Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1952, Qupperneq 15

Samvinnan - 01.10.1952, Qupperneq 15
Gjöf Borgfirðinga til Bifrastar Á aðalfuncli SÍS síðastliðið sumar tilkynntu fulltrúar Kaupfélags Borgfirð- inga, að félagið hyggðist gefa Sambandinu í afmælisgjöf flygil fyrir Bifröst. Á samkomunni, sem haldin var í Bifröst á samvinnudaginn, afhenti Þórður Pálmason, kaupfélagsstjóri, flvgílinn, og tók Bajdvin Þ. Kristjánsson við hon- um fyrir hönd Sambandsins. Er þetta hið glæsilegasta hljóðfæri, af Hornung og Möller gerð, og vígðu þeir það Fritz Weisshappel og Guðmundur Jónsson með því að leika og syngja „Samvinnuhvöt“ Sigurðar Þórðarsonar tónskálds \ið kvæði Sigurðar Baldvinssonar. Myndin að olan sýnir flygilinn. Ýms önn- ur kaupfélög hafa fært Bifröst gjafir, Kaupfélag Þingeyinga fagra ljósmynd af Húsavík og rnörg önnur peningagjafi til húsbúnaðar. Þessi gagnrýni snýr að þeirn stað- reynd, að fjölmargir framleiðendur sýndu vörur, sem þeir höfðu gert sér- staklega fyrir sýninguna, og sýndu þannig, hvað þeir geta framleitt, en ekki hvað þeir í raun og veru fram- leiða og senda á markaðinn. Að vísu er mönnum vorkunn, þótt þeir vilji koma til dyranna í beztu klæðum sín- um við slíkt tilefni, en þetta vekur ekki það traust neytandans, sem hvetur hann til að kaupa hina ís- lenzku vöru. Fjölmargir framleiðend- ur hafa vanrækt að útvega sér sóma- samlegar umbúðir um vörur sínar, fyrr en nú, og ýmsir hafa vaknað við þann vonda draum, að þeir geta fram- leitt snotrari og betri vöru en þeir hafa sent á markaðinn. Ætti að verða á þessu sú breyting frá fyrri reynslu flestra neytenda af slíkurn sýningum, að nú verði allar þær fögru og glæsi- legu vörur, sem sýndar voru, einnig framleiddar og seldar, og þá munu sýningargestir þekkja þær aftur í búð- unurn og skoða þær með auknum áhuga og velvild. Fleira rnætti nefna, sem betur mætti gera, ef Iðnsjmingin hefði átt að ná fyllilega þeinr tilgangi að örfa sölu á íslenzkum iðnaðarvörum, en einmitt sá tilgangur er án efa sá, sem iðnaðinum kæmi bezt að næðist. Til dæmis hefði átt að bjóða til sýning- arinnar kaupfélagsstjórum og kaup- mönnum af öllu landinu og halda um leið með þeim fund á sýningarsvæð- inu, hlý^ða á viðhorf þeirra til íslenzka iðnaðarins, fræða þá um hann og skýra vörurnar og tengja þannig trygg bönd milli þeirra og iðnfjmirtækjanna. Er lítill efi á því, að slíkt boð hefði borgað sig vel, og rnörg verksmiðjan hefði fengið drjúgar pantanir. Nú verður sjálfsagt á það bent, að Iðnsýnmgin hafi aldrei átt að vera sölusýning. Því er til að svara með þeirri spurningu: Hvers vegna ekki? Var ekki hægt að ná öllum öðrum til- gangi sýningarinnar, enda þótt hún væri þannig skipulögð? íslenzkur iðnaður hefur undanfar- in ár búið við þær aðstæður, að hann hefur lítið þurft að hafa fyrir að selja vörur sínar. Hann hefur því van- rækt umbúðir, auglýsingar og sölu- mennsku alla, og stendur langt að baki erlendum iðnaði í þeim efnum. Þetta er ein höfuðorsök þess, að ís- lenzku iðnaðarvörurnar ekki standa sig miklu betur í þeirri samkeppni, sem þær nti hafa mætt. Með snyrti- legri og hentugri umbúðunr, með gluggast'ningum og auglýsingaspjöld- um, með teiknuðum og vel undirbún- unr blaðaauglýsingum væri án efa hægt að selja stórum meira en gert hefur verið af vörunum. Það er mikil þörf á góðum sýning- arskála í Reykjavík. Ef slíkur skáli væri til, mundi vera hægt án mjög mikils kostnaðar að halda iðnsýningu annað hvert ár eða svo, og miða hana þá fyrst og fremst við að kynna vör- ur og selja þær. Slíkar „messur“ eru haidnar árlega erlendis, og þykja sjálfsagðar. Er lítill efi á því, að einn- ig hér á landi mundu sýningar fljótt sanna gildi sitt, og ekki þarf að ótt- ast, að almenningur ekki sæki þær. 15

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.