Samvinnan - 01.03.1959, Blaðsíða 11
neinu.“ Lee neitaði að svara frekari fyr-
irspurnum.
Nokkrum dögum seinna voru íbúar
þorpsins vaktir snemma að morgni og
þeim sagt að koma saman í hóp á hæð
nokkurri í grennd við þorpið. Síðan fóru
kommúnistamir um þorpið og létu
greipar sópa í hinum 170 húsum þess.
Þeir söfnuðu öllum búsáhöldum á
trukka, en kveiktu í húsunum jafnótt
og því var lokið. Á skammri stundu sáu
íbúarnir þorpið þeirra verða að engu.
Að svo búnu sögðu Lee Tak og hjálp-
armenn hans fólkinu að ganga til borg-
arinnar Tam Sim. Fólkið gat ekki ann-
að en hlýtt og gekk þögult til borgar-
innar. Sjúkum og lasburða var hjálpað.
Þegar kom að úthverfum borgarinnar
borgarinnar undir rökkrið, var numið
staðar við hermannaskála úr bambus og
timbri. Hér var einn af mörgum aðset-
ursstöðvum Li Hing kommúnunnar.
Kommúnistinn Lee byrjaði strax að gefa
fyrirskipanir.
í fyrsta lagi voru öll börn, nema korn-
börn á brjósti, tekin af mæðrum sínum
og komið fyrir í sérstökum hermanna-
skála. Gamalt fólk og lasburða var látið
í svonefnt „Hamingjuhús“. Þar skyldi
það vinna að matartilbúningi og léttari
störfum. Konur voru látnar í sérstaka
skála og karlar í aðra. Fullhraustu fólki,
konum jafnt sem körlum, var tilkynnt,
að það yrði verkafólk. Yfir hvem skála
var settur kommúnisti til stjórnar.
Snemma morguns var flautað og öll-
um skipað í raðir og var nú æfður vopna-
burður um stund. Síðan var öllum skip-
að á akrana og unnið sleytulaust til
kvölds, með 15 mínútna matarhléi.
Við kvöldmáltíðina ríkti þögn. Allir
voru uppgefnir. Síðan var eiginmönnum
sagt, að þeir gætu ekki verið hjá kon-
um sínum. Konum var sagt, að þær gætu
ekki fengið að sjá börnin. Aftur var
flautað. Rafmagnsljós höfðu verið sett
upp og dauðþreytt fólkið hélt enn á ak-
urinn. Um miðnætti var loks gengið til
skálanna. Menn máttu baða sig í ánni
ef þeir vildu. Annars beint í bælið. Eftir
fjóra og hálfa klukkustund var aftur
flautað og þannig gekk það í þá tvo
mánuði, sem Chang var meðlimur
kommúnunnar. Hver dagurinn var öðr-
um líkur og unnið alla sjö daga vikunn-
ar. Stundum eftir kvöldmat var gefinn
kostur á að sjá kvikmynd, eða óperu-
flokk, sem var á ferðalagi. En þann tíma
varð að bæta upp með eftirvinnu eftir
miðnætti. Sjaldan kom það fyrir, að fólk
færi á þesskonar skemmtanir.
Svo voru pólitískir fundir — stundum
þrír í viku. Fólkið hlakkaði til þeirra,
því þá gat það hvílst, en kæmi það fyr-
ir, að einhver þætti ekki sýna nægilega
eftirtekt, voru launin hans lækkuð og
var þó ekki úr háum söðli að detta í þeim
efnum. Á fundunum var skýrt frá því,
að kommúnurnar mundu gera Kína
sterkt og fært um að sigra hina amer-
ísku féndur, sem hefðu í hyggju að ráð-
ast á landið. Stundum komu pólitískir
leiðtogar á fundina og hengdu upp
,,Ameríkana“ úr pappír. Síðan var skot-
ið á pappírsmanninn með riffli.
Kommúnan var annars mjög lík öðr-
um slíkum um allt landið. Meðlimirnir
voru meira en 10 þúsund. Flestir unnu
við akuryrkju, en margir unnu við vega-
gerð. Vinnuharkan var takmarkalaus
við hvort sem var. Eina hvíldin var á
þjóðlegum helgidögum og þá var áskip-
að allan daginn með pólitískum fundum,
áróðurskvikmyndum og skrúðgöngum.
Enginn fékk að vera út af fyrir sig —
nema hann væri giftur.
Giftur maður fékk að vera í örfáar
mínútur einn með konunni sinni, hálfs-
mánaðarlega. Eftir kvöldmat á laugar-
dögum urðu allir að fara úr skálunum.
Giftur maður fór á tiltekinn stað með
konunni sinni „á sínu laugardags-
kvöldi“ og á eftir varð konan að gefa
„heilbrigðisnefndinni“ skýrslu. Sá tími,
sem eiginmaðurinn var einn með kon-
unni var nákvæmlega skráður í bók.
Helzt máttu þau ekki vera lengur en 45
mínútur og ef þau notuðu allan þann
tíma, varð konan að skýra fyrir heil-
brigðisnefndinni, hversvegna þau hefðu
verið svona eigingjörn og hugsunarlaus
um annara hag. Á hverju laugardags-
kvöldi var löng biðröð af hjónum fyrir
utan hvern hermannaskála, sem biðu
eftir því, að röðin kæmi að þeim. í bið-
röðunum var ekki sagt eitt orð, hvorki
í gamni né alvöru. Það var hræðileg nið-
urlæging.
Sjaldan var nóg að borða. Fólkinu var
sagt, að það gæti keypt sér aukabita, en
það hafði bara ekki peninga til þess.
Sem verkamaður við akuryrkju hafði
Chang 1.20 dollara á mánuði, en það er
eftir ísl. gengi 19.60 kr. Kunningi hans,
að nafni Tong Nan-liang, vann við vega-
gerð og hafði 80 cent á mánuði, sam-
svarandi 13.05 ísl. kr.
Þegar leið að vetri og kólnaði í veðri,
var fólkinu kalt við vinnuna, því flestir
höfðu aðeins bómullarföt. Yfirmenn
sögðu fólkinu, að „bráðum" mundi það
fá tvenn föt á ári, önnnur hlýrri og ætl-
uð til vetrarnotkunar. Þegar Chang flúði,
seint í nóvember, voru þau enn ekki
komin.
Ástandið versnaði smám saman. Móð-
ir Tongs var gömul og vart til vinnu.
Hún var látin vinna 12 tíma á dag í
„hamingjuhúsinu" og kvartaði mjög.
Hún fékk að sjá son sinn eftir mánuð
og bað hún hann þess „að flýja úr þessu
víti á jörðu“. Stuttu seinna var Tong
hýddur fyrir að hafa tekið á móti sendi-
bréfi frá eldri bróður sínum í Hong
Kong. Honum var sagt, að ekki mætti
»-►
Þegar krakkamir komast á legg, Ijær
kommúnan þeim skóflu eða haka. Hér
sjást börn grafa skipaskurð við Peking.
Æsingafundur gegn Ameríkönum í
Shanghai. Reynt er að hræða fólkið með
því, að Ameríkanar ráðist á landið.
Konur í bómullarfötum frá ríkinu
mylja járngrýti fyrir ríkið.
SAMVINNAN