Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1952, Síða 23

Samvinnan - 01.10.1952, Síða 23
ar og fleira. Var deildin hin fjölbreytt- asta og snotrasta. Annars staðar á sýningunni voru deildir frá Kaupjé- lagi Arnesinga, sem sýndi starfsemi hinna miklu bifreiðaverkstæða og vélsmiðja á Selfossi, og deild frá efna- gerð KRON, sem sýndi Record-vörur og fleira. Sýningardeild Sambandsins skar sig nokkuð úr öðrum deildum Iðn- sýningarinnar fyrir það, hve björt hún var og létt yfir henni. Hlaut hún mjög lofsamlega dóma flestra sýning- argesta, og gaf glögga jdirsýn yfir hinn fjölbreytta iðnað samvinnu- nranna í landinu. Mestan þátt í að setja hinn fagra og sérstæða svip á sýninguna átti ungur Akureyringur, Jón Karlsson, sem stjórnaði uppsetn- ingu á deild Sambandsins. Stundar Jón nám í húsgagnateikningu í Sví- þjóð, en hefur einnig kynnzt nokkuð sýningum þar ytra og tekið þátt í undirbúningi sýningardeilda á stórum verzlunarsýningum þar. Var Jón staddur hér heima í sumarleyfi, er hann tók að sér að stjórna deild Sam- bandsins, en hann er nú farinn til Stokkhólms til að halda áfram nám- inu. Jón teiknaði einnig húsgögnin í Sambandsdeildinni, en þau hafa vak- ið mikla athygli. Auk Jóns annaðist sérstök nefnd allan undirbúning og skipulag sýningarinnar fyrir SlS, en formaður hennar var Harry Fredrik- sen, framkvæmdastjóri iðnaðardeild- ar SÍS, og aðrir nefndarmenn Erick Hoppe, arkitekt, Valgarð Olafsson, A þessu sumri og hausti hafa verið haldnar á sjö stöðum hátíðasamkomur í tilefni af 50 ára afmæli SÍS, og er þá ekki meðtalin hin mikla afmælishátíð Þingeyinga á Húsavík, sem getið var í síðasta hefti. Á þessum samkomum hefur verið saman kominn mikill fjöldi manna, allt upp í 1250, en kaup- félögin á hinum ýmsu stöðum hafa gengizt fyrir samkomunum og annazt undirbúning þeirra í samvinnu við fræðsludeild SÍS. Samkomurnar voru haldnar á eftir- Jón Karlsson, scm var framkvœmdastjóri SlS-deildar Iðnsýningarinnar 1952. fulltrúi í útflutningsdeild, Benedikt Gröndal, ritstjóri, og á Akureyri Arn- þór Þorsteinsson, verksmiðjustjóri. Framkvæmdastjóri Iðnsýningar- innar allrar var Helgi Bergs, verk- fræðingur SlS, en hann fékk leyfi frá störfum í Sambandinu á meðan. Arki- tekt var Skarphéðinn Jóhannesson. töldum stöðum: Á Sveinseyri í Tálkna- firði, en að þeirri samkomu stóðu kaupfélög Arnfirðinga, Tálknfirðinga, Patreksfjarðar og Rauðasands; að Núpi í Dýrafirði, en þar stóðu fyrir kaupfélög ísfirðinga, Súgfirðinga, Ön- firðinga og Dýrfirðinga; að Árnesi í Strandasýslu á vegum Kaupfélags Strandamanna; í Grindavík á vegum Kaupfélags Suðurnesja; að Skógum undir Eyjafjöllum að tilhlutan kaup- félaga Rangæinga og Skaftfellinga, og loks að Reykjaskóla í Hrútafirði fyrir atbeina Kf. Hrútfirðinga. Loks var haldin liátíðarsamkoma í Bifröst á samvinnudaginn. Samkomur þessar voru fjölsóttar, og voru viðstaddir frá 200 upp í 1250 (að Skógum), og voru hvarvetna fluttar ræður, lesin frumort kvæði og marg- víslegt annað gert til skemmtunar. Munu tvö af kvæðum þeim, sem fram komu að Núpi, birt síðar í Samvinn- unni. Á hinni fjölmennu samkomu að Skógurn var samþykkt með lófataki svofelld orðsending: „I tilefni af hinum merku tímamót- um frumherja samvinnusamtaka í landinu, og með virðingu og þakklæti hinna mörgu, er notið liafa reynslu og baráttu þeirra, er kjark höfðu til að reisa merki samvinnunnar á íslandi og bera það fram til sigurs, senda sam- vinnumenn í Vestur-Skaptafellssýslu og Rangárvallasýslu, saman komnir á minningar- og fagnaðarsamkomu í béraðsskólanum að Skógum undir Eyjafjöllum, hinn 7. september 1952, Kaupfélagi Þingeyinga — vegna braut- ryðjendastarfs þess og ötuls starfs um 70 ára skeið í þágu samvinnunnar á íslandi — og Sambandi íslenzkra sam- vinnufélaga — vegna 50 ára starfsemi þess og forustu í samvinnusamtökum landsmanna, samfara ómetanlegri að- stoð og fyrirgreiðslu við hin dreifðu sambandsfélög út um byggðir landsins — sínar hugheilustu kveðjur, þakklæti og heilla óskir. Sú er ósk vor, að eldur samvinnuhugsjónarinnar megi á kom- andi tímum svo sem hingað til, við- halda vexti og heilbrigðri þróun sam- vinnusamtakanna á sem flestum svið- um þjóðlífsins, til blessunar fyrir aldna og óborna.“ ----- —• • •»-------- I síðustu heimsstyrjöld voru nokkrar flugkonur teknar í þjón- ustu enska hersins. Þegar ein þeirra, Jane Davis, átti von á barni, var henni bannað að fljúga. Hún mót- mælti þessu og taldi, að engin lög bönnuðu flugmönnum að stjórna flugvél, þótt þeir væru með barni. Loks tókst þó að finna ákvæði í reglugerð, sem útilokaði, að hún fengi að fljúga lengur. Ákvæði þetta var á þá leið, að flugmenn í þriðja flokki mættu ekki flytja farþega! Fjölsóttar samkomur kaupfélag- anna í tilefni 50 ára afmæli S.I.S. 23

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.