Samvinnan - 01.11.1948, Blaðsíða 31
ist á hæla henni. Skyndilega var hún komin í sterka geðs-
hræringu. Hún fitlaði andartak við handfangið, auðsjáan-
lega í vafa um, livort hún ætd að voga sér að ganga inn í
stofuna aftur. Og áður en hún hafði raunar ákvtðið þetta,
var hún ósjálfrátt búin að snúa handfanginu. Hurðin opn-
aðist, og Elísabet gekk kafrjóð og undirleit þvert yfir gólfið
aftur. Þegar hún gekk fram hjá Sölva í þetta skipti, draup
hún örlítið höfði, svo sem í kveðjuskyni. Hún var þegar
komin að dyrunum andspænis, þegar hún heyrði lágan,
bitran hlátur að baki sér. Þá sneri hún sér skyndilega að
honum aftur og leit djarflega á hann, mikillát á svip.
„Góðan dag, Sölvi Kristjánsson!“ sagði hún rólega og var
nú aftur örugg í fasi.
„Góðan dag, Elísabet,“ svarði hann dálítið hás í rómn-
um og reis í hálfgerðu fáti úr sæti sínu.
„Ert þú á skipi hér í Amsterdam?"
Hann settist aftur, því að nú var eitthvað í látbragði
hennar, sem aftraði því, að hann nálgaðist hana frekar í
orðum eða æði.
„Nei — í Púrmurende. — Eg kom bara hingað til þess
að-----.“
„Þú ert þá í trjáviðarflutningum, býst eg við?“
„Já, Elísabetl“ dirfðist hann að bæta við í öðrum og við-
kvæmari rómi en áður.
En nú varpaði hún á hann kveðju með sama stærilædnu
og áður og fór leiðar sinnar.
Sölvi sat um stund, klemmdi saman varirnar og starði
niður fyrir fætur sér. Þegar Elísabet hafði snúið sér við í
dyragættinni áðan, hafði hann fundið það á sér, að hún
mundi koma aftur. En sá samfundur þeirra hafði orðið
meða nokkuð öðrum hætti en hann hafði hugsað sér. Hann
var orðinn ekki svo lítill harðstjóri að eðlisfari. Og þegar
stúlkan hafði nálgast svo auðmjúk og iðrandi, hafði þessi
harðstjóri í brjósti hans óðar setzt í dómarasætið. Hann
vildi fyrst sjá þessa ungu og fögru stúlku beygja sig iðrandi
og auðmjúka í duftið fyrir fótum hans — þá skyldi hann
fyrirgefa henni og elska hana með allri þeirri brennandi
ástríðu, er bjó undir hinu kalda og hrjúfa yfirborði vík-
ingsins.
En á þeirri stundu, er Elísabet reis stolt og virðuleg gegn
honum, lyfti fagra andlitinu djarfmannlega og horfði ró-
lega í augu við hann, fannst honum hann ennþá fjarlæg-
ari henni en hann var, þegar breið heimshöf og hálf ver-
öldin skildi á milli þeirra.
Þegar Sölvi sat þarna einn eftir, fylltist hugur hans smám
saman sárri og örvæntingarfullri bræði gegn honum sjálf-
um. Hversu keik og stolt var þessi stúlka! Og hversu lítill,
smámunasamur og vesæll var hann sjálfur í samanburði
við hana! Þegar hér var komið hugleiðingum hans, sló
hann ölkollunni, sem hann hafði verið að rjála við, hart
í borðið, spratt á fætur og þaut út.
