Samvinnan - 01.03.1959, Síða 21
LITLAKAFFI
Framhaldssaga eftir Kristmann Guðmundsson
Ungfrú Sara ætlaði að malda í móinn,
en varð of sein, því að þeir voru þegar
komnir inn í herbergiskytruna hans
Napóleons. — „Almáