Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1959, Síða 14

Samvinnan - 01.03.1959, Síða 14
Efst á baugi: Eru starfsaðferðir kirkjunnar úreltar á atómöld? Hinn máttugi arfur kristn- innar er að verða að engu í hönd- um okkar. Guðmundur Sveinsson skólastjóri, Bifröst „Kirkja vors Guðs er gamalt hús.“ Svo kveður Grundtvig í sálmi sínum. Hún hefur oft verið í stormi stödd, en staðið af sér 19. aldir. En vissulega hef- ur kirkjan oft haft hamskipti á langri leið. Örstutt yfirlit sannar þetta: Við- sýn guðfræði Páls postula forðaði henni frá að verða sértrúarflokkur Gyð- inga. Píslarvættið leiddi hana yfir örð- ugasta hjallann í upphafi. Kirkjuþinga- stefnan mótaði hana í Rómaveldi. Skólaspekin gerði hana að meginstofn- un miðalda. Siðbótin bjargaði henni frá tortímingu í upphafi nýju aldar. Rann- sóknarguðfræðin á 19. og 20. öld forðaði henni frá að vera utangátta á mesta mótunarskeiði í sögu Evrópu. Ný manngerð kom fram í álfu okkar eftir fyrri heimsstyrjöld, vonsvikin kyn- slóð. Við búum enn að arfi hennar. Þessi nýja kynslóð eignaðist enga sam- stæða kristna guðfræði. Hún eignaðist hinsvegar tvennt, sem verið hefur stolt hennar, en jafnframt ógæfa til þessa: Kjarnorkuvísindi, sem nýrri heimsmynd ruddi braut, með orku í efnis stað. Sál- fræðivísindi, sem breytt hafa mati á andlegu lífi manna, gert það torráðn- ara og margslungnara. Kirkjan stendur í líkum sporum og í upphafi nýju aldar, áður en siðbótin kom henni til bjargar. Hún nálgast það að vera áhrifalaus leik- brúður. Mér er til efs, að starfsaðferðir kirkj- unnar einar valdi áhrifaleysi hennar. Hitt er augljóst, að anda vantar, bæði anda samtiðarinnar og anda Guðs. í höndum okkar er hinn mikli og mátt- ugi arfur kristninnar að verða að engu. Við getum ekki einu sinni borið sann- leikanum vitni, kristnir menn, hvað þá kærleikanum. Rödd kirkjunnar er suð, sem þaggar í svefn, ekki þrumuraust, sem vekur. Sjaldan er kirkjan fyrst til að kveða upp úr urn óhæfuverk. Með þögninni leggur hún blessun yfir margt böl. Vafalaust mætti ýmislegt gera til úr- bóta, þótt að litlu gagni komi, fyrr en ný siðbót kemur, endurnýjun á höfði og limum. Kirkjan gæti reynt að hafa meiri áhrif á uppeldi æskunnar. Hún gæti reynt að stuðla að því, að kristin- dómskennsla væri ekki þululærdómur sagnfræði, sem börn skilja ekkert í, þar sem þau vantar tímaskynjun, skilja ekki hugtakið fortíð. Áhrifaríkast börnum og unglingum er iðkun bænalífs, sem nú er gersamlega að hverfa. Tilfinning fyrir mætti bænar og samstillingar geta börn öðlast og haft varanleg áhrif. Að kenna börnum að undrast gæti orðið þeim upp- haf trúar. Kirkjan þarf að eignast skóla til að ala upp og undirbúa æskulýðsleiðtoga, forystumenn safnaða aðra en presta, djákna sína og menn, er starfa ættu meðal sjúkra. Þessi stofnun mætti gjarna vera í Skálholti. Söngskóla þjóðkirkjunn- ar ætti að sameina þessari mennta- stofnun. Kirkjuhúshugmynd herra Sig- urgeirs biskups er og athyglisverð í þessu sambandi. Biskup dreymdi um hús, þar sem væri menningarmiðstöð kirkjunnar. Kirkjan þyrfti að eignast stofnun til andlegra Iækninga. Það er öllum vitan- legt, að slíkar lækningar eru stundaðar bæði af miðlum og trúuðu fólki með máttugt bænalíf. Sú stofnun kirkjunnar ætti að vera undir umsjón taugalæknis og sálfræðings, sem samverka með þeim andlegu öflum, sem þeir og sjúklingarn- ir hafa trú á. Æskulýðsstarf kirkjunnar þarf að vera meira og myndarlegra en nú er. Kirkjan er þar allt of lítilþæg. Hún þarf að hafa minnst 4 æskulýðsleiðtoga, sem engu öðru sinna en slíku starfi auk fjölmargra aðstoðarmanna. Vel kæmi til greina að fækka prestum til að fá stoð ríkisvalds- ins til stofnunar þeirra embætta. Messuformi fornu má kirkjan vel halda, en taka þó jafnframt upp ný- breytni í tíðasöng. Kæmi til greina að hafa sérstakar samkomur til kynningar á kristnum arfi í listum og bókmennt- um. Kirkjan hefur skeytt allt of lítið um hinn nýja smekk í byggingarlist og mál- aralist. Nýjar kirkjur á að reisa í nýjum stíl, og skreytingar kirkna í dag eiga að bera svipmót síns tíma. Kirkjan var áð- ur fyrr í fararbroddi á þessu sviði, en rekur nú lestina. Kirkjan á marga velunnara, sem bíða. umbóta hennar og endurnýjunar. Guðmundur Sveinsson. Stórkostlegur hrærigrautur hindurvitna og óvizku. Bjarni Benediktsson frá Hofteigi Grundvallarsetning kristinnar guðfræðl og kirkjulegrar kenningar er sú, að al- máttugur guð ráði fyrir heiminum og lífi mannanna. Það er höfuðverðleiki Krists að hafa dáið friðþægingardauða fyrir syndir okkar og þannig borgið okkur frá visri fordæmingu — ef við trúum á hann, enda er það ennfremur meginboðskapur margra presta að manneskjan sé getin í synd. Ef kristin kirkja lætur undir höf- uð leggjast að boða tilvist almáttugs guðs, ef hún hættir að kenna friðþægingar- dauða Krists, þá er hún ekki kirkja leng- ur. Þessvegna mótast svarið við spurn- ingu þessari einfaldlega af því, hvort maður festir trúnað á ofangreindan boð- skap eða hafnar honum. Að mínu viti eru starfsaðferðir kirkj- unnar ekki úreltari en þær hafa verið. Það er mín skoðun að hin kristilega guð- fræði sé einn stórkostlegur hrærigrautur hindurvitna og óvizku; og þótt ég viti að kenning og starfsaðferð sé ekki eitt og hið sama, þá get ég vitaskuld ekki tekið eina starfsaðferð við útbreiðslu hindur- vitna fram yfir aðra. Svar mitt er þetta, í stuttu máli: starfsaðferðir kirkjunnar nú á dögum eru nákvæmlega jafnúreltar og þær hafa verið, af því að kenning 14 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.