Samvinnan - 01.10.1952, Page 2
Útgefandi: Samband íslenzkra
samvinnufélaga.
Ritstjóri: Benedikt Gröndal.
Ritstjórn og afgreiðsla í
Sambandshúsinu, Reykjavík.
Ritstjórnarsími 7080.
Kemur út mánaðarlega.
Verð árgangsins kr. 40.00.
Verð í lausasölu 5 kr.
Prentsmiðjan Edda.
Efni-
Er stóriðja eina leiðin 3
Reistu í verki viljans merki 4
Fyrsta íslenzka iðnaðar-
borgin — fyrir 200 árum 6
F ramleiðslusamvinna,
eftir Eystein Jónsson 7
Strand Persier og járnið
á Dynskógafjöru 9
Ostgerð og ostneyzla,
eftir Jónas Kristjánsson 12
Vinsælir ostaréttir 13
Sýnd vara, en ekki seld 14
Gjöf Borgfirðinga til
Bifrastar 15
Hvor sigrar, Eisenhower
eða Stevenson 16
Heimilistækninni fleygir
fram 18
Stúlkan úr Svartaskógi, ný
framhaldssaga, eftir Louis
Bromfield 28
XLVI. árg. 8—9
Sept.-okt. 1952
FORSÍÐUMYNDIN á þessu hefti er
frá fjárflutningunum miklu í haust, og
sýnir fé koma til hinna nýju heim-
kynna sinna eftir langa ferð í bifreið-
inni. Flutningar þessir voru einhverj-
ir mestu í sögu landsins, enda var
skiptasvæðið að þessu sinni mjög stórt,
meginhluti Suðurlandsundirlendisins.
Guðni Þórðarson tók myndina, en
hann hefur einnig tekið myndirnar
frá Iðnsýningunni og myndina af
Eiríki Þorsteinssyni.
IÐNSÝNINGIN 1952 var tvímæla-
laust einn merkasti viðburður ársins
og hún hefur orðið til þess að opna
augu margra fyrir þýðingu iðnaðarins
fyrir þjóðina nú, og þeim opnu mögu-
leikum, sem blasa við iðnaðinum, ef
vel er á málum hans haldið. í frá-
sögninni af sýningunni var aðeins
leitazt við að lýsa stuttlega sýningar-
deild SÍS, en tókst þó ekki án þess að
eitthvað gleymdist. Á ganginum milli
sýningardeildanna voru sýningar frá
Kaffibætisgerðinni Freyju og Kaffi-
brennslu Akureyrar, og þar var einn-
ig geysimikið og haglega gert línurit,
er sýndi hinn öra vöxt iðnaðarfram-
leiðslu íslenzkra samvinnumanna. Þá
voru þar afmælismerki Sambandsins,
og undir þeim bekkir, sem Jón Karls-
son teiknaði til þess eins að lofa gest-
um að hvila sig, en hafa þó vakið at-
hygli ekki síður en sýningargripir.
EINU ATRIÐI mætti bæta við grein-
ina um kosningarnar í Bandaríkjun-
um, en það er viðhorf þeirra Eisen-
howers og Stevensons til samvinn-
unnar. í stefnuskrám beggja aðal-
flokkanna er lýst stuðningi við sam-
vinnufélög bænda, en demókratar
eru að því leyti raunhæfari í stuðn-
ingi sínum, að þeir taka fram, að þeir
muni beita sér gegn því, að starfsemi
samvinnufélaganna verði heft með
óréttmætri lagasetningu, og er þar
átt við skattabaráttuna. í aðalræðum
sínum til bændastéttarinnar, sem
frambjóðendur fluttu samdægurs á
mikilli landbúnaðarsýningu í Kasson
í Minnesota, kom þetta skýrt fram,
báðir lýstu stuðningi við samvinnu-
féíög bænda, en Stevenson ræddi sér-
staklega um lagasetninguna. Hann
gat þess einnig, að hann væri sjálfur
samvinnumaður, en hann er meðlim-
ur í samvinnufélagi í Illinois og
kaupir flestar nauðsynjar til búgarðs
síns í Libertyville hjá kaupfélaginu
þar.
JÁRNIÐ Á DYNSKÓGAFJÖRU hef-
ur komið allmjög við fréttir dagblað-
anna undanfarnar vikur, vegna hinna
miklu og flóknu málaferla, sem
spunnizt hafa út af eignarrétti og
björgunarrétti þess. Þetta er þó ekki
í fyrsta sinn, sem hér verða flókin
málaferli út af þessu skipi, strandi
þess og björgun, því að 1941 stóðu yfir
málaferli í sjórétti og hæstarétti út
af björgunarlaunum.
Strand Persier, sem járnið flutti,
og afleiðingar þess, eru einn af hin-
um fjölmörgu atburðum, sem hér
gerðust á stríðsárunum, en lítið hef-
ur verið sagt frá opinberlega, enda
þótt óþarfi væri að halda mikilli leynd
um þetta skipsstrand. í þessu hefti
birtir Samvinnan söguna af þessu
skipi, strandi þess hér við land, björg-
un farmsins og skipsins sjálfs, og loks
frá járninu, sem fleygt var á Dyn-
skógafjöru til að létta á skipinu, og
þá þótti ekki þess virði að bjarga og
flytja til Reykjavíkur. Þessa sögu má
setja í flokk með sögunni af E1 Grillo,
olíuskipinu í Seyðisfirði, og má vel
vera, að margar slíkar sögur liggi enn
ósagðar frá stríðsárunum hér á landi.
Væri gaman að grafa þær upp.
OSTAR hafa verið mjög á dagskrá
undanfarnar vikur, þar eð Samband-
ið gerði sérstaka tilraun til að vekja
áhuga á þeim og auka sölu á þeim í
sambandi við Iðnsýninguna. Vakti
sýningareldhúsið þar hina mestu
athygli og áhugi á ostneyzlu og mat-
reiðslu með osti fór sýnilega vax-
andi. Var sýningargestum m. a. gef-
inn ritlingur með uppskriftum osta-
rétta, og er grein Jónasar Kristjáns-
sonar, sem í þessu hefti birtist, for-
máli að því riti. Hér á landi er hægt
að framleiða miklu meira af osti en
nú er neytt í landinu, og er sjálfsagt
að auka ostaneyzluna og hagnýta
þessa möguleika á framleiðslu hollr-
ar kjarnafæðu í landinu sjálfu.
MYNDIN af Jónasi Kristjánssyni
var tekin af Svíanum Jöran Fors-
lund, en myndina af slaghörpunni í
Bifröst af Árna Böðvarssyni.