Samvinnan - 01.11.1948, Síða 16
Frá aðalmatvörudeild Kaupfélags Siglfirðinga.
EGAR flugvélin sveigir fyrir Siglu-
nesið og inn á sjálfan Siglufjörð,
vekur J:>að furðu ferðalangsins að sjá,
hve fjörðurinn er í rauninni lítill og
þröngur og rammiega girtur fjöllum.
Úr loftinu að sjá er ekki nema stein-
snar inn að bæjarbryggjunum og verk-
smiðjuhverfinu. En samt er þar að
finna öryggi og gott iægi, þótt stormar
og sjóar geysi úti fyrir. Hin ágæta liöfn
hefur í rauninni skapað möguleika
fyrir byggðina í jiæssu sérkennilega,
næstum tröllslega umhverfi. Það gefst
tóm til þess að íhuga það, meðan fiug-
vélin hnitar tvo hrwigi yfir bænum,
að óvíða verða menn áþreifanlegar
varir við hinar miklu framfarir í sam-
göngum, sem orðið hafa hér á síðustu
árum en í Siglufirði.
Bærinn er umiuktur torgengum
fjöllum. Sjórinn var greiðasta sam-
Frá skóbúð K. S. Iðunnarskór i hillunum.
gönguleiðin. En sjóferðin fyrir Siglu-
nes og Hvanndalabjörg hefur jxj verið
lífsraun fyrir sjóhrædda menn og sjó-
veika á stundum. En nú er akvegurinn
yfir Siglufjarðarskarð opinn sumar-
mánuðina, og hér sitjum við í flugvél
beint yfir reykháfum síldarverksmiðj-
anna, eftir rösklega tuttugu mínútna
ferð frá Akureyri! Og raunar held ég
að menn sjái það bezt úr loftinu, á
kyrrum, sólbjörtum haustdegi, þegar
fyrstu snjóarnir krýna hæstu fjallatind-
ana, hve fagurt er í Siglufirði og sér-
kennilegt. En margir láta mannanna
verk skyggja á fegurð náttúrunnar í
huga sér, og víst mun erfitt að koma
auga á hana, þegar mökkurinn frá
verksmiðjunum liggur eins og teppi
yfir bænum og forin á götunum er í
ökla.
En nú er bjart yfir bæ og landi. Nú
er haust, og hin sérkennilega annatíð
bæjarmanna er liðin. Hún varð styttri
nú en oftast áður. Síldin brást í sumar,
eins og allir vita. Og þótt sól sé enn
liátt á lofti, leggur ekki reyk úr verk-
sntiðjunum lengur. Þar er allt kyrrt
og hljótt. En þótt síldartíminn sé lið-
inn, og gestir sumarsins farnir veg allr-
ar veraldar, heldur bæjarlífið sjálft
áfram, hið eiginlega siglfirzka bæjar-
líf, sem er allt annað en hið hazar-
kennda, sóttheita líf sumarmánaðanna,
þegar síldin veður. Og erindi okkar til
Siglufjarðar að þessu sinni er einmitt
i
Söltunarstöð Kaupfélags Siglfirðinga, ein hin verc
miklar cndurbcetur á slöðinni og par með s
í síldarbcenum
Kaixpfélagið í Sigl
að gegna í nyrztu a
að kynnast einum þætti hins hversdags-
lega lífs, sem lætur lítið yfir sér og
berst ekki á eins og síldin. Við erum
í skyndiför til Siglufjarðar, tveir frétta-
16