Samvinnan - 01.10.1952, Side 3
r
Er stóriðja eina
Það er ekki að ástæðulausu, sem margir menn eru hugs-
andi um hag íslenzku þjóðarinnar. Hún býr að vísu við
góð lífskjör, ef miðað er við flestar aðrar þjóðir heims, en
henni hefur aðeins tekizt að halda þessum lífskjörum með
rausnarlegri aðstoð erlendrar þjóðar. Slíka aðstoð er rétt
og sjálfsagt að þiggja á þrengingatímum, svo sem flestar
nágrannaþjóðir okkar gerðu eftir styrjöldina, en það er
fráleitt að treysta á slíkt til langframa. Islendingar verða
því að gera ráðstafanir til þess að verða sem fyrst mat-
vinnungar, en það hafa þeir varla verið undanfarin ár.
Þessu marki verður aðeins náð á tvennan hátt: með því
að draga svo úr lífskjörum fólksins, að núverandi fram-
leiðsla standi að fullu undir þeim, eða auka framleiðsluna
nægilega mikið til að halda uppi lífskjörunum, og jafnvel
bæta þau. Mun fáum blandast hugur um, að Islendingum
beri að velja seinni leiðina, sé hennar nokkur kostur, enda
þótt sjálfsagt sé að afnema ýmis konar hégóma og eyðslu-
semi, sem fest hafa rætur hjá þjóðinni undanfarin ár.
En hvernig á að fara að því að auka framleiðsluna og
gera hana örugga ár frá ári, svo að nægilegt reynist? Erf-
itt mun að treysta á stórfellda aukningu sjávarútvegsins,
þar sem fiskimiðin eru nú þegar talin í hættu af ofveiði.
Enda þótt útgerðin muni með núverandi tækjum skila
stórum meiri arði á aflaárum, en hún hefur gert undan-
farin aflaleysisár, þarf annað og meira til. Landbúnaður-
inn verður áfram hinn trausti hornsteinn íslenzks atvinnu-
lífs og með stóraukinni ræktun og bættum búnaðarháttum
mun hann einnig geta skilað þjóðinni töluvert meiru en
hann hefur gert undanfarið. En erfiðleikar virðast á því
að samræma verð íslenzkra landbúnaðarafurða við heims-
markaðsverð til að gera þær að stöðugri útflutningsvöru,
en jafnvel það kann framtíðin að leysa. Þrátt fyrir þetta
mun landbúnaðurinn ekki frekar en fiskveiðarnar geta
tryggt þá stórfelldu framleiðslu — og tekjuaukningu, sem
þjóðin verður að fá til þess að tryggja framtíð sína.
Þá er ónefnd þriðja stóratvinnugrein landsmanna, eins
og nú standa sakir, en það er iðnaðurinn. Er ástæða til
að staldra við og íhuga, hvort einmitt þar liggi ekki ónot-
leiðin?
aðar auðlindir, óbeizluð orka, sem gæti skapað íbúum
þessa lands bæði afkastaaukningu og öryggi. Þarf ekki
að íhuga þau mál lengi til að komast að þeirri niðurstöðu,
að svo sé, og iðnaðurinn gefi sterkastar og beztar vonir
um framtíðina í þessu landi.
Nýlega er afstaðin mikil iðnsýning í Reykjavík, þar
sem sýnt var, hvað íslendingar hafa þegar gert á sviði
iðnaðarins. Kom þar fram fjölbreytni og atorka í fram-
leiðslu margvíslegs varnings, sem ýmsum mun hafa kom-
ið á óvart. En þó er það ekki framleiðsla á neyzluvöru eða
rekstursvöru í smáum stíl fyrir innlendan markað, sem
hér skiptir mestu máli. Það er stóriðja, þar sem tiltölulega
fáir menn en miklar vélar og mikil orka skapa stórverð-
mæti til útflutnings, sem íslendinga vantar, og einmitt
á þessu sviði eru fyrir hendi möguleikar, sem hagnýta verð-
ur til hins ýtrasta.
A Iðnsýningunni eru myndir af tveim verksmiðjum,
sem þegar er verið að reisa, og teljast til þessarar grein-
ar iðnaðarins. Eru það áburðar- og sementsverksmiðjurn-
ar, en þar munu örfáir tugir manna framleiða verðmæti
fyrir tugi milljóna á ári, byrja á því að spara algerlega
stóra liði á innflutningsreikningum þjóðarinnar og síðar
vonandi hefja útflutning. Báðar þessar verksmiðjur verða
stór lóð á vogarskálum aukinnar framleiðslu, og það er
meira af slíku, sem gefur þjóðinni vonir um aukin afköst,
er tryggja munu lífskjör hennar og bæta.
I grein um Iðnsýninguna segir merkur efnafræðingur,
að það sé „skáldlegur óskadraumur“, sem einhvers staðar
er letrað á sýningunni, að á íslandi sé „gnótt nýtra efna
í jörðu, lofti og legi“. En landið býður fram orku — geysi-
mikla orku í fallvötnum og hverum, og það er einmitt ork-
an, sem er eitt undirstöðuatriði iðnaðar. Hvergi í heim-
inum mun mikil og ódýr orka hafa legið ónotuð til lang-
frama, heldur spretta ávallt upp í kringum hana marg-
víslegar iðngreinar, og undantekningalítið starf og vel-
megun fyrir fólkið.
Hér á landi eru möguleikar til stórvirkjana, sem enn
(Frh. á bls. 26)
3