Samvinnan - 01.03.1959, Blaðsíða 4
Komlft víð hjá K
á Reyðarfirði
. -
*...
w, m m | W. w |p ' [ij h""
& - f;
líi
' s
A torg-inu framan við verzlunarhús Kaupfélags Héraðsbúa á Búðareyri.
Fljótsdalshérað er grösugt og fagurt
undirlendi. Þar hefur yfirleitt verið
góður búskapur. enda landkostir með
betra móti. Af þjóðfrægum býlum má
nefna Skriðuklaustur í Fljótsdal. skóla-
setrið Hallormsstað, prestssetrið Valla-
nes, stórbýlið Egilsstaði, skólasetrið
Eiða, Aðalból í Hrafnkelsdal, Hjaltastað
í Hjaltastaðaþinghá, Hofteig í Jökuldal
og fleiri vel kunna bæi mætti nefna.
A þessum slóðum hafa búið merkir
bændur. þjóðkunnir kennimenn og
skáld. Páll Ólafsson, skáld, bjó á Hall-
freðarstöðum í Hróarstungu, en forfeð-
ur hans bjuggu á Kolfreyjustað í Fá-
skrúðsfirði og voru skáldmæltir vel.
Séra Stefán Ólafsson, skáld, bjó í Valla-
nesi og Gunnar Gunnarsson bjó á
Skriðuklaustri síðastur skálda.
Fljótsdalshéraðið hefur verið nokkuð
einangrað, hvað samgöngur snertir fram
til þessa. Hár fjallgarður skilur Aust-
fjarðahafnirnar frá sjálfu héraðinu. Að-
alleiðirnar, um Fjarðarheiði til Seyðis-
fjarðar og um Fagradal til Reyðarfjarð-
ar, eru eftir fjallaskörðum, sem fljótlega
verða ófær í snjóum. Vegurinn norður
vfir Jökuldalsheiði og Fjallasveit teppist
að sjálfsögðu fljótlega eftir að vetur
gengur í garð.
Tækni nútímans hefur ráðið bót á
þessu og rutt úr vegi verstu hindrun-
unum. Stórkostlegastan þátt í því eiga
flugsamgöngumar. Nú er svo komið að
stór hluti af flutningum á þessar slóðir
er með flugvélum Flugfélags Islands,
sem hefur flugáætlun á Egilsstaði.
Gildir það bæði um vöru- og fólksflutn-
inga. í öðru lagi hafa menn nú til um-
ráða stórvirk tæki til þess að ryðja fjall-
vegina og eins til þess að brjótast vfir
þá í þæfingsfærð.
Þetta hefur haft mikla þýðingu fyrir
Kaupfélag Héraðsbúa, sem staðsett er á
Búðareyri við Reyðarfjörð. Segja má.
að staðurinn sé ekki vel valinn, þegar
Þorsteinn Jónsson, kaupfélagsstjóri fylg-
ist með uppskipun úr Dísarfelli á bryggj-
unni á Bakkagerðiseyri.
4 SAMVINNAN