Síðari hluta dags reikaði hann lengi um steinbryggjurn-
ar við höfnina og var í þungum þönkum. Öðru hverju
staldraði hann við og starði þunglyndislega á skipin, sem
lágu þar við festar eða flutu undan landi. Þaulæft sjó-
mannsauga hans þekkti strax á ýmsum ummerkjum, hvers
konar skip þetta voru. Breiða skútan, veðruð af sól og regni
og snjáð af þungum brimum heimshafanna, var kaffi-
flutningaskip frá Jövu. Koparþynnurnar á byrðingnum
voru þaktar spansgrænu og hrúðurkörlum. Þarna var skip,
sem bersýnilega flutd járnvörur og annan þungavarning
landa á milli. Lestarhlerar og karmar voru sundurtættir af
hörðum hornum og brúnum óþjálla vörubagga, er slegizt
höfðu við, meðan á fermingu og affermingu stóð. Þriðja
skipið, hvítgrátt af storknaðri sjávarseltu, sigldi með sykur
og romm til Vesturindía. Og loks var hvalveiðaskipið, sem
komið var norðan frá Svalbarða, auðþekkt á sterklegu,
klunnalegu byggingalagi og tunnunni efst á stórsiglunni.
Sölvi sá í anda kjölfarið djúpa og langa, sem sérhvert
þessarra skipa dró á eftir sér um úthöfin á rótlausu og eirð-
arlausu flakki sjómannsins úr einni höfn til annarrar úd
um víða veröld. Og hann fann til þess með vaxandi skelf-
ingu, hve mjóu munaði, að hann lenti sjálfur í slíku flakki
á nýjan leik .Allt var það undir Elísabet komið, hvort hann
hyrfi aftur til síns fyrra lífs, eða byrjaði nýtt og betra líf,
sem bundið væri heimili og ættjörð. En ekki var hann von-
góður um úrslitin þessa stundina.
Sölvi var ekki þannig skapi farinn, að honum væri tamt
að fresta því, sem fram átti að koma. Og þegar hann gekk
inn í borgina aftur, var hann ákveðinn í því, að láta þegar
skríða til skarar og knýja fram skýra og endanlega ráðn-
ingu þeirrar miklu örlagagátu, sem hugur hans glímdi við.
Þó fannst honum nauðsynlegt, að Elísabet gæfist tóm til að
jafna sig ofurlítið eftir þennan fyrsta endurfund þeirra,
því að hann óttaðist, að áhrif hans hefðu ekki verið sem
heppilegust til sátta og fulls skilnings þeirra á milli og væri
því bezt, að sú endurminning þokaðist í nokkra fjailægð,
áður en hann færi aftur á hennar fund.
Veður hafði verið haustlegt um daginn og loftið þungbú-
ið og þokufullt. En nú tók að rofa fyrir einstökum, bláum
heiðríkjublettum milli skýjabólstranna. Og þegar Sölvi
gekk yfir brúna á skipaskurðinum, brauzt síðdegissólin
skyndilega fram úr sortanum og varpaði björtum Ijóma á
húsin við götuna og speglaðist dýrlega í gluggarúðunum.
Uppi á lofti í húsi Garvloits stóð Elísabet við opinn
glugga. Henni hafði einnig fundizt þörf á að vera ein með
hugsanir sínar þennan dag. Sölvi kom auga á hana og nam
augnablik staðar til þss að virða fyrir sér þessa ungu og
fögru veru, sem laut yfir gluggakarminn.
„Hún skal verða mín!“ hrópaði hann skyndilega og
ósjálfrátt. Hann þaut eins og elding heim að húsinu og inn
um götudyrnar.
Elísabet heyrði hurðina opnast að baki sér. Þegar Sölvi
stóð allt í einu svo óvænt frammi fyrir henni, hneig hún
andartak niður á stólinn, en spratt jafnskjótt upp, hrædd
og ringluð á svipinn, eins og fjandmaður hefði skyndilega
birzt henni í návígi.
„Elísabet!“ — sagði Sölvi hljóðlega — „ætlar þú að senda
mig aftur út í heiminn? Guð má vita, hvenær eg kæmi þá
aftur.“
Hún svaraði engu, en starði aðeins á hann, náföl og agn-
dofa. Það var engu líkara en að hún stæði ósjálfrátt á önd-
inni og biði þess, að hann segði eitthvað meira.
„Vertu konan mín, Elísabet,” sagði hann biðjandi, —
„Þá mundi eg geta orðið góður maður aftur. Þú hefur
áreiðanlega þegar séð nóg dæmi þess, hversu vesæll og
vondur maður eg er orðinn, af því að eg fékk ekki að njóta
þín.“ (Framhald).
31