Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1948, Qupperneq 21

Samvinnan - 01.11.1948, Qupperneq 21
Orkuverin i Larderello. ekki var hægt að hreinsa gufuna svo vel, að ekki stífluðust allar leiðslur í vélinni. Þegar sýnt var að bein hag- nýting hveragufunnar til ai'lvélarekst- urs var lítt framkvæmanleg, var hafizt handa um að gera stórfellda tilraun til óbeinnar hagnýtingar. Hveragufan var leidd inn í vel hitaeinangraðan ketil eftir pípum, sem lágu um allan ketil- inn og hitaði gufan þannig upp hreint ketilvatnið. Vatnsgufan, sem þannig myndaðist í katlinum hafði að sjálf- sögðu lægra hitastig og þrýsting en sjálf hveragufan, en hún var hrein, og var hún látin knýja gufutúrbínu, sem dreif 1000 kílówatta rafal. Tilraunin tókst ágætlega og var þar með í fyrsta sinn hveraorkan hagnýtt til raforku- vinnslu. Vaknaði þegar mikill áhugi fyrir að koma upp stóraflstöðvum, sem reknar væru með hveragufu. En til þess þurfti margfalt meira gufumagn en hægt var að ná með þeim borunar- aðferðum, sem tíðkast höfðu til þessa. Var einungis hægt að vænta góðs ár- angurs, ef hægt væri að bora dýpra en til þessa hafði verið gert. Eins og síðar reyndist rétt vera, var álitið að í meira dýpi hlyti að vera meira gufumagn að fá í stórum kötlum, sem efri og minni katlarnir gengu eins og blöðrur út frá. Borunartæknin hafði líka tekið mikl- um framförum á þessum árum. Voru nú komnir fram snúningsborar, þar sem borkrónu með demöntum er fest neðan í holar stálpípur, sem síðan er snúið með drifi á efri enda pípanna, sem skrúfa má saman eftir því, sem borholan dýpkar. Bordustinu er skol- að jafnharðan í burtu með skolvatni, sem leitt er niður í holuna eftir pípun- um, en sem rennur í burtu upp um holuna utan við pípurnar. Sá ann- marki var þó fyrst á þessari aðferð, að ef gufuþrýstingurinn neðan úr hol- unni varð meiri en vatnsþrýstingurinn að ofan, þrýsti gufan skolvatninu í burtu og frekari borun var ógerleg. Á þessu var þó brátt ráðin bót með út- búnaði, sem gerir það að verkurn, að hægt er að hafa hvaða þrýsting sem er á skolvatninu og verður þá gerlegt að bora eins djúpt og verkast vill. f ÁRUNUM í KRINGUM 1930 j\ hafði með þessari aðferð tekist að bora niður í mörg hundruð metra dýpi, þegar borholan sýndi á sér öll merki þess að gufugos væri í vændum. Skipti það engum togum, að rétt er menn höfðu forðað sér, brauzt gufu- strókurinn upp úr holunni, þeytti bor- vélinni, pípum og grjóti hátt í loft upp og gjöreyðilagði borturninn og vélaútbúnaðinn umhverfis hann. Með ærandi hávaða, sem heyrðist í margra kílómetra fjarlægð, stóð síðan gufu- strókurinn hátt upp í loftið. — Mælingar leiddu í ljós, að gufuþrýst- ingurinn var um 4 loftþyngdir við op borholunnar og að hraði gufunnar upp úr holunni var rúmlega 300 metr- ar á sekúndu. Gufumagnið, sem fór út um holuna á klukkustund taldist mönnum til að væri um 200 tonn. Ýmsir örðugleikar voru á því að beizla gufustrókinn. Hitastigið við op hol- unnar var um 140 gráður á Celsíus og þurfti því að vinna alla vinnu úr hæfi- legri fjarlægð. Var þungur járnhring- ur fyrst soðinn við enda efstu pípunn- ar í holunni. Ofan á hringinn var komið greiningarsamskeytum með lokum fyrir gufuna. Var þungi samskeytastykkisins hafður nokkru meiri en þrýstingur gufunriar í hol- unni hafði verið áætlaður. Með því að lyfta samskeytastykkinu í háum þrífæti upp yfir járnhringinn og slaka því síð- an niður á hringinn og sjóða það fast við hann, tókst að koma gufustrókn- um inn í hliðarleiðslurnar til ketilsins, með því að loka fýrir efsta opið, en opna fyrir hliðarálmurnar. Með dugn- aði og hugkvæmni allra, sem að þessu verki unnu, tókst með þessum hætti í fyrsta sinn að beizla hveragufu til stór- virkjunar. Hefur síðan með þeirri reynslu, sem þarna fékkst, mörgum borholum verið bætt við og þær virkj- aðar. Auk orkuvinnslunnar er marg- vísleg efnaiðja risin upp í Larderello, sem nýtur góðs af hinni ódýru og tryggu orku staðarins svo, að þar sem fáir fengust til að vera áður, er nú ris- in upp starfssöm iðnaðarborg, sem sendir efnavörur sínar og orku til annarra landshluta, og hver veit nema það sama eigi eftir að ske hér á landi, þar sem staðhættir eru fyrir hendi. Lauslega endursagt eftir Prisma, af S. Þ. Frjálst viðskiptalif. Nýlega er komin út í Svíþjóð athyglisverð bók um tilgang samvinnustefnunnar og að- ferðir þær, er hún beitir itl þess að ná tak- marki sínu. Höfundur bókarinnar er Arnold Aizsilniek. Sænska blaðið Dagens Nyheter greinir þannig m. a. frá athugunum höfund- ar á sambandi ríkisins og samvinnufélag- anna: — Frjálst viðskiptalff, án verulegra af- skipta og fyrirskipana ríkisvaidsins, er í rauninni höfuðskilyrði þess, að frjálst samvinnustarf fái notið sín. Vissulega hlýtur ríkisvaldið að sigra, ef til deilna kemur, en höfundur telur, að vandamál utanríkisverzlunarinnar sýni, að rfkið er of óþjáll og byrokratískur risi til þess að geta stjórnað viðskiptalífinu í öllum greinum svo að vel fari. Ógeð manna á frelsisskerðingum mun verða yfirsterk- ara fræðilegum áhuga þeirra manna, sera sjá lausn allra mála í skauti rfkisvalds- ins. 21

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.