Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1948, Page 26

Samvinnan - 01.11.1948, Page 26
ÍRAN (Framhald af bls. 14) miðstöð heimsmenningarinnar. En á tólftu öld hófust hinar eyðileggjandi innrásir frá steppum Asíu. Voru það einkum Tyrkir og Mongólar. Þeir lögðu margar af borgum íraks í eyði og brytjuðu niður mannfólkið. Og síðast en ekki sízt: áveitukerfið, höfuð- stoð landbúnaðarins í írak, var gjör- samlega eyðilagt. Mikið af því lands- svæði, sem nú tilheyrir írak, var lagt í rúst og breytt í eyðimörk. ■f DAG eru farnir að bærast nýir 1 straumar í írak, straumar, sem flytja með sér véltækni og lýðræði frá löndunum að vestan. Ábyrgir leiðtogar í írak beina nú kröftum sínum að því að vekja landið til nýs lífs, auka fram- leiðsluna og sigrast á menntunarskort- inum. Áætlanir um ný áveitukerfi gefa góðar vonir um, að írak verði aftur frjósamt land, auðugt kornforða- búr eins og forðum. Og þar á ofan er írak orðið „olíuland“. Framtíð lands- ins hefur því mjög niikla þýðingu í augum umheimsins. Gott tákn þess skapandi máttar, sem nú er að vakna í írak, er Fornminja- ráð íraks. Á síðustu hundrað árum hafa farið fram umfangsmiklar forn- minjaransóknir í landinu, sem leitt hafa í ljós, hvernig háttað var um fornmenningu Sumería, Akkadía, Ba- býloníumanna og Assyríumanna. — Fjöldinn allur af borgum og bæjum hefir verið grafið úr jörðu. Aragrúi af fornum gripum og skráðum heimild- um hefur komið í ljós við þessar rann- sóknir. Heil tímabil menningarsög- unnar, sem áður voru óþekkt, hafa verið leidd fram í dagsins ljós. En allt þetta hafa vestrænar stofnanir og er- lendir vísindamenn afrekað. írakbúar sjálfir hafa sökum fátæktar sinnar og menntunarskorts, enga hlutdeild getað átt í því að draga fram í dagsljósið hina tilkomumiklu fornmenningu sína. FYRIR tuttugu árum var fornminja- ráð stofnsett og um leið var ofur- litlu safni komið á fót. Það byrjaði með tveimur eða þremur starfsmönn- um, en nú er þetta orðið lieilmikil stofnun. Margir starfsmannanna hafa hlotið menntun sína í vestrænum stofnunum og hjá erlendum lærdóms- mönnum. Eftir að heimsstyrjöldin síð- ari brauzt út, höfðu vestrænar stofnan- ir ekki aðstöðu til þess að halda uppi neinni fornminjastarfsemi, enda voru írakbúar sjálfir orðnir því vel vaxnir að taka við. ELZTI fornminjahaugurinn, sem Fornminjaráð íraks tók til rann- sóknar, var Hassuna í Norður-írak, um tuttugu mílur fyrir sunnan borg- ina Mosul. Þarna liafa menn fyrst haft aðsetur um 5000 f. Kr., eða fyrir um 7000 árum. Talið er líklegt, að frum- byggjar þessir hafi verið hirðingjar og veiðimenn fremur en bændur. Hins vegar sýnir útgröfturinn, að menn hafa fljótlega farið að stunda staðbundinn búskap, og er þetta einn hinna elztu slíkra staða, sem sögur fara af. í rústum Hassuna hafa fundizt m. a. hlújárn úr steini, ljúir úr tinnu, korn- byrður og enn fremur mikið af leir- kerum, bæði skreyttum og óskreyttum. Húsin hafa verið byggð úr óbrenndum leir, og voru vistarverurnar settar þannig, að þær mynduðu eins konar garð, en þar voru húsdýrin höfð að nóttunni. Þessi ævaforna skipan hefur, þrátt fyrir allar umbyltingar, varð- veitzt gegnum aldirnar allt fram á vora daga. NÆST Hassuna að aldri er Uqair um fimmtíu mílur fyrir sunnan Bagdad. Þar hófst byggð um þúsund árum síðar en í Hassuna. Langmerki- legast-i fornleifafundurinn í Uqair er „Málaða musterið". Eftir því sem bezt verður séð, hefur aðalbyggingin verið stór salur með altari í öðrum enda, og fjögur minni herbergi á hvora hlið. Musterið var byggt á hjalla, sem aftur hvíldi á D-mynduðum fleti. Það vakti furðu þeirra, sem unnu að útgreftinum, að innveggir musterisins voru þaktir vegglímsmyndum. Hvar- vetna þar sem veggir voru lítt skemmd- 26

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.