langt fram í framtíðinni, þegar við gætum sagt hvort við annað: „Nú getum við tekið það með ró, nú eru erfiðu tim- arnir á enda, nú skulum við njóta lífs- Og póstþjónninn hélt áfram máli sínu. „Við hjónin erum nú bráðum miðaldra, þurfum að sjá um uppeldi barnanna okkar þriggja og erum verr stödd en þegar við byrjuðum búskap fyrir tólf árum. Eg ber ekki svo mikla áhyggju fyrir okkur Louisette — við höfum átt fáein ár ánægjulegs og heil- brigðs lífs — það eru börnin, sem eg ber kvíðboga fyrir. Hvernig verður þeirra heimur? Eða verður í rauninni nokkur lífvænlegur heimur til fyrir þau?“ Örvggisleysi um framtíðina og ótti við annað stríð móta hugsun hans og eitra svefn hans. Hann talar ekki oft um það, en hann er þess fullviss, að verði annað stríð, þá verði Frakkland fyrsta fórnarlambið og þar verði allt lagt í rúst. En hvað um Marshall-áætlunina. Heldur hann, að hún gæti orðið Frakklandi til viðreisnar og hjálpað til að viðhalda frið? „Auðvitað mun hún verða Frakk- landi til hjálpar," segir Lefebvre, „en hvort hún muni tryggja friðinn, er ekki gott að segja. Guð veit, að landið mitt þarfnast hjálpar, og við erum þakklátir Ameríkumönnum fyrir hana. Og geti hún tengt Evrópulönd- in fastari böndum, þá er það dásam- legt. En eitt langar mig til að vita, og (Framhald á bls. 27.) vaggcr menningar vorrar EFTIR SAMUEL NOAH KRAMER Fornmenjagröjtur i cevintýraland- inu leiðir í Ijós áður óþekkta þœtti í sögu mannkynsins. FORNMENJAFRÆÐINGAR hafa nú á ný beint athygli sinni að Mesepotamíu, eða írak, eins og hún nú nefnist. Þar hófst fyrir um 7000 árum ýmiss konar verkleg og andleg menning, sem liefur þróazt fram á vora daga. Þar hafa verið grafnir úr jörðu ýmsir verðmætir gripir, sem bera vott þessarar menningar, en þró- unarsaga mannsins áleiðis á menn- ingarstigið er langt frá því að vera full-skýrð enn. Því er það, að ýmsar erlendar vísindastofnanir, sem héldu þar uppi rannsóknum þar til styrjöld- in greip inn í rás viðburðanna, hafa nú aftur, eftir því sem pólitísk sk.il- yrði leyfa, hafið starfsemi sína á ný. Ein slík stofnun, Háskólasafnið í Pennsylvaníu, gerir sér vonir um, að rannsóknarleiðangur verði kominn á staðinn næsta haust. Haugur sá, er leiðangur þessi á sérstaklega að taka til rannsóknar, er kenndur við Isin, sem var mikilvæg menningarstöð fyrir 4000 árum síðan. Fornmenjafræðing- ar í írak hafa þó engan veginn setið auðum höndum undanfarin ár, held- ur hefur þeim tekizt að vinna mikið nytjastarf með rannsóknum sínum á styrjaldarárunum. Mlllllllllllllllllllll III111111111111111IIII ■•IIIIH ■■1111111111111111111IIIHHI* í SAMUEL NOAH KRAMER ér | 1 fornmenjavörður við Babylonsdeild = \ Fornmenjasafnsins í Pennsylvaníu. | É Hann hefir m. a. þýtt sumerísk rit, f I sem skráð hafa verið með fleygletri | I fyrir meira en 5000 árum, en það er i | meðal elztu skráðra heimilda, sem I sögur fara af. 7* llllllllllllllllllllllllllillllliillillllllllllllililllllllllilllllllllllllllliiiiillit 12

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.