Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1948, Page 30

Samvinnan - 01.11.1948, Page 30
stofum Garvloits. Norðmenn þeir, sem komu tií Amster- dam í trjáviðarflutningum — flestir þeirra affeimdu þó í Purmurende eða Alkmar — voru fastir viðskiptavinir þar. Elísabet spjallaði oft við þá, vegna þess að þeir voru landar hennar. Og kæmist hún af tilviljun á snoðir um það, að einhver þeirra hefði verið í langferðum, hafði hún lag á að láta það berast í tal, hvort sá hinn sami hefði nokkurs stað- ar heyrt nokkuð um sjómann, sem hún þekkti að heiman, Sölva nokkurn Kristjánsson frá Arnardal. Elísabet var að eðlisfari gædd sterkum viljakrafti, og á þessu heimili, þar sem hún í rauninni réð öllu, sem hún vildi, þroskaðist þessi eiginleiki hennar verulega. Það var jafnvel ekki alveg laust við, að húsmóðir hennar, mad- dömu Garvloit, fyndist ekki nóg um, hversu einráð hún var og áhrifamikil á lieimilinu. En dugleg var hún og hugsunarsöm, og þegar sá gállinn var á henni rázkaði hún öllu á heimilinu og gleymdi þá stundum í ákafanum að taka nægilegt tillit til boðs og banns húsmóðurinnar. Það vildi þá til láns, að maddama Garvloit var sérlega hógvær í lund, enda lét hún aldrei beinlínis í ljósi, að henni þætti í nokkru fram hjá sér gengið. Þó fann hún stundum að því, að Elísabet sýndi ekki verzlunarmanninum unga, frænda frúarinnar, nægilega nærgætni og kurteisi. Elísabet svaraði henni þá stundum fullum hálsi og sagði, að sér þætti pilturinn leiðinlegur. En maddama Garvloit taldi, að ung og veluppalin stúlka ætti að kunna sig svo vel, að hún dyldi slíka andúð. En Elísabet var þvert um geð að leggja á sig nokkrar slíkar hömlur, og fannst það ósann- gjarnt, að nokkur ætlaðist til þess, að hún léti sem sér þætti það viðfelldið og skemmtilegt, sem henni fyndist þó í raun- inni óviðfelldið og leiðinlegt. (Tramhald). í Noregi myndu segja, þegar þeir fréttu, að Garvloit skip- stjóri og útgerðarmaður væri orðinn óbreyttur veitinga- maður. Og víst skipti það mestu máli, að þau gætu bjargazt upp á eigin spýtur. — Og svo var það mikill kostur og huggun, að með þessu móti gætu þau haldið Elísabet á heimilinu. Frú Garvloit sætti sig þannig sæmilega við þetta nýja hlutskipti og reyndist ötulli og áhugasamari í stöðu veit- ingakonunnar en maður hennar hafði þorað að gera sér vonir um að óreyndu. Það hefði líka verið þungt áfall fyrir hann, ef hún hefði snúizt gegn þessu úrræði hans, því að venjulega tók hann mikið mark á vilja hennar og skoðunum, enda var hún greindari og gætnari en hann sjálfur. Þetta er í stuttu máli forsaga þeirra tíðinda, að mánu- dagsmorgunn nokkurn ljómuðu logagylltir stafir á blá- um grunni yfir einum götudyrunum við fjölförnu götuna á skurðbakkanum niðri við höfnina í Amsterdam: „Stjarn- an“ var orðið, sem þar gat á að líta, og reynslan leiddi það ótvírætt í ljós, að „Stjarnan“ sú hafði runnið upp á réttri stundu og á réttum stað. Veitingastofurnar fyllt- ust nærri því samstundis af sjómönnum — bæði sú, sem var á neðri hæðinni, og eins salurinn uppi á loftinu, og viðskiptin blómguðust og blessuðust vel í alla staði. Garvloit sat gjarnan sjálfur í öndvegi bak við afgreiðslu- borðið í hinni hreinlegu veitingastofu sinni. — Á framenda borðsins var þyrping af steinkollum með tin- lokum, en innst við vegginn var kassi með reyktóbaki í pappírspokum, en hollenzkar krítarpípur af ýmsum gerðum stungu munnstykkjunum upp úr kassanum. Garv- loit tróð sjálfur tóbaki í pípuhausana og rétti þær gest- unum í hvert sinn, er þeir fengu aðra afgreiðslu. Undir þeim hluta borðsins, þar sem steinkollurnar stöðu, fólst öltunnan og teygði spegilfagran kranahálsinn yfir barminn á dropabyttunni. Á hillunum að baki Garv- loits var skrautlegt flöskusafn, og þar skörtuðu meðal annars fáeinar axlabrattar, dökkgrænar flöskur með hol- lenzku einiberjabrennivíni. Elísabet hafði í mörgu að snúast sem forstöðukona veit- ingahússins. Hún stóð þó sjaldnast gestunum sjálf fyrir beina, nema þegar sérlega mikið skyldi við haft í salnum uppi á loftinu. Öðru hverju kom hún þó niður í stofurnar á neðri hæðinni til þess að ganga úr skugga um, að allt færi þar fram eins og vera bæri og ekkert vantaði Vafalaust átti orðrómurinn um „Elísabet hina fögru í „Stjörnunni““ ekki svo lítinn þátt í því að auka aðsóknina að veitinga- Morgun einn, þegar Elísabet átti annríkt við hússtörfin, gekk hún hratt í gegnum veitingasalinn. Við eitt smáborð- anna sat skeggjaður maður í blárri siðtreyju. Full ölkolla stóð á borðinu fyrir framan hann. Einhvern veginn fannst henni, að hann hlyti að vera stýrimaður eða skipstjóri, og hafði hún þó naumast gefið sér tóm til að líta á hann, hvað þá heldur að virða hann nánar fyrir sér. En eitthvað í fari mannsins hlýtur þó að hafa vakið athygli hennar, þótt hún gerði sér naumast grein fyrir því sjálf í svipinn, því að í dyrunum sneri hún sér andartak við og leit til hans um leið og hún hvarf út úr stofunni. Hún sá, að hann horfði á eftir henni, fölur á svip og hljóður. Ekki var hún fyrr komin út úr gættinni, en henni var ljóst, að þessi maður var enginn annarr en Sölvi Kristjáns- son. Elísabet staldraði skjálfandi við, þegar hurðin lokað- 30

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.