Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1952, Qupperneq 14

Samvinnan - 01.10.1952, Qupperneq 14
Sýnd vara, en ekki seld Hugleiðing um Iðnsýninguna 1952 Iðnsýningin 1952, hin mesta í sögu landsins, er nú fyrir nokkru afstaðin og hafa tugir þúsunda sótt hana. Hafa menn sótt á sýninguna ánægju og fróðleik margvíslegan, og farið þaðan vísari um getu íslenzka iðnaðarins. En þeir munu vera allmargir, sem jafn- framt hafa velt fyrir sér þeirri hugs- un, hvort þessi sýning hafi verið pen- inganna virði fyrir iðnaðinn. Kostn- aðurinn við sýninguna var mikill — sumir áætla hann yfir þrjár milljónir króna — og því er ekki ástæðulaust að íhuga þessa spurningu nokkuð, enda þótt niðurstöður slíkrar íhug- unar geti héðanaf ekki orðið annað en lærdómur fyrir framtíðina. Til þess að svara þeirri spurningu, hvort sýningin hafi verið kostnaðar- ins virði fyrir íslenzkan iðnað, verð- ur fyrst að athuga, hver tilgangur hennar var — hvað iðnfyrirtækin gerðu sér vonir um að vinna með henni. Má finna nokkra skýringu á þessu atriði í grein framkvæmda- nefndar sýningarinnar í sýningar- skránni, en þar segir meðal annars, að þess sé að vænta, að menn fari af sýningunni „. . . fróðari um fjölbreytni og þróun íslenzks iðnaðar og framtíð- armöguleika hans. Vér væntum þess einnig, að sýningin fái vakið alþjóð til meðvitundar um það þjóðhagslega gildi, sem öflugur og fjölþættur iðn- aður hefur fyrir þjóð vora, því það er augljós staðreynd, að aukinn iðnaður skapar aukna atvinnu, aukin atvinna aukna kaupgetu, aukin kaupgeta aukna velmegun, aukin velmegun aukinn iðnað.“ Ef þetta er talinn vera höfuðtil- gangur sýningarinnar, verður ekki annað sagt, en að þeim tilgangi hafi verið náð. Sýningin var glæsileg, vör- urnar margvíslegar og yfirleitt glæsi- legar, og fróðleikur mikill um iðnfyr- irtækin. Þessum tilgangi var náð — og verð- ur þá hver að svara fyrir sig þeirri spurningu, hvort hann hafi verið kostnaðarins virði. Og í náinni fram- tíð mun það koma í ljós, hvort valda- menn landsins hafa á sýningunni fengið þann skilning á iðnaðinum, sem iðnaðinum hefur þótt nokkuð skorta á undanfarna mánuði. ANNAR TILGANGUR. Enda þótt sýningarnefndin lýsi til- gangi sj'ningarinnar á þann hátt, sem hér var getið, hlýtur annað og raun- hæfara að hafa vakað fyrir þeim iðn- fyrirtækjum, sem að sýningunni stóðu. Undanfarið hafa þessi fyrir- tæki átt í miklum erfiðleikum vegna skvndilegrar samkeppni við erlenda iðnaðarvöru, sem flutt hefur verið inn í allstórum stíl, og þau hafa mörg orðið að draga saman seglin. Það hlýtur því að hafa verið hátt í huga þeirra, er þau ákváðu að taka þátt í sýningunni, að hún kynni að greiða fyrir sölu á vörum þeirra og vekja áhuga landsmanna á að kaupa þær. Segir og í einni af ritgerðum sýning- arskrárinnar, að það sé ósk þessara aðila, „að framleiðsluvörurnar verði skoðaðar og prófaðar hleypidóma- laust, og dæmdar af sanngirni. Það vonar, og ætlast raunar til, að íslenzk- ar iðnaðarvörur séu að öðru jöfnu látnar sitja fyrir kaupum.“ Ef litið er á þetta atriði sem einn höfuðtilgang sýningarinnar, og það hlýtur það að vera, þá verður erfið- ara að svara þeirri spurningu, hvort tilganginum hafi verið náð. Mun varla verða hægt að kveða upp fulln- aðardóm um það fyrr en eftir nokk- urn tíma, en þó er hægt að benda á margt, sem betur hefði hátt gera til að þessum tilgangi yrði náð. Eitt það fyrsta, sem kemur til hug- ar í þessu sambandi, er samvinna iðn- fyrirtækja og smásöluverzlana. Eðli- legt hefði verið, að halda samhliða iðnsýningunni „íslenzkan iðnaðar- mánuð“ í verzlunum um allt landið, og leggja áherzlu á matvöru eina vik- una, hreinlætisvörur aðra, fatnað hina þriðju o.s.frv. Hefði þá átt að fá smásala og kaupfélög til þess að sýna hina íslenzku vöru í gluggum sínum og halda henni fram yfir búð- ardiskinn. Hefðu verksmiðjurnar með litlum viðbótarkostnaði getað séð þeim fyrir ýmsum sýningartækjum, auglýsingaspjöldum og fleiru slíku. Ekkert slíkt var gert, nema hjá ein- staka aðila, svo sem Gefjun-Iðunn í Reykjavík. Sömu daga, sem iðnsýn- ingin stóð yfir á Skólavörðuholti, mátti sjá glugga verzlananna í RejTjavík hlaðna af þeirri erlendu iðnaðarvöru, sem hefur rutt ágætri íslenzkri vöru af markaðinum. Ekki er ástæða til að ætla, að smásalar, kaupfélög og kaupmenn, hefðu ekki stutt iðnaðinn í þessu efni, ef til þeirra hefði verið leitað. En þarna lá gott tækifæri ónotað, og hinar sýndu vörur voru ekki seldar, eins og hægt hefði verið. Annað atriði er náskylt þessu. Það eru auglýsingar í blöðum og útvarpi, en þær hefðu að sjálfsögðu átt að fylgja Iðnsýningunni til að minna neytendur daglega á að kaupa og reyna þær vörur, sem þeir sáu á sýningunni. I þess stað var meirihluti vöruauglýsinga í blöðum og útvarpi yfir sýningartímann frá innflytjend- um og um innfluttar iðnaðarvörur. Þriðja atriðið í þessu sambandi snýir að sýnendum sjálfum og sýning- armunum þeirra. Margur gesturinn mun hafa sagt, er hann dáðist að ein- hverjum mun á sýningunni, að þessa vöru hafi hann því miður aldrei séð á markaðinum og mundi sennilega aldrei sjá. 14

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.