Samvinnan - 01.10.1952, Qupperneq 18
Heimilistækninni fleygir fram
Um frystikús á kverju. heimili — sjálfvirkar jDVottavélar og
uppfDvottavélar — úrgangskvörn og fleiri sllk tæki
Véltæknin hefur undanfarin ár
haldið innreið sína á íslenzk heimili í
allstórum stíl. Þvottavélar, hrærivél-
ar, ryksugur, ísskápar og hvers kyns
önnur tæki eru þegar til á þúsundum
heimila í landinu, og létta þar störf
húsmæðranna á hinn undraverðasta
hátt, auk þess sem þau gera þeim ým-
islegt kleift, sem áður var ekki unnt
að gera, til aukinna þæginda, hrein-
lætis eða ánægju.
Því miður eru ekki til nákvæmar
skýrslur um fjölda slíkra tækja á ís-
lenzkum heimilum, og væri nógu fróð-
legt að sjá þær, ef unnt væri að afla
þeirra. En hitt er hverjum manni Ijóst,
að þau heimili eru stórum fleiri, sem
hafa lítið eða ekkert af heimilistækj-
um, en hin, sem hafa mörg til umráða.
Það er því full ástæða til að ætla, að
innflutningur og framleiðsla slíkra
tækja fari enn vaxandi hér á landi.
Undanfarna mánuði hefur verið
flutt inn í landið mjög mikið af heim-
ilistækjum, og nú í fyrsta sinn er
Ánœgð húsmóðir með hinn nýja steiharojn sinn.
framboð þeirra svo mikið, að hægt er
að fá þau fyrirvaralítið. En sá bögg-
ull fylgir skammrifi, að tækin eru orð-
in dýr. Valda því bæði hækkandi verð
erlendis og sérstaklega hinn svonefndi
bátagjaldeyrir, en fyrir hann eru vél-
ar þessar keyptar. Þrátt fyrir þetta
þykir Samvinnunni ástæða til að
segja stuttlega frá helztu nýjungum á
sviði heimilistækninnar, og hefur
blaðið leitað til Braga Freymóðsson-
ar, verkfræðings, og spurt hann
spjörunum úr.
„FRYSTIHÚS“ Á HVERJU
HEIMILL
Á sviði ísskápanna er það helzta
nýjungin, að b.yrjað er að selja skápa,
sem afhríma sig sjálfir, og þarf ekkert
að hugsa um slíkt eins og á eldri skáp-
unum. Er örlítið byrjað að flytja
þessa skápa hingað til lands, en þeir
eru enn sem komið er nokkru dýrari
en hinir eldri. Þá hafa verið gerðar
ýmsar útlitsbreytingar á skápunum
og teknar upp smærri nýjungar eins
og hillur, sem má draga út og fleira
slíkt.
En það er annað á sviði kæli-
tækninnar, sem er athyglisvert fyr-
ir íslenzk heimili, ekki sízt til sveita.
Nú ryður það sér ört til rúms vest-
an hafs, að heimili kauþa svonefnd-
ar frystikistur („Home freezers“),
en í þeim eru bæði frystir og
geymsluhólf. Getur fólk hraðfryst
flest matvæli sjálft í kistunum og
geymt þau múnuðum saman, og
reynist þetta að vonum skaþa skil-
yrði til mjög hagkvæmra matar-
kauþa. Hefur selzt geysilegt magn
af þessum frystikistum í Bandaríkj-
ttnum, og telja menn þar vestra, að
kisturnar borgi sig á 1—3 árum.
Flest þessi „heimilisfrystihús“ eru
eins og kistur í laginu, og taka frá 9
til 30 rúmfet í geymsluhólfin. I fryst-
inum má hraðfrysta matvæli í cello-
phanumbúðum, og kælir hann þau ört
niður í 20—30 gráðu frost. Þessi tæki
fást nú einnig með sama ytra lagi og
venjulegir ísskápar. Hefur rafmagns-
deild SÍS flutt inn nokkur tæki af
hvorri gerð frá Westinghouse verk-
smiðjunum, en 16 rúmfeta kista kost-
ar hingað komin um 13 000 krónur.
Hér er rétt að geta þess, að nokkr-
ir menn hér á landi hafa komið upp
frystiklefum á heimilum sínum og
hefur Sambandið útvegað þeim lítil
frystikerfi frá hinum kunnu Sabroe
verksmiðjum í Danmörku, sem fram-
leitt hafa fjöldan allan af kælikerfum
fyrir frystihús hér á landi. Hafa verið
settir upp 6 og 10 rúmmetra klefar, og
kosta tækin í þá minni um 6 000 krón-
ur, en í þá stærri 7—10 000 kr.
ÞVOTTAVÉLAR.
Þvottavélin mun sennilega vera það
tæki (utan eldavéla), sem mest er til
af á íslenzkum heimilum, og er yfir-
Þannig litur úrgangskvörnin út, neðan á vask-
inum.
18