Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1959, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.03.1959, Blaðsíða 16
arbrögð og hefur veitt kristniboðinu öfl- ugt viðnám og afsvar. Einnig þessi trú- arbrögð eiga nú mjög í vök að verjast, og sum hinna æðri þeirra eiga stórmikla trúararfleifð sameiginlega kristnum mönnum. Hér þarf nýja starfsaðferð. Ný samtök ábyrgra, hleypidómalausra og viturra manna hinna æðri trúarbragða mannkyns, til þess að verjast sameigin- legum óvini: þeirri flóðöldu guðvana vél- menningar og lítilsvirðingar á frelsi ein- staklingsins, mannhelgi og gildi persónu- leikans, sem atómöld er albúin að velta yfir allar þjóðir, austurs og vesturs. Maðurinn sem samfélagsvera, í órofa samfélagi við aðra menn og ábyrgur fyr- ir Guði. Jarðlífið í órofa sambandi við það, sem á eftir því kemur. Þá breytingu þarf kirkjan að gera á starfsháttum sín- um, að þessi verði þungamiðja alls, sem hún kennir, en margt annað falli úr kenningu hennar burt, sem búið er að þjóna markmiði sínu, er ekki lífrænt lengur og nær hvorki eyrum, hug né hjarta mannsins á atómöld. 26. febr. 1959 Jón Auðuns. Ezra Pétursson læknir Svar mitt er já. Með spurningunni mun hér vera átt við hina lútersku ríkiskirkju Norður- landa. Boðskapur kirkjunnar um kærleika og miskunn guðs til manna, eins og hann birtist þeim í orðinu sem varð hold „og hann bjó með oss fullur náðar og sann- leika“, er.hin æðsta vizka. Sá eilífi sann- leikur fellur aldrei úr gildi, og getur ekki orðið úreltur. Öll þekkingarleit manna, framþróun og framfaraviðleitni miðar að því að op- inbera þeim þennan sannleika og gera þeim hann skiljanlegan, og til hans liggja allar hinar mismunandi brautir vísindalegrar þekkingar, lista og trúar- bragða. Eilífðareðli sínu samkvæmt hefur hann alltaf verið til og þessvegna er ekki þörf á því búa hann til, finna upp eða uppgötva með visindalegum eða kirkju- legum starfsaðferðum. Hann skín og Ijómar í dýrð sinni af sjálfum sér, og ekkert getur endurbætt hann, fegrað eða prýtt. Það er því að færa skörina upp í bekkinn ef leitazt er við að styðja hann eða styrkja með vís- indalegum eða hagfræðilegum rökum, eða betrumbæta með andahyggju eða guðspeki. Kirkjan er hinsvegar mannlegt starfs- tæki til þess að flytja þessa sálarorku niður á jörðina til mannanna. Hún er því háð tímanlegum og mannlegum tak- mörkum og þeim umbreytingum sem þeim eru samfara. Ef hún ekki skilur sinn vitjunartíma, verða starfsaðferðir hennar úreltar. Hún á að vera æðst og fullkomnust allra mannlegra stofnana, hafin hátt yf- ir dægurþras í fullkomnu frelsi og sjálf- stæði sínu, öllum óháð og engum undir- gefin. Það er hennar aðalsmerki og frumburð- arréttur. Trúi hún á sjálfa sig og skap- ara sinn til þess að sjá sér farborða, verður hún öflug og sterk, eins og kaþólska kirkjan og aðrar óháðar frí- kirkjur. Treysti hún ekki á Hann, heldur selji ríkisvaldinu frumburðarrétt sinn fyrir brauð og baunarétt eins og Esaú forðum, lítilsvirðir hún frumburðarrétt sinn og trú um leið og glatar trausti safnaðanna, eins og átt hefur sér stað nú á Norðurlöndum. Ríkiskirkjan hér á landi er veik og vanmáttug; kirkjurnar standa auðar og tómar eða tæplega hálffullar þegar bezt lætur, að stórhátíðum og jarðarförum undanskildum. Það ætti að vera æðsta takmark og keppikefli æskublóma lands- ins að búa sig með guðfræðinámi undir það að gerast þjónar hennar. í stað þess hefur aðsókn að guð- fræðideild háskólans hrakað ár frá ári. í fyrra var aðeins einn innsækjandi, og síðastliðið haust raunverulega enginn. Sá eini innsækjandi, sem lét þá skrá sig, mun ekki geta hafið nám þar fyrr en á næsta ári, að sögn prófessoranna þar sjálfra. Aumara getur þetta ekki orðið. Á sama tíma sækja fleiri hundruð stúdenta í hinar deildir háskólans. í þessu felst engin gagnrýni á kirkjuna sjálfa eða á prestastétt landsins. Þeir vinna flestir eins vel og hægt er við þau skilyrði sem fyrir hendi eru, og þó nokkr- ir betur en búast mætti við. Það er líkast því sem íslenzka kirkjan liggi í dvala í einhverjum sjúklegum svefnhöfga. Safnaðarmeðlimirnir og prestarnir þurfa að sameinast um það að drepa hana úr drórna, og leysa hana úr þeim ánauðarböndum, sem hún hefur sjálf ofið sér. Þá getur hún risið upp að nýju, endurfædd, óháð og sterk. Rvík 15.2. 1959 Ezra Pétursson. Höfuðatriði kenningar- innar standa í fullu gildi. Gunnar Arnason sóknarprestur, Kópavogi Áður en þessu er svarað verður að gera grein fyrir eðli og ætlan kirkjunn- ar annars vegar, en höfuðeinkenni at- ómaldarinnar hins vegar. Annars væri svarið órökstutt og gæti virzt út í hött. Kirkjan er afmarkað trúfélag með á- kveðinn höfuðboðskap. Þessi staðreynd haggast ekkert við þá almennu vit- neskju, að hún er margklofin í hinar og þessar deildir, sem hver um sig eru brytj- aðar niður í ótal flokka. Þrátt fyrir allt, sem þeim ber á milli, er það sameigin- legt, að allir telja sig boða trú Jesú Krists og einhverskonar trú á hann sjálfan. Og Biblían, einkum Nýjatesta- mentið, er þeirra aðal heimildarrit og trúarbók. í 2. kap. Postulasögunnar er starfsemi kirkjunnar skýrgreind eins og hún var frá upphafi vega og er enn í dag. „Þeir (þ. e. frumsöfnuðurinn) héldu sér stöðuglega við kenning postulanna og samfélagið og brotning brauðsins og bænirnar." Með öðrum orðum: kristnir menn stofnuðu strax í upphafi félag (samfélagið, söfnuðinn) til þess að boða kristindóminn eins og þeir skildu hann og viðurkenndu (kenning postulanna). Og það gerðu þeir fyrst og fremst með ákveðnu sniði, því messuformi, sem vér höldum í megindráttum enn í dag (bæn- um, sakramenntum, prédikun og sálma- söng). Þess er skylt að gæta, að kirkjan telur æðstu sannindi sín ekki fengin fyrir til- verknað mannsins sjálfs né verði þau raunar heldur af honum sönnuð, heldur séu þau gefin, — opinberuð af Guði, og þeim verði að trúa. Það, sem veldur því að vorir tímar eru kallaðir atómöld er viss sigur visinda- mannanna. Þeim hefur tekizt að upp- götva og beizla margfalt kröftugri orku en áður var þekkt, hvað þá handsömuð. Nýtt tæki, nokkurs konar Aladínslampi, hefur komið til sögunnar. Þessa kraftur er svo öflugur, að talið er að leggja megi með honum borgir og mannvirki í rúst- ir í einni svipan, granda jafnvel öllu lífi á jörðunni, meira að segja sprengja hnött vorn upp í loftið. Þetta er hér fyrst 16 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.