Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1948, Síða 28

Samvinnan - 01.11.1948, Síða 28
MÓÐIRIN OG BÖRNIN borða aðalmáltíð sína um miðdegis- leytið.og er aðalefni hennar venjulega kjötkássa eða steikt hrossakjöt ásamt með grænmeti, og lítið eitt af ávöxt- um á eftir. Heimilisfaðirinn borðar aðalmáltíð sína, þegar hann kemur heim frá vinnu, og þar eð vinndagur- inn er átta stundir, líða því átta stund- ir á milli máltíða. Um klukkan sjö að kveldi sezt fjölskyldan að léttum kvöldverði og fær þá brauð, grænmet- issúpu og kannske ofurlítinn ostbita, ef buddan leyfir það. Iðulega er hvorki um að ræða kjöt eða fisk síðustu viku mánaðarins. Þetta kemur harðast við Georges, því að hann er að vaxa, en hjónin hafa lært að herða á mittisól- inni, og yngri börnin tvö fá mjólkina sína. Mjólk er ekki nægileg fyrir alla svo að yfirvöldin hafa tekið upp skömmtun á henni og gengur hún að mestu leyti til ungbarna. Eitt af því, sem póstmaðurinn á einna erfiðast með að sætta sig við er það, að hafa ekki lengur efni á að kaupa sér vín með matnum. Frakkar eru aldir upp við að neyta víns með báðum aðalmáltíðum, og í gamla daga fyrir stríðið gat jafnvel hinn aumasti betlari keypt sér vínglas til þess að hafa með brauðskorpunni sinni. En fyrir fólk eins og Lefebvrehjónin er vín orðið óhófsvara, sem þau hafa ekki efni á að veita sér, því að jafnvel ódýr- asta tegund kostar 50 franka flaskan. Meðan heimilisfaðirinn var að tala við mig, hafði húsmóðirin lokið við að skrifa upp lista yfir daglegar neyzlu- vörur. „Þetta er það allra minnsta, sem eg kemst af með, sjáið þér,“ segir hún. „Hundrað franka fyrir mjólk, 48 fyrir brauð, 150 fyrir ofurlítinn kjötbita eða fisk, 150 fyrir grænmeti og um 50 franka fyrir ýmislegt smávegis eins og t. d. gervikaffi og þess háttar. Þar á of- an er brauðskammturinn ónógur, og þegar eg er búinn með alla skömmtun- armiðana, verð eg að kaupa brauð á svörtum markaði fyrir nærri tvöfalt verð.“ Með því að eyða 500 frönkum á dag fyrir matvæli, verður sú útgjaldahlið til jafnaðar 15.000 frankar á mánuði — obbinn af öllum tekjum póstmanns- ins. Þar að auki þarf svo að kaupa kol og við til upphitunar, sem er jafnaðar- 28 lega um 3.500 fr. á mánuði, rafmagn 320 fr. og gas 300 fr. Húsaleigan er ekki nema 235 frankar á mánuði, og er hún svona lág, af því að þau búa við fyrirstríðs leigukjör. Fyrir þau fáu hundruð franka, sem afgangs eru, þegar séð hefur verið fyr- ir brýnustu nauðsynjum, geta þau hjónin vitanlega ekki keypt mikið af fatnaði eða fyllt í skörðin, þegar bús- áhöld eða aðrir heimilismunir ganga úr sér eða brotna. Þau hjónin hafa ekki keypt sér nein föt síðan fyrir stríð, að undanskildum einum slarkskóm, sem Lefebvre fékk þegar hann kom heim frá Þýzkalandi. Fatabirgðir hans eru tvennar marg- stagaðar, gráar flónelsbuxur, tvær skyrtur, ein peysa og loks gærufóðruð stórtreyja, sem er jólagjöf frá móður- systur hans, sem á heima í sveitinni. Annað en þetta á hann ekki af fötum. Einkennishúfan hans, er landsstjórnin hefur látið honum í té, sem eins konar tákn hins dökkbláa einkennisbúnings, sem ráðgert er að hann fái einhvern tíma, er að sjálfsögðu þjóðareign. Fatabirgðir húsmóðurinnar eru álíka fjölskrúðugar, enda segir hún, að ef tímarnir batni ekki, neyðist hún til að taka niður gluggatjöldin og sauma sér kjól úr þeim. Sem stendur á hún einn átta ára gamlan svartan kjól, einn ljósbláan slopp eða morgunkjól, tíu ára gamla kápu, eina svarta skó finn- anhúss gengur hún venjulega á flóka- skóm) og gamlan, svartan hatt, en daginn sem eg heimsótti hana, var hatturinn í láni hjá konu, sem þurfti að klæðast sorgarbúningi, en átti ekk- ert viðeigandi höfuðfat. Þar við bætast fáeinar flíkur nærfatnaðar og einn hálsklútur úr silki, sem hún gætir eins og sjáaldurs auga síns, og er þá allt talið. Frú Lefebvre brosir beisklega, þegar ég spyr hana, hvað fjölskyldan geri sér svo til skemmtunar. „Ég fer ekki út fyrir húsdyr, nema til að kaupa það, sem heimilið þarfnast,“ segir hún. „Á kvöldin sitjum við heima. Maðurinn minn er of þreyttur eftir erfiði dagsins til þess að heimsækja kunningjana, og við höfum heldur ekki efni á að bjóða þeim hingað, svo það er best að hafa það eins og það er. Á sunnudög- um sitjum við heima allan daginn hjá börnunum." „Við sneiðum hjá freistingunum á þennan hátt,“ skýtur póstnraðurinn inn í. „Ja, það voru nú sunnudagar, sem vert var um að tala, fyrir stríð- ið. . . . Þá gengum við oft úti, brugð- um okkur svo inn í veitingastofuna hérna á horninu og fengum okkur eitt lítið glas, fórum svo í bíó seinni partinn, og ef veðrið var gott, geng- um við okkur til skemmtunar í Bou- logne-skóginum. Þá leið okkur vel, höfðum alltaf vín með matnum og nóg af hollum og góðum mat, og ef okkur langaði til að eignast eitthvað sérstakt, þá var ekki annað en að spara saman fyrir því.... En það, sem er þyngst af öllu, er að geta ekki gert meira fyrir börnin okkar.“ Lefebvre er meira en í meðallagi greindur maður. Hann hefir ekki eins og margir félagar hans, snúið sér að kommúnismanum, sem einskonar alls- herjar hjálpræðis og læknisdóms fyr- ir Frakkland. Eigi að síður gerir hann sér þó fulla grein fyrir hinu alvarlega ástandi í frönsku stjórnmálalífi, eins og raunar flesdr Frakkar. „Þeir Frakkar, sem fylgja Komm- únistum að málum, gera það af þv, að þeir gera sér ekki grein fyrir, hvert sú stefna leiðir,“ segir hann. „Það, sem við þörfnumst nú, er raunveru- legur verkamannaflokkur, flokkur, sem vill af heilum hug vinna að heill hinna vinnandi stétta, flokkur, sem hin vinnandi stétt getur borið traust til. Sem stendur hafa engir, nema þeir róttæku, trú á nokkrum stjórnmála- flokki, ef þeirri einföldu ástæðu, að enginn stjórnmálaflokkur reynir af al- vöru að fylgja fram stefnumálum sín- um, en það leiðir aftur af sér hina mestu ringulreið, og hagur þjóðarinn- ar fer stöðugt versnandi.“ Þegar ég spurði hann um, hvort nokkur von væri til að slíkur flokkur væri í uppsiglingu, yppti hann öxlum. „Það er sennilega þjóðinni sjálfri að kenna,“ svaraði hann. „Það er eins og við getum ekki sameinast um neitt, og afleiðingin verður svo þessi aragrúi af smáflokkum, sem ekki hafa bol- magn til að koma neinu til leiðar." (Lauslega þýtt.) FORSÍÐUMYND, og myndir frd Siglufirði eftir Guðna Þórðarson.

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.