Samvinnan - 01.10.1952, Page 12
Ostgerð og ostneyzla
Eftir Jónas Kristjánsson, mjólkurbússtjóra
íslenzkir bændur hafa frá land-
námstíð verið miklir mjólkurfram-
leiðendur, enda hafa mjólk og mjólk-
urmatur skipað öndvegið í hinu dag-
lega viðurværi íslendinga og gera það
enn í dag.
Menn og þjóðir hafa frá ómuna tíð
þekkt og skilið hinn alhliða næring-
armátt mjólkurinnar, ekki einungis
fyrir börnin og annað ungviði, heldur
og fyrir fullorðna á öllum aldurs-
skeiðum lífsins. Þó hafa rannsóknir
og þekking síðari tíma stutt þennan
skilning og leitt enn betur í ljós, að
mjólkin inniheldur öll nauðsynleg
efni lífsverunum til vaxtar og þroska.
Mjólkin sjálf hefur að vísu fremur
lítið geymsluþol. En með ostgerðinni
hafa löngu liðnar kynslóðir fundið sí-
gilda aðferð til að geyma þurrefni
mjólkurinnar í þéttara formi og
handhægara til neyzlu á hverjum
tíma, án þess þó að nokkuð verulega
tapist af hennar dásamlega ljúffengi
og mikla næringarkrafti. --
Tvö þúsund ára gömul rit sanna, að
þekkingin um ostgerðina, og ostinn,
sem afburðagóðan mat, var þá þegar
kunn í Suður-Frakklandi, Ítalíu,
Grikklandi, Egyptalandi og Gyðinga-
landi. En ostgerð og ostneyzla hefur
síðan breiðzt út frá þessum löndum
um hinn gjörvalla heim. —
Ostgerð tíðkaðist mjög á íslandi
þegar á landnámsöld, en sennilega
hefur ostframleiðslan verið nokkuð
einhæf eða aðeins gerðir hinir svo
kölluðu súrostar. Hleypi-ostgerðin
mun hins vegar vera tiltölulega ung
iðngrein hér á landi, en þó höfum við
nú tileinkað okkur ofurlítið brot af
þessum gömlu atvinnuvísindum, og
með þeirri aðstoð, sem þekking og
tækni nútímans veitir, framleiðum
við nú hér á landi nokkrar ostteg-
undir, sem geta verið fyllilega sam-
keppnisfærar á heimsmarkaðinum
hvað vörugæði snertir.
Við nútíma ostgerð eru að vísu
notaðar margvíslegar aðferðir, sem
hér skal ekki gerð nein tilraun til að
lýsa, en þó skal það tekið fram, að
undirstaða góðrar ostgerðar er enn
sem fyrr hreinlæti og nákvæmni og
aftur hreinlæti og nákvæmni. — Til
ostgerðarinnar er ætíð valin bezta
mjólkin, sem völ er á, en til frekara
öryggis er hún jafnan gerilsneydd áð-
ur en osttilbúningur hefst. Lager-
geymsla ostanna tekur nokkrar vik-
ur eða nokkra mánuði, allt eftir teg-
undum, en allan lagertímann þarf að
hafa vakandi umsjón og hirðingu á
hverjum osti, á líkan hátt og góð hús-
móðir hefur jafnan vakandi augu með
öllu er varðar hina daglegu matargerð
á heimili hennar.
Allir landsmenn geta nú fengið
góðan ost til hinnar daglegu neyzlu.
En vegna þess að ostgerðin, í núver-
andi mynd, er ung hér á landi, þá
skortir okkur fullan skilning á fæðu-
Grcinarhöfundurinn i ostageymslu mjólkurbús KEA á Akureyri.
12