Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1948, Síða 22

Samvinnan - 01.11.1948, Síða 22
Á förnum vegi Gefið minningum mál EG var að lesa í „Samvinnunni" um íræðslu- og félagsmálafund norðlenzkra samvinnu- manna, er haldin var á Akureyri í sumar. Sé ég, að fundur þessi hefir talið rétt, að einstök samvinnufélög tækju að efla það, sem >;alla mælti samvinnumenningu, meira en verið hefir, hvert á sínu svæði. Stungið er upp á ýmsum viðfangsefnum , og telur fundurinn „nauðsyn- legt, að í hverju kaupfélagi sé einum eða fleiri mönnum falið að annast fræðslu og félagsmál." Þetta hcfði Benedikt á Auðnum þótt vænt um að heyra. Maðurinn lifir ekki á einu saman brauði, eða sem eins mætti segja: Brauðið er meira en það sýnist. Það er hugsun og andi í brauðinu. Án þessara „bætiefna" væri það ekki annað en villt korn í munni jórturdýra. Gott er þó að segja jtað strax í öndverðu, að slík starfsemi má ekki verða of dýr. Það er takmarkað sem við megum eyða fyrir loft og ljós, þótt hvort tveggja sé meðal óhjákvæmilegustu nauð- synja lífsins. Mig langar til að mæla með einu viðfangsefni í þessu sambandi. Það er að sjá um, að saga félaganna gleymist ekki. Elztu kaupfélögin eru nú að verða 60 — 70 ára gömul. Þeir eru ekki margir núna, sem muna eftir stofnun Kaup- félags Þingeyinga, Pöntunarfélags Fljótsdals- héraðs, Stokkseyrarfélagsins eða verzlunarfélags Dalasýslu. Á síðustu stundu hefir tekizt að rifja upp hálfgleymdar minningar um sum samvinnu- félög frá síðustu tugum 19. aldar, sem störfuðu stutt, en vöktu þó mikla athygli á sínum tíma. Eftir einn eða tvo áratugi hefðu þau e. t. v. verið að fullu gleymd eins og grafir elztu stofn- endanna, sumra hverra, í kirkjugörðum án bauta- steina. Félög, sem lifað hafa fram á þennan dag og eiga gerðabækur gleymast ekki. En starf þeirra getur gleymst að meira eða minna leyti, sömuleiðis einstaklingarnir og þáttur þeirra í starfinu, og hinar sýnilegu minjar starfsins geta orðið ósýnilegar. Það getur a. m. k. gleymst, að þær séu nokkurs virði, hafi nokkurntíma verið það.Mörg félög eru enn ung. Menn eru varla farnir að átta sig á, að þau hafi átt sér nokkra sögu eða muni eiga. En tíminn líður. Hinir ungu verða gamlir, og fyrr en varir kemur það upp úr kafinu, að menn eru hættir.að muna jiað, sem áður var eins og það hefði gerzt i dag. Mörg samvinnufélög eru að koma sér upp nýjum verzlunarhúsum, sláturhúsum, fiskhúsum o. s. frv. Gott er til þess að vita. En vilja menn nú ekki renna augunum einu sinni yfir gömlu húsin áður en þau eru rifin eða gerð óþekkjan- leg, minnast þess, hvar þau stóðu, úr hverju þau voru byggð, tilhögun innanhúss, hvernig þau voru notuð, hvað menn muna bezt af því, sem gerðist í húsinu, sem er að hverfa. Væri ekki rétt að skrifa eftirmæli görnlu húsanna í félagsblöðin? Eða trébryggjunnar og uppskip- unarbátsins, sem ekki verður framar tekinn í notkun? Sum kaupfélagshúsin eru vissulega orðin æðigömul. Starfsmenn útlendra einokunar og selstöðuverzlana hafa jafnvel gengið þar um gólf. Þau eru einskonar Bessastaðir, sem sam- vinnan hefir gert að höfuðstað í héraði. Nýlega lét bókaútgáfa samvinnumanna prenta vandað rit um Bessastaði, og gekk vel út. Kaupfélögin eiga efni í margar slíkar sögur, sem a. m. k. héraðsbúar hafa áhuga á. Þegar útgáfa félagsblaða verður almenn, og vonandi vcrður það innan skamms, á að vera auðvelt að gefa minningum mál. Félagsblöðin verða væntanlega fjölrituð, og þau eiga að geymast. 1 þau eiga félagsmenn að rita sögu félagsins og minja þess smátt og smátt, einkum það, sem komið er að því að fyrnast. Þarna væri ótæmandi efni í félagsblöðin, og ómetanlegt verk unnið. Ef slíkt efni birtist í félagsblöðunum yrði eitthvað af því án efa tekið upp í Sam- vinnuna og yrði þannig alþjóðareign. G. G. Maður fór yfir á FYRIR 66 árum var maður á ferð yfir á að vetrarlagi. ísinn var ótraustur. Þegar ferða- maðurinn kom út á miðja ána, fór að braka undir fótum hans. Hylur var undir ísnum, óstætt vatn og þungur straumur. Maðurinn var gætinn, fikaði sig áfram varlega, og gæfan var með honum. Þegar hann kom upp á bakkan hinu meginn, leit hann til baka. Slíka för hefði hann ekki viljað fara í annað sinn. Þessi maður var Jakob Hálfdánarson bóndi á Grímsstöðum við Mývatn, maður á miðjum aldri, gönguvanur á norðurfjöllum, höndin vönust orfi og sög, en hugurinn stefndi til stór- ræða á ókunnum leiðum. Hann var að vinna mikið verk, og sjálfur vissi hann ekki, hve mikið Fótgangandi rak hann erindi, sem menn reka nú í bifreiðum og flugvélum með aðstoð síma og loftskeyta. Á gamalsaldri skrifaði hann brot úr endurminningum sínum og getur þá þessa ferðalags. Ég var með margar þúsundir króna í fórum mínum, segir hann, sem voru eign fjölda manna, er þá voru í þann veginn að stofna Kaupfélag Þingeyinga. Á leiðinni yfir ána var ég alltaf að hugsa um, hvernig færi, ef ég kæmist ekki yfir, og allir þessir menn misstu fé sitt. Eftir marga tugi ára var lionum þessi tilfinning enn minnisstæðust af öllu, sem fyrir hann hafði komið í ferðinni. Það var rétt, að hér var mikið í húfi. Ef Jakob Hálfdanarson hefði liorfið niður um isinn á Laxá, hefðu, eins og hann segir, margir menn orðið fátækari en þeir voru, en afleiðingar- nar hefðu orðið fleiri. Elzta samvinnufélag landsins hefði ekki tekið til starfa á næsta sumri, og sjálfsagt ekki á næslu árum. Það er ekki víst, að samvinnustarfið hefði þá hafizt í Suður-Þingeyjarsýslu, og vera má, að saga félagskaparins mun skemmri en raun er á. Ferðamaðurin sjálfur líklega gleymdur utan sveitar sinnar og héraðs. En hann var ekki að hugsa um það, og ekki heldur um lífshættuna eina. Hann var að hugsa um vonbrigði og skaða annarra. Trúnaðarstarfið lá honum þyngst á hjarta á meðan skemst var milli lífs og dauða. Þannig er trúmenskan, þegar á reynir. Þannig er hugsunarháttur þeirra manna, sem framför heimsins byggist á. Það er þeirra lið, sem er betra en tfu annara. Með atbeina slíkra manna reis samvinnuhreyfinginn á legg. Án þeirra er hún bóla á lygnu vatni, aflvana fædd, svipvana dáin. Án þeirra lækkar það og smækkar, sem einu sinni var mikið, eins og sú jurt fölnar, sem rótana missir. íslenzkir samvinnumenn eiga margs að minn- ast; fyrst og fremst þeirra, er sýndu trúmennsku í starfi, sem létu sér eins annt um annara hag og sjálfra sín, rnanna, sem unnu til þess að vinna og aldrei brugðust. Þessir menn voru margiir á morgni hinna fyrstu félaga, og þeir eru enn margir, sem betur fer. Surnir voru trúnaðar- menn eða starfsmenn félaganna, sem skyldan og samvizkan bauð, hvenær sem þeim gafst tækifæri til. Þeir skiptu við félögin, þótt betra væri i boði um stundarsakir, stóðu í skilum um efni fram, tóku málstað félagsins, ef á það var hallað, töluðu kjark í aðra, beittu hugarorku sinni til að skygnast inn á ónumin lönd betri tíma. Það er eitt af aðalsmerkjum samvinnufélags- skaparins, að hann getur ekki verið án góðra manna, ekki án þeirra, sem hugsa um annara hag. Snilligáfur og dugnaður geta skapað mikinn auð, fundið upp nýjar vélar og orkugjafa, sigrað menn og þjóðir, drottnað yfir löndum og álfum um stundarsakir. En samvinnufélögin þurfa það og meira. Nú eru flestar stórar ár brúaðar, og sjaldan þörf á að hætta lífi sínu í vatnsföllum. En ennþá þarf hugarfar bóndans, sem einu sinni fór yfir á og reyndi þar sinn innri mann. G. G. Flokkslínan. Blöð vor hafa frætt landslýðinn á því, að austur í Rússaveldi leggi vald- hafarnir hart að skáldum og lista- mönnum, að leggja aukna flokkspóli- tíska sannfæringu í verk sín. Sem dæmi um það, til hvers er ætlast, er eftirfarandi klausa úr blaði nokkru, sögð úr skáldverki, sem uppfyllir allar kröfur opinbers eftirlits. Vér leggjum út lauslega: Þau voru farin að óttast, að brúð- kaupsgestirnir ætluðu aldrei að komast af stað. En nú voru elskendurnir ein eftir. „Loksins, loksins, elskulega Sonja,“ sagði hann og lagði handlegg- inn utan um mittið á henni með afli Stalin-dráttarvélar, módel 1948. „Loksins fáum við ofurlítið næði til þess að spjalla um hina gífurlegu aukningu kornframleiðslunnar, sam- kvæmt hinni dásamlegu fimm ára áætlun hins óviðjafnanlega landbún- aðarráðuneytis Sovétríkjanna ....“ 22

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.