Samvinnan - 01.11.1948, Blaðsíða 20
FRÁ FORNU FARI hefur hinn
gróðursnauði Larderellodalur í
Toscana-héraði á Ítalíu verið kunnur
vegna gufu þeirrar sem gýs þar víða í
þykkum mökkum upp úr jörðinni.
Var snemma vitað, að úr hverum þess-
um, sem þarlendis kallast fumaroli,
lagði daunilla stybbu, auk þess sem
ýmiss konar saltkristallar settust á
bergið umhverfis hverina. Saltkristall-
arnir eru komnir úr steinefnum, sem
í t grein þessari er sagt frá gufu- I
; hveravirkjunum ítala, en þeir eru |
É lengst komnir í því að hagnýta gufu- I
i orku hvera til raforkuvinnslu og |
i annarra þarfa. Má búast við, að í i
| ýmsu muni sú reynsla, sem fengist i
i hefur á ítalíu geta orðið til eftir- i
i breytni er þar að kemur að gufu- i
i hveravirkjun hefst hér á landi. — i
kemur að yfirborði jarðar eftir
sprungum í jarðskorpunni. Hins veg-
ar er margt enn í dag óljóst um upp-
runa hveragufunnar. Telja sumir, að
gufurnar myndist úr frumefnum
vatnsins, vatnsefni og súrefni, djúpt
niðri í iðrum jarðar, og að þá um leið
myndist sá varmi, sem hitar þær upp.
Önnur tilgáta er sú, að jarðvatnið sígi
niður í jörðina þar til það lendir á
heitum svæðum, þar sem vatnið breyt-
hveragufan hefur leyst úr iðrum jarð-
ar, en ódaunninn úr ýmsum loftteg-
undum, sem gufurnar hafa borið með
sér. Lítilsháttar var notað af kristall-
aða saltinu til verkunar á sauða- og
geitaskinnum, en annars forðuðust
menn dalinn eins og hægt var, enda
hafði hann meðal hjátrúarfulls fólks á
sér illt orð vegna draugagangs.
Af hendingu átti þýzkur náttúru-
fræðingur leið þarna um og komst
hann að raun um, að í hveragufunni
var talsvert af bórsýru, en bórax var
þá í mjög háu verði og ófáanlegt nerna
austan úr Asíu. En við ýmsav iðngrein-
ar, svo sem glergerð og leirkeragerð,
varð að hafa bórax. Með uppgötvun
náttúrufræðingsins vaknaði því mikill
áhugi fyrir hverunum. Var hafizt
handa um vinnsluna, hveragufan
leidd niður vatnið, þéttist lvún þar og
safnaðist jafnframt bórsýran í vatnið.
Var síðan vatnið soðið úr pæklinum
með því að hita hann upp í suðupönn-
um. Til upphitunar á suðupönnunum
var notaður trjáviður, en vegna skóg-
arleysis staðarins varð að flytja hann
langt að á burðardýrum. Það nærtæka
ráð að nota hveragufuna sjálfa til upp-
hitunar kom mönnum ekki til liugar,
fyrr en löngu seinna.
Um miðja síðustu öld var byrjað á
því að reka pípur niður í jörðina í
námunda við hverina til þess að
höndla gufuna, áður en hún færi upp
úr jarðskorpunni. Varð með þessu
móti hægt að auka verulega það gufu-
magn, sem til afnota fékkst og vinnslu-
afköst á bórsýrunni. Voru gerðar ná-
kvæmar rannsóknir á efnasamsetningu
gufunnar og magni hennar, og reynd-
20
Gujuleiðslan frá fyrstu stóru borholunni.
Neðsti liluti samskeytastykkisins hefur lask-
ast af gufuþrýstingnum.
ist hvorugt breytast með tímanum né
fjöldar borhola, sem boraðar voru.
Enda þótt ekki væri hægt að bora
nema grunnt með þessari aðferð, gátu
þó ýmsar hættur verið við slíkar bor-
anir. Lentu pípurnar í meiri háttar
neðanjarðar gufukötlum, gat það kom-
ið fyrir, að gufan brytist út af heljar-
afli og sópaði öllum verkíærum og
vélum í burtu. Stafaði þetta af því að
vatn, sem ætíð er í slíkum kötlum,
breyttist snögglega í gufu er þrýsting-
urinn á því minnkaði. Með tímanum
fékkst reynsla og kunnátta í að sigrast
á þessum og öðrum örðugleikum.
Vegna fjölda borholanna fékkst ná-
kvæm þekking á jarðlögum hverasvæð-
isins. Snemma var ljóst að hveragufan
myndaðist í talsverðu dýpi og að hún
ist í gufu við mjög liáan þrýsting. Er
ekki óhugsandi, að báðar tilgáturnar
séu réttar og að gufan myndist eftir
báðum leiðum samtímis.
Þegar sýnt var, að hvorki þrýstingur
né magn gufunnar breyttist þótt bor-
holum fjölgaði, voru gerðar tilraunir
með að bora víðari og dýpri holur. Um
aldamótin síðustu var tekin upp ný
borunaraðferð frá Bandaríkjunum
(svokölluð Pennsylvania-aðferð). Með
henni er þungum bormeitli lyft upp
og hann látinn falla niður ótt og títt,
bordustið var hreinsað í burtu öðru
hvoru með sérstökum áhöldum. Að-
ferð þessi sem hafði verið notuð með
góðum árangri við boranirnar eftir
jarðolíu, kolum og kalísöltum, reynd-
ist ekki vel við brunnar bergtegundir.
Vegna þess, hve slík jarðlög eru
sprungin og holótt, vildi borinn
lirökkva til, svo að borhöggið kom
ekki beint og takmarkaði það mjög
borholudýptina. Eigi að síður feng-
ust með þessari aðferð dýpri holur en
áður höfðu fengist.
í FYRSTA TUG þessarai aldar var
J\_ fyrsta hagnýting hveragufunnar
til vélareksturs gerð. Fyrsta tilraunin
misheppnaðist raunar, en reynsla sú
sem fékkst við hana varð hvatning til
frekari þróunar, sem sennilega fáa ór-
aði fyrir. Ætlunin var að fá ljósaraf-
magn handa skrifstofum og viðgerðar-
verkstæði borunarfyrirtækisins. Gufu-
vél, sem átti að snúa rafalnum, var lát-
in ganga fyrir hveragufunni eftir að
hún hafði verið hreinsuð eins vel og
frekast var kostur á. Gekk allt að ósk-
um í fyrstu, en brátt kom í ljós, að