Samvinnan - 01.03.1959, Side 12
Efni: ca. 100 gr. mjtíg gróft ga n. Prjónar nr. 8.
Byrjið að neðan og fitjaðar upp 85 1. Prjónið 1
p. (á réttunni) þannig: 2 r.. lyftið næstu 1. af p.
eins og snúinni 1. án þess að prjóna hana, með
bandið á balc við þessa 1. Héðan í frá er þetta
merkt eins og 1 1. Iaus fram af. * 4 r., 1 laus fram
af * endurtak frá * til * p. á enda, endið með 2 r.
— 2. p.: 2 r., 1 sn. * 4 r., 1 sn. Endurtak frá * til
* prjóninn á enda. endið með 2 r. Prjónið þessa
2 p. tvisvar í viðbót. — 7. p.: 2 r., 1 laus fram af *
1 r., 2 r. sm. 1 r.5 1 1. laus fram af *, endurtak frá
* til * p. á enda, endið með 2 r. — 8. p.: 2 r., 1 sn.
* 3 r., 1 sn., * endurtak frá * ti * prjóninn á enda,
endið með 2 r. — 9. p.: 2 r. sm., 1 1. laus af, * 2 r.
sm., 1 r., 1 laus fram af, * endurtak frá * til *
prjóninn á enda, endið með 2 r. sm. — 10. p.: 1 r?
1 sn., * 2 r., 1 sn. * endurtak frá * til * prjóninn
á enda, endið með 1 r. — 11. p.: Prjónið 2 sinnum
í fyrstu b, 1 1. laus fam af, * pjónið 2 sinnum í
næstu 2 1., 1 1. Iaus fram af*, endurtakið frá * til
* prjóninn á enda, endið með að prjóna 2var f síð-
ustu 1. — 12. p.: eins og 2. p. — 13. p.: eins og
I. p. — Prjónið síðustu 2 p. fjórum sinnum í við-
bót, þvínæst eru prjónaðir 22 p. eins og 2. p. —
23. p.: eins cg 7. p. — 24. p.: eins og 8. p. —
25. p.: eins og 9. p. — 26. p.: eins og 10. p. —
27. p.: 1 r., 1 I. laus fram af, * 2 r. sm., 1 1. laus
af*, endurtak frá * til * p. á enda, endið með 1 r.
Prjónahúfa
— 28. p.: *1 r., 1 sn.*, endurtak frá * til * prjón-
inn á enda, endið með 1 r., * — 29. p.: *1 r., 1 1.
laus fram af*, endurtak frá * til * prjóninn á
enda, endið með 1 r. — Prjónið síðustu 2 p. tvisvar
í viðbót, þvínæst er 34. p. prjónaður eins og 28.
p. — 35. p.: prjónið 2 1. r. sm prjóninn á enda. —
36. p.: sn. 37. p.: prjónið 2 r., 1. sn. prjóninn á
enda. — 38. p.: sn. — Slítið garnið frá, dragið það
í gegnum lykkjurnar sem eftir eru og gangið vel
frá endanum.
Samsetning: saumið húfuna sarnan á röngunni.
Snúið eða heklið granna snúru úr garninu og drag-
ið hana í gegnum lykkjurnar ca. 5 cm. frá neðri
brúninni- Dragið húfuna saman, svo hún falli vel
að höfðinu. Bindið slaufu, sem festist, svo hún
rakni ekki upp.
*) r. == slétt lykkja. — sn. = snúin Iykkja.
hann heldur skrifa undir nokkrum
kringumstæðum. Chang og Tong fengu
tækifæri til að talast við og þá ákváðu
þeir að flýja. Þeir náðu í bát að nóttu
til og flúðu i honum.
Fiskimaðurinn Kwei hafði svipaða
sögu að segja. Hann varð að láta komm-
únuna hafa allan aflann. Bannað var að
halda eftir fiskum til eigin viðurværis
og hegning fyrir það var þrælkunar-
vinna í Vestur-Kína. Kona Kweis sýndi
mótþróa, þegar embættiskona komm-
únunnar kom til þess að taka börnin. Þá
Víða eru sett upp skilti þess efnis,
að konur hafi annað að starfa en ala
upp börn. Það er verkefni ríkisins.
sagði embættiskonan: „Hvað er að þér?
— Elskarðu börnin þín meira en föður-
landið? Við kærum okkur ekkert um
slíka eigingirni."
Fyrst fengu hjónin að búa saman í
bátnum eins og þau og aðrir fiskimenn
voru vanir að gera. Siðar rak að því,
að þau áttu að búa aðskilin í hermanna-
skálum. Gagnstætt öllum lögum fór
konan inn í barnaskálann og komst að
raun um að börnin hennar og mörg
önnur voru veik. Hún fékk að hafa þau
hjá sér á meðan og þá notaði fjölskyld-
an tækifærið og flúði á bátnum.
Það er fróðlegt í þessu sambandi að
vita hvað þeir í Kremi segja um þessa
hluti. Bandaríski þingmaðurinn Hump-
hrey var nýlega á ferð í Moskvu og átti
langt tal við Chrushcev, meðal annars
um kommúnurnar í Kína. „Þær eru gam-
aldags,“ sagði Chrushcev um kommún-
urnar, „við reyndum þetta hérna eftir
byltinguna. Þær gáfust ekki vel. Ríkisbú
og samyrkjubú hafa reynzt miklu bet-
ur. — Þú veizt, senator," sagði hann
ennfremur, „á hverju kommúnur eru
byggðar. — Grundvallaratriðið er:
„Menn framleiða eftir hæfileikum og
bera úr býtum eftir þörfum." — Þú veizt,
að það gengur ekki til lengdar.“
Indverskur menntamaður, Dr. Sripati
Chandrasekhar, ferðaðist nýlega um
Kína og skrifaði nokkru seinna grein í
blaðið Indias Statesman. Þar sagði
hann: „í kommúnunum eru einstakling-
arnir álika réttháir og dýr í dýragarði.
Mismunurinn er þó sá, að dýrin eru ekki
ofurseld þrældómi." Dr. Sripati sagði
fréttamönnum, að hann hefði ferðazt
um fjórar kommúnur og ekki séð eitt
einasta glaðlegt andlit. „Það var eins og
fólkið bæri óbærilegar byrðar,“ sagði
hann.
Hvað segja íslenzkir kommúnistar?
Jú, þeir hafa hrifizt sem vonlegt er.
Þann 11. febrúar 1959 var grein í Þjóð-
viljanum um kommúnurnar í Kína. Þar
er vitnað í ræðu, sem Brynjólfur Bjarna-
son flutti á fundi hjá Sósíalistafélagi
Reykjavíkur. Þar segir hann:
„Ég efast um, að nokkursstaðar í
heiminum sé jafn ánægt fólk. Það leyn-
ir sér ekki að hér er þjóð, sem mikil
hamingja hefur fallið í skaut. Hér hefur
eitthvað stórkostlegt gerzt. Þessu fólki
hefur verið fluttur mikill fögnuður.“ —
„Fyrir augum fólks er eins og mikið
kraftaverk hafi gerzt. Þetta er skýring-
in á lífsgleði kínversku þjóðarinnar,
bjartsýni hennar, sjálfstrausti og stór-
hug, eldmóði hennar og siðferðisstyrk,
óbilandi trausti hennar á stjórn sinni og
forustuflokki, Kommúnistaflokknum, og
því þjóðskipulagi, sem á örskammri
stund hefur valdið slíkum umskiptum,
socialismanum." Hvorum á svo að trúa,
Brynjólfi eða flóttafólkinu, sem flúði
föðurland sitt?
Mikoyan, varaforsætisráðherra Rússa,
sagði í Bandaríkjaför sinni, að það væri
fjarlægt takmark, að hver verkamaður
i Rússlandi ætti bíl. Eftir því að dæma
var það þó takmark. í Kina er það tak-
mark, að enginn eigi neitt, ekki einu
sinni fötin, sem hann gengur í.
Gula hættan er meiri en nokkru sinni
áður. Kínversku kommúnistaforingjana
dreymir um mikinn herstyrk og kjarn-
orkusprengjur eru helgasta takmarkið.
Rússar hræðast, að skepnan rísi gegn
skapara sínum, þegar hún hefur mátt
til. Kannske hinn vestræni heimur og
Rússland eigi eftir að standa saman
gegn þeim vesalings fátæku, kínversku
börnum, sem í dag er kennt að hata —
umfram allt. G. S.
SAMVINNAN