Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1948, Síða 23

Samvinnan - 01.11.1948, Síða 23
Svipir samtíðarmanna: Costello ekur ekki seglum eftir vindi ASÍÐASTLIÐNU ári skipti Eire á löng- um, renglulegum, heimsfrægum forsætis- ráðherra, sem eyddi tómstundum sínum í vangaveltur yfir geysiflóknum stærðfræðifor- múlum, fyrir lágvaxinn, herðibreiðan lög- fræðing, lítt kunnan utan heimalandsins, en orðlagðan í Dublin fyrir lögspeki, og kunna þó margir þar í borg góð skil á lögum og rétti. Þegar hinir sundurleitu flokkar írlands sem sjaldan voru sammála um neitt nema það, að vinna gegn De Valera og Fianna Fail flokki hans, svipuðust eftir eftirmanni, sem allir gætu sætt sig við, eftir kosningar- nar í fyrra, náðist fljótlega samkomulag ura John A. Costello. Þeir, sem gamlir voru í hettunni, mundu gjörla þjó'nustu hans í ráðuneyti Cosgraves á árunum 1922 — 1932, þegar Costello hækkaði úr venjulegum lög- fræðingi í dómsmálaráðherra árið 1926. Yngri mennirnir mundu vel hlutdeild hans í Dail Eireann (þinginu) á árunum 1932 — 1943. Og allir þekktu hin snjalla lögfræðing af orðspori. „Hæfileikamaður“ var dómur, er hann fékk hjá írsku blöðunum, er það vitnaðist að hann hefði verið valinn til þess að mynda ríkisstjórn. Kunnugt var, að hann var krist- inn maður, og margir þóttust merkja einurð og stöðuglyndi í skapgerð hans er telft var um grundvallaratriði. Því hefur verið spáð, að það muni ekki verða stjórnarhættir á Ir- landi, að aka seglum eftir vindi, meðan hans nýtur við í forsætisráðherrastóli. TVENNA merkjasteina á lífsleið Costello liafa margir írar gaman af að sjalla um Annar þeirra er tengdur sögu og lífsmögu- leikum lýðveldisins. Costello var mikill áhrifamaður á ráðstefnu þeirri í London, sem fjallaði um aðstöðu samveldislandanna innan heimsveldisins, er það var þessi ráð- stefna, sem batt endahnútinn á sjálfstæðis- baráttu íra eftir fyrri heimsstyrjöldina. Hinn merkjasteinninn er orðstír sá, sem hann hef- ur í lögbókasafninu í Dublin. Þar hittast að jafnaði fremstu lögspekingar landsins, og þar er sá háttur jafnan á hafður, að sýna yngri mönnum og óreyndum fyllstu tillitssemi og kurteisi. Lögfræðingur, sem er að undirbúa fyrsta mál sitt, getur gjarnan gengið á fund hvers þess lögfræðings, sem hann lystir þar, og spurt hann ráða. Þessi tengsl Costello við þessa virðulegu stofnun og orðstír hans þar, forðuðu þvi þeg- ar, að nokkur undraðist það, að þegar að því kom að velja ráðherra í nýju ríkisstjórn- ina, festi hann augun á allmörgum gömlum félögum frá lögbókasafninu og gerði þá að ráðherrum. Fara þeir sumir með hin vanda- sömustu mál ríkisins, svo sem dómsmál, fjár- mál og utanríkismál. Costello lét ekki á sér standa að gefa þjóðinni skýrslu um, hvert yrði viðhorf ríkisins til alþjóðamálanna, er hann hafði tekið við embætti. Hann sagði þá m. a. þetta: „Það voru góð forlög, sem forðuðu landi voru frá ófriðnum, en ekki herra De Valera. Þessi staðreynd leggur oss á lierðar þá siðferðislegu skyldu, að rétta þeim þjóðum hjálarhönd, sem harðast urðu úti. Vér erum smáþjóð, sem höfum byggt upp ríki vort á kristilegum grundvelli, og oss ber skylda til að rannsaka gaumgæfilega, hvert liðsinni vér getum veitt til þess að jafna alþjóðleg deilumál og rótfesta sann- kristinn frið í milli [íjóðanna. Vér getum ekki birgt þjóðirnar að vopnum, en vér get- um miðlað {teim anda vorum." IANNARRI ræðu sagði Costello m. a. þetta: „írland stendur nú nær Bandaríkj- um Norður-Ameríku en nokkru sinni fyrr. Það er staðreynd, að land vort liggur mitt í milli gamla og nýja heimsins, og aðeins í nokkurra klukkustunda flugs fjarlægð frá Bandaríkjunum. í þessari landfræðilegu af- stöðu er skýrð nauðsyn þess, að vér ástund- um sérstakt vinfengi við Bandaríkjaþjóðina og viljum eiga við liana samvinnu til þess að tryggja öryggi vort fyrir hugsanlegum árásum. En vér óttumst ekki árásir. Vér er- um þess fullvissir, að Bandaríkjaþjóðin mun sjá svo um, að engum takist að nota latid vort sem flugvélamóðurskip í styrjöldum framtíðarinnar." Þessar tilvitnanir í ræður hins írska stjórnmálaforingja gefa nokkra hugmynd um stöðu hans og stjórnar hans til alþjóðamála. AÐ verður ekki sagt, að Costello hafi hagnast á því persónulega að taka við stjórn ríkisins. Laun þau, er Eire greiðir for- sætisráðherra sínum, eru sem svarar GO þús- und íslenzkum krónum á ári. Kunnugir segja, að málafærsla Costello hafi fært honum þá uphæð tvöfalda á ári hverju. Aðal „hobby“ hans er golfleikur, og nú saknar hann þess, að sjaldnar gefst tækifæri til þess að stunda þá íþrótt en áður var. Tómstundimar eru færri. Síðustu vikurnar hafa þær þar að auki verið með fæsta móti. Utanríkisráð- herra Costello, Sean McBride, var sendur til London til viðræðna við brezka ráðherra. Svo er að sjá, sem ætlun Costello-stjórnarinnar sé að slíta síðustu tengslin við brezka heims- veldið og brezku krúnuna. Verði sú raunin á, hefur Costetto rekið smiðshöggið á það verk, sem hann átti mikinn þátt í að hefja með samningunum i London, er fullveldi Eire var fyrst viðurkennt. írskir þjóðernis- sinnar munu þó telja, að enn skorti nokkuð á, að hægt sé að nefna smiðshögg í þessu sambandi. Norður-írland lýtur Bretum enn, og er það þyrnir í augum fjölmargra íra. Vel má vera, að Costello hugsi sér að hreyfa einnig því viðkvæma máli. En um það hefur ekkert verið sagt ennþá. John Costello er var- færinn maður, sem ekki færist of mikið í fang í senn. En hann hefur heldur ekki hlot- ið orð fyrir einurð og stöðuglyndi að ástæðu- lausu. Vel má svo fara, að þetta viðkvæma deilumál komizt á dagskrá að hans tilhlutan áður en valdasól hans gengur til viðar. SÝNISHORN RÖKVÍSI. Blöð kaupsýslumanna hafa nú hafið herferð mikla til þess að koma tvöföld- um skatti á samvinnumenn. Morgun- blaðið hefur farið fyrir liðinu, en minni spámennirnir komið í humátt á eftir. Málið er flutt meira af kappi en forsjá og stundum lítt gætt hófs í rök- semdafærzlunni. Sýnishorn rökvísinn- ar og sanngirninnar er að finna í tíma- ritinu „Frjáls verzlun“, sem naumast stendur undir nafni. Þar segir svo ný- lega: „Að það sé ekki sanngjarnt og æski- legt, að kaupfélögin greiði skatt af þeim arði, sem þau endurgreiða félög- um sínum, er álíka og ef lilutafélag greiðir hluthöfum arð, en þarf engan skatt að greiða af þeirri upphæð, er til arðútborgunar kemur. ..." 23

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.