Samvinnan - 01.10.1952, Qupperneq 11
Bifreið skipað upp úr Persier á Dynskógafjöru.
örlítil hreyfing á skipinu og lyftist
það í sandinum, enda þótt megin-
þungi farmsins, járnið, væri enn ó-
snert. Hinn 23. apríl var loks lokið
við að koma bifreiðununt á land.
Ekki þótti hagkvœmt að flytja
bifreiðarnar til Reykjavíkur, og
var horfið að því ráði að setja þær
saman skammt frá strandstaðnum.
Voru byggðir til þess skúrar á flöt-
austan við réttina hjá Hafursey, og
voru þar sett upp bráðabirgðaverk-
stœði. Þangað voru fluttir bifreiða-
kassarnir og settar saman 36 GMC
vörubifreiðar og 64 Dodge fólksbif-
reiðar, en þeim síðan ekið til höf-
uðstaðarins. Eitt sinn, er Heusers
skipstjóri kom að Hafursey og sá
þessi mannvirki, lagði hann til við
samferðamenn sína, að staðurinn
yrði þareftir kallaður „Persier
Tozvn“, en ekki er vitað, hvort
nafnið hefur haldizt.
Bifreiðarnar úr Persier voru seld-
ar Islendingum og þegar teknar í
notkun. Voru þær, allar 100, metnar
til fjár á 1,298,000 krónur, en mundu
nú sjálfsagt kosta um fimrn milljón-
ir nýjar. Fjölmargar þessar bifreiðar
eru enn í notkun víðs vegar um land-
ið, og svo áberandi voru fólksbifreið-
arnar á götum Reykjavíkur 1941, að
útlendingar kölluðu borgina „Dodge
City“.
JÁRNINU FLEYGT I
SJÓINN.
Nú víkur sögunni aftur út í hið
strandaða skip, þar sem eftir var að
losa úr því þyngsta hluta farmsins,
sem var járnið. Um þetta vandamál
sagði stýrimaðurinn af Ægi svo í rétt-
arhöldum út af björgun skipsins síð-
ar um sumarið: „Þar sem auðséð var,
að það mundi taka fleiri mánuði að
losa það (járnið) allt saman á sama
hátt og bifreiðarnar, þ. e. bjarga því
upp á sandinn, var ákveðið að kasta
því fyrir borð.“
Þar með var tekin sú sögulega á-
kvörðun, sem áratug síðar hefur leitt
til flókinna og harðsóttra málaferla,
eins og kunnugt er. Verkið var þeg-
ar hafið og á skömmum tíma var rúm-
lega 5000 lestum af járni fleygt í sjó-
inn báðum megin við skipið, og kem-
ur það lítið við þessa sögu næstu 11
árin. Við losun þess kom einnig í ljós,
að allmikil göt voru á skipinu og voru
kafarar sendir til að finna þau og
loka þeim til bráðabirgða.
SKIPIÐ NÆST ÚT.
Varðskipið Ægir bafði öðru hverju
komið á strandstaðinn, meðan verið
var að losa Persier. Hinn 7. maí
kom skipið enn og átti nú að láta til
skarar skríða um björgun. Hinn 14.
maí var byrjað að toga í dráttarvír-
ana og skrúfa skipsins jafnframt lát-
in ganga aftur á bak. Næsta dag var
enn togað, og tók þá skipið að breyf-
ast, og á kvöldflóði þann dag náðist
það á flot. Tveim tímum síðar var
lagt af stað til RejTjavíkur, og voru
allmargir skipsmenn af Ægi um borð
í Persier auk áhafnar skipsins. Ægir
sigldi á undan og var lína á milli skip-
anna, aðallega til að stýra Persier,
en vélar skipsins knúðu það áfram.
Voru fjölmargar dælur hafðar í gangi,
þar sem allmikill leki var í skipinu.
Fjmst var siglt til Vestmannaeyja
til að fá þar gert við dælu, en kómið
til Reykjavíkur 17. ntaí og skipinu
lagt á Kleppsvík og síðan í Gufunes-
fjöru.
Nú virtist björgun þesssa mikla
og myndarlega skips giftusamlega
lokið, en saga þess er þó ekki á
enda. Það var skömmu síðar flutt
í fjöruna við Klepp, og var œtlun-
in að gera þar við það. En þar var
því lagt þannig, að það stóð aðeins
á frarn- og afturenda, en holt var
undir miðju skipinu. Fór svo, að
það þoldi ekki þungann og brotn-
aði! fíeygðist skipið skammt fram-
an við reykháf, svo að siglur sneru
hver á móti annari. Var þetta sorg-
legt slys eftir svo mikla fyrirhöfn
við björgunina. Voru skemmdir svo
alvarlegar, að skipið, sem liafði
skömmu áður verið metið 2,5
milljónir, var nú ekki metið á
meira en 115,000 kr. til niðurrifs!
Þó tókst að gera við það að nokkru
leyti, og vita menti hérlendis það
síðast með vissu, að skipið var
dregið áleiðis til Englands. Halda
sumir því fram, að það hafi aldrei
komizt þangað.
Mikil málaferli voru sumarið 1941
út af björgun skipsins og var meðal
annars um það deilt, hver ábyrgur
bafi verið fyrir því, er það var
flutt í Kleppsfjöru. Dæmdi sjó- og
verzlunarréttur Skipaútgerð ríkisins
1000 000 króna í björgunarlaun, en
útgerðin taldi sér bera meira og áfrýj-
aði, og umboðsmenn tryggjenda töldu
þetta alltof mikið og áfrýjuðu einn-
ig. Dómur hæstaréttar var efnislega
á sömu lund og undirréttardómurinn,
nema hvað björgunarlaunin voru
lækkuð niður í 500 000 krónur.
ENDALOK SKIPSTJÓRANS.
Ileusser skipstjóri dvaldist lengi
(Frh. á bls. 21)
11