Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1948, Qupperneq 17

Samvinnan - 01.11.1948, Qupperneq 17
Itnœtasta i Siglufirði. Félagið hefur liilið gera kapað sér aðstöðu til stóratvinnurekslurs. I ufirði hefur merku hlutverki thafnaborg landsins menn „Samvinnunnar", til þess að skýra lesendum ritsins lítið eitt frá samvinnustarfinu i síldarbesnum með orðum og Ijósmyndum. Frá brauögeröinni: Steindór Hannesson bakarameistari, við nýja rafmagnsbökunarofninn. ALLVÍÐA setja byggingar og fyrir- tæki samvinnumanna höfuðsvip- mót á bæi og þorp þessa lands. í Siglu- firði eru það að sjálfsögðu verksmiðju- reykháfar, bryggjur og síldarplön, sem eru hin fyrsta ásýnd bæjarins. En jafn- vel þegar komið er upp í sjálfan bæ- inn, virðist hlutur samvinnumanna í verzlun og húsakosti ekki stór, og minni en ætla mætti. Til þessa liggja allmargar ástæður, og er ekki rúm til þess að fjölyrða um þær að sinni, en benda má á þær staðreyndir, að kaup- félagsskapurinn í Siglufirði var sér- stæður hér á landi frá fyrstu tíð, með því að hann varð að vinna sér starfs- grundvöll og þroskamöguleika meðal kaupstaðarbúa einvörðungu. Samvinn- an í kaupstöðum landsins er yngri og óreyndari en samvinna bændanna, og það er fyrst nú hin síðari ár, sem sam- vinnuhreyfing kaupstaðarbúa hefir sigrazt á byrjunarerfiðleikunum og tekizt að skapa nægilega stóran hóp traustra samvinnumanna um félögin. Kaupfélagið í Siglufirði er í hópi hinna yngri kaupfélaga landsins, og það hefur vissulega ekki farið varhluta af byrjunarerfiðleikunum og mátt kenna þunglega rótleysis hinnar nýju, íslenzku bæjarmenningar, sem enn er tæpast af bernskuskeiði. Þá er það ekki ósennilegt, að hið mikla happ- drætti síldveiða og síldarverkunar, sem á ári hverju er háð í Siglufirði, hafi torveldað það, að bæjarmenn gerðu sér fullnægjandi grein fyrir hinni yfir- lætislausu og hversdagslegu aðferð samvinnumanna til þess að bæta hag alþýðu manna, sem byggir á starfi, en ekki tilviljun. VIÐ hittum svo á, er við komum til Siglufjarðar, að hinn ötuli, ungi kaupfélagsstjóri, Hjörtur Hjartar, er fyrir skömmu farinn af landi burt í erindum félagsins, en Haraldur Arna- son, deildarstjóri, tekur á móti okkur, gengur með okkur um bæinn og leysir greiðlega úr öllum spurningum okkar um starfsemi kaupfélagsins. Það kem- ur í ljós, að félagið hefur keypt öll hin eldri hús sín, en ekki byggt þau sjálf. Aðalstöðvar félagsins eru í myndar- legri þriggja hæða byggingu við enda aðalverzlunargötu kaupstaðarins. Þar Frá hinni nýju brauðbúð K. S. 17

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.