Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1952, Qupperneq 29

Samvinnan - 01.10.1952, Qupperneq 29
j I ! i R O Y A L HEITIR BRAGÐGÓÐl BÚÐINGURINN Búðingur er þægilegur og góð- ur eftirmatur. ROYAL búðing- ur fæst með Vanilla, Hind- berja, Karamellu, eða Súkku- laði bragði. Einnig sagó búó- ingar Vanilla, Butterscotsh og banana. Einn pakki af búðing notist í Vi líter af mjólk. Berið búðing- inn fram kaldann og skreytið eftir vild, með rjóma, berjum, hnetum, appelsínusneiðum eða rúsínum. Fást með hindberja, vanilla, karamellu og súkkulaði bragði Reynið Royal úr frönsku óperunni. Hann hafði gríðarmikla matarlyst og skemmtiþol, og kona hans varð æ sérvitrari, er hún mætti þessari vaxandi samkeppni. Hún bjó í húsi, sem blöðin fullyrtu að hafi kostað hálfa milljón, en samt fór hún út á þriðju götu með körfu á handleggnum til að gera inn- kaup fyrir heimilið. Húsið vakti geysimikla athygli, þeg- ar það var reist Eg hygg, að gamli maðurinn hafi ekki- aðeins reist það til að sýnast eða af því að hann hefði sér- staka ánægju af slíkum híbýlum, heldur af því, að hann þurfti að festa peninga sína. Hann Iét húsameistarann og byggingameistarann algerlega um bygginguna, og þeir skiluðu honurn þunglamalegri höll með dökkum viðum, rauðum flauelsklæðum, marmara og standmyndum. Mikael og kona hans fluttu inn í húsið og héldu stór- veizlu, sem þau buðu öllu heldra fólki borgarinnar til. Þau buðu fólki, sem þau þekktu, og fólki, sem þau ekki þekktu. Þetta var eins konar tilkynning í anda samtíðarinnar, til- kynning til borgarbúa um aðstöðu og völd Mikaels Denn- ing. En það fór á aðra lund. Honum hefur vafalaust kom- ið það á óvart, að til var það virki í borginni, sem hann gat ekki unnið með auði og völdum. Ekkert af því fólki, sem hann ekki þekkti, kom til veizlunnar, og margt af því fólki, sem hann þekkti, kom ekki heldur. Það hlýtur að hafa verið einkennileg sjón að sjá Mikael gamla og skess- una konu hans standa í veizlusalnum mikla, búin fegursta skarti, viðbúin að taka á móti gestum, sem aldrei komu. Margir þeirra, sem þáðu boðið, brugðust á seinustu stundu, og þeir einu, sem komu, voru nánustu vinir Dennings og rnenn, sem ekki gátu Ieyft sér að móðga hann. Það var matur og kampavín fyrir þrisvar sinnum fleira fólk en kom til hófsins. Skömmu eftir miðnætti steig Mikael upp á stól og til- kynnti með þrumandi röddu: „Ef það eru enn einhverjir uppstoppaðir apar hér inni, þá geta þeir farið, því að nú byrjar skemmtunin!“ Nokkrir gestir fóru, og nú hófst gleðskapurinn fyrir alvöru. í reiði sinni hafði gamli mað- urinn sent eftir dansmeyjum frönsku óperunnar og öðrum skemmtikröftum. Ný hljómsveit birtist, og undir morgun var veizlan fyllilega að skapi hans: kampavín, söngur og dans. Varð úr þessu víðfrægt hneyksli, en viðstaddir skemmtu sér konunglega. I miðri veizlunni fór kona hans upp á loft, tók saman pjönkur sínar og fór. Hún kom aldrei aftur til hans. Ég veit ekki, hvort þau sáust nokkru sinni eftir þetta, en nokkrum árum síðar lézt hún. Ég veit ekki, hvers vegna Mikael, sem hafði komið til New York í fyrsta sinn átján ára og þá rekið kýr á und- an sér til sláturhúss, langaði til að halda veizlu fyrir heldra fólkið í borginni. Allt bendir til þess, að honum hefði sízt allra hluta átt að koma slíkt til hugar. Ekki hefur hon- um leiðzt, svo önnum kafinn var hann við fjármál sín, kampavín og dansmeyjar. Það hlýtur að hafa verið snögg- ur blettur á þessu karlmenni, og sá snöggi blettur var þrá eftir viðurkenningu „fína fólksins“. 29

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.