Samvinnan - 01.10.1952, Page 16
Hvor sigrar, Eisenhower eða Stevenson?
50—60 milljónLr kjósa á mitli þeirra 5. nóvember
Þriðjudaginn eftir fyrsta mánudag
í nóvember næstkomandi kjósa
Bandaríkjamenn sér forseta til næstu
fjögurra ára. Þá lýkur margra mán-
aða baráttu um það, hver skuli fara
með æðstu völd í hinu mikla lýðveldi
vestan hafs, en aðfaranótt miðviku-
dags eða þann dag verður að öllum
líkinduin Ijóst, hvernig dómur 50—60
milljón kjósenda hefur fallið.
Verður það Eisenhower eða Stev-
enson? Unr það geta fáfróðir jafnt
sem sérfróðir spáð, og um það geta
skoðanakannanir sagt fyrir. En
revnslan hefur sannað áþreifanlega í
Bandaríkjunum sem öðrum sönnum
lýðræðislöndum, að það er erfitt að
segja fyrir um hug fjöldans, og var-
legast að trúa engu, fyrr en endanleg
úrslit kosninganna eru kunn.
KOSNIR KJÖRMENN.
Þegar Bandaríkjamenn ganga að
kjörborðinu, munu þeir að formi ekki
kjósa á milli sjálfra forsetaefnanna,
heldur kjósa kjörmenn, sem síðan
kjósa forsetann. Þegar Bandaríkin
voru stofnuð fyrir rúmlega hálfri ann-
ari öld, höfðu höfundar stjórnarskrár
ríkisins ekki þá trú á alþýðu manna,
sem nú ríkir. Þeir ákváðu, að þing
hinna einstöku fylkja skyldu kjósa
kjörmenn, sem síðan kysu forseta, og
voru þannig tveir milliliðir settir milli
fólksins sjálfs og forsetans — sjálfsagt
„til öryggis“. Síðar hefur þetta breytzt
þannig, að nú kýs fólkið sjálft, en
ekki fylkisþingin, kjörmennina, og nú
er svo komið, að kjörmennirnir eru
ekkert nema formsatriði, sem fyrr eða
síðar verður breytt. Þó eru ekki
sterkar líkur á, að forsetar verði í ná-
inni framtíð valdir eftir beinurn at-
kvæðafjölda, og eru til þess margar
ástæður.
Hvert ríki í Bandaríkjunum hefur
jafn marga kjörmenn við forsetakosn-
ingu og það hefur samanlagt öldunga-
og fulltrúadeildarþingmenn. Nú er
tölu fulltrúadeildarþingmanna breytt
við hvert aðalmanntal á tíu ára fresti,
svo að styrkur fylkjanna breytist
nokkuð eftir íbúafjölda þeirra, en öld-
ungadeildarþingmenn eru ávallt tveir,
hvort senr ríkin eru stór eða smá.
Af þessu leiðir það, að hugsanlegt
er fyrir frambjóðanda að hljóta meiri-
hluta kjörmanna, enda þótt hann hafi
ekki meirihluta kjósenda. Þetta kom
fyrir 1876, er Tilden hlaut 250 000 at-
kvæðum meira en Heyes, en Heyes
einum kjörmanni fleira. Þetta kom
aftur fyrir 1888, er Harrison hlaut 233
kjörmenn gegn 168, en Cleveland
95 000 atvæðum meira. Enn getur
þetta að sjálfsögðu komið fyrir.
Lögum samkvæmt koma kjörmenn
hvers ríkis saman og kjósa, hverjir í
sinni höfuðborg, en atkvæðin eru síð-
an send til Washington og talin há-
tíðlega í þinginu. Ef enginn frambjóð-
andi fær meira en helming kjörmanna,
kýs fulltrúadeildin forseta úr hópi
þriggja hæstu frambjóðenda, en þó
þannig, að fulltrúar hvers fjdkis hafa
saman eitt atkvæði. Hljóti enginn
varaforseti meirihluta, kýs öldunga-
deildin á sama hátt varaforseta, nema
hvað allir deildarmenn hafa atkvæð-
isrétt.
KOSNINGAÞÁTTTAKA.
Yfirleitt er þátttaka í kosningum í
Bandaríkjunum minni en í flestum
ríkjum Vestur-Evrópu. Höfuðástæð-
an til þess er sennilega sú, að stjórn-
nrálaþroski er ekki eins almennur eða
mikill og í nágrannaríkjum okkar, en
/ áratugi liafa forsetaefni i Bandarikjunum hagað baráttu sinni á pann hátt, að ferðast um land■
ið i sérstalcri járnbrautarlesl og koma við i hverjum bœ. Fólhið safnast utan um lestina, og fram-
bjóðandinn talar af afturpalli hennar. eins og Stevenson gerir á myndinni.
16