Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1952, Síða 4

Samvinnan - 01.10.1952, Síða 4
„Reistu í verki viljans merki7' SvipmyrLcÍLr frá /ðnsýmngunm 1952 Það er furða, að Leifur heppni skyldi ekki einu sinni líta við allan septembermánuð, þar sem liann stendur á Skólavörðuhæð í Reykja- vík, þau ósköp sem gengu á rétt fyrir aftan hann. Innan um braggana, þessi hróplegu minnismerki húsnæð- isvandræðanna í höfuðstaðnum, spruttu upp marglitir þríhyrningar og háreist hlið, skreytt miklum kúlna- verkum — táknum atómaldarinnar. Þessi hlið vísuðu veginn í hlaðið við iðnskólabygginguna nýju, þar sem haldin var Iðnsýningin 1952. Innan við aðalhliðið gaf að líta öðru megin fyrstu dieselvélina, sem íslenzkar hendur hafa smíðað, og hinu megin hringsnúandi fiskþvotta- vél, en beint framundan tákn og merki þessarar miklu sýningar: Standmynd- ina Járnsmiðinn eftir Asmund Sveins- son. Nú höfðu menn ekki gefið tíu krónur fyrir tækifæri til að deila um nútíma list, svo að flestir munu hafa einbeitt huganum að öðru, þótt ýms- ir yrðu til að gjóta hornauga til smiðs- ins á hlaðvarpanum. Það hefði verið þjóðráð að halda þarna skoðanakönn- un og spyrja sýningargesti álits á listaverkinu. Iðnskólabyggingin er mikil, rúm- góð og björt og ekki verður annað sagt, en að glæsilegri sjmingu hafi ver- ið haganlega fyrir komið í henni, enda þótt húsið sé byggt sem skólahús, en ekki sýningarhús, en það er tvennt gerólíkt. Hvarvetna voru sýningar og skraut, sem báru vott miklu starfi, umhyggju og yfirleitt smekkvísi. Utan aðaldyra voru skrifuð geysi- stórum stöfum einkunnarorð sýning- arinnar: Hollt er heima hvað. Innan við aðaldyr blasti fyrst við skraut- skrifað spjald, þar sem á var letrað: Reistu í verki viljans merki. Þarna var falinn boðskapur þessarar sýningar, sem íslenzkri þjóð er ætlað að læra, — sem hún svo gjarna aðhyllist fögrum orðum, en svo oft svíkur í verki. Hér verður Iðnsýningunni ekki lýst, enda er það ógerningur nema í heilli bók, og gerði þó ekki lesandan- um hálft gagn hjá því, sem heimsókn á sýninguna hefði gert. Þó er rétt að minnast lauslega á deild Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga, sem var stærst einstakra deilda á sýningunni. Þegar gengið var upp á aðra hæð, blasti til hægri við mikið Islandskort og yfir því stafirnir: Iðnaður Sam- vinnumanna. Deplar voru í helztu byggðum á kortinu og kviknuðu á þeim mislit ljós til skiptis, er sýndu í eitt skiptið kaupfélögin, sem flest reka einhvern smáiðnað, en síðan hin- ar stærri iðngreinar þeirra, mjólkur- bú, fiskiðnað, aðrar verksmiðjur o.s.frv. Frá þessu mikla korti blasti við langur og bjartur gangur, sem er eftir miðri suðurálmu á þessari hæð, en í þeirri álmu voru sýningarherbergi Sambandsins. I fyrsta herbergi til vinstri var fyrsta deild Gefjunar. Þar voru fagurlega uppstoppað lamb í þing- eyskum mosa og hrauni og íslenzkt sveitalandslag, haglega gert úr Gefjunargarni einu, með bæ og rétt fullri af fé. Þessar tvær táknmyndir minntu á íslenzku ullina, sem er aðal hráefni Gefjunar. Auk þess voru í þessu herbergi líkön af Gefjuni, ann- að af hinum nýju verksmiðjuhúsum að utan, en hitt sýndi hinar ýmsu deildir og vélasamstæður verksmiðj- Tvœr kynslóðir dást að silkivörum Heklu á sýningunni. 4

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.