Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1959, Blaðsíða 5

Samvinnan - 01.03.1959, Blaðsíða 5
íelagssvæðið er haft í huga. Eins og á stóð. þegar félagið var stofnað, árið 1909, voru samgöngurnar við umheim- inn eingöngu af sjó og þess vegna eðli- Jegt, að nærtækasti hafnarstaðurinn vrði fvrir valinu. Nú hefur verið stofn- nð útibú frá kaupfélaginu á Egilsstöð- um og er stórum auðveldara fyrir Hér- aðsbúa að sækja verzlun þangað. Félagssvæði Kaupfélags Héraðsbúa nær yfir 12 hreppa í tveim sýslum. Sennilega nær félagssvæðið yfir fleiri lireppa en í nokkru öðru kaupfélagi, að undanskildu Kaupfélagi Arnesinga, sem nær yfir 18 hreppa. Vegalengdir eru þó mun lengri á Héraði og kemur þar til staðsetning sjálfs kaupfélagsins. Frá Reyðarfirði eru 146 km til þess bæjar, sem lengst er í burtu á félagssvæðinu, en það er Aðalból í Hrafnkelsdal. Alöðrudalur á Fjöllum er einnig á félags- svæðinu og þangað eru tæpir 140 km. Fyrst eftir að kaupfélagið var stofnað. sóttu bændur vörur til Reyðarfjarðar á hestvögnum og fóru þá Fagradalsveg. Vegalengdin milli Reyðarfjarðar og Eg- ilsstaða er 35 km. Kaupfélagið á snjóbíl og tvo tíu hjóla trukka og með þeim annast það flutninga í ófærð. Kaupfé- lagið annaðist áður flutninga til félags- manna, en nú hafa bændur tekið þá í sínar hendur að mestu. Bændur eru óðum að stækka bú sín. Meginbústofninn er sauðfé, en bændur gera sér vonir um að geta drýgt tekjur sínar með mjólkursölu í mjólkurbúið nýja, sem Kaupfélag Héraðsbúa er að koma upp á Egilsstöðum. Síðastliðið haust var slátrað 44.144 dilkum og fullorðnu fé í sláturhús- um Kau])félags Héraðsbúa. .Meöal- þungi dilka var 14,33 kg. Árið áður var sláturtalan 36.307 og meðalþunginn 15.30 kg. Fjárflestu einstaklingarnir hafa um 400 fjár, en yfirleitt eru búin of lítil til að standast mikla fjárfestingu. véla- kaup, bílakaup og bvggingar. Lítið er um hlunnindi, selveiði á eiuni jörð. en hvergi dúntekja né laxveði. Menn stunda allmikið vinnu frá heimilum sínum, til dæmis hefur undanfarið verið mikil eftirspurn eftir vinnu við Gríms- árvirkjunina. Reyðfirðingar hafa jafnan atvinnu þar í plássinu, en yfirleitt má segja. að bændur drýgi tekjur sínar all- mikið á þennan hátt. Búðareyri við Reyðarfjörð. Þorpið heitir Búðareyri. en venju- lega er það kallað „Reyðarfjörður". eða ..á Reyðarfirði". Ibúar eru 440 talsins, eða nálægt 100 heimili. Undanfarið hef- Séð upp Lagarfljót frá Egilsstöðum. Búðareyrarkauptún stendur inn við batn Reyðarfjarðar. Eignir kaupfélagsins eru neðst á eyrinni. Ofarlega til hægri er nýja félagsheimilið. Frá Egilsstöðum. Bærinn stendur niðri við fljótið. Næst til vinstri er sláturhús kaupfélagsins, þá mjólkursamlagið og þar fyrir neðan er útibú kaupfélagsins. SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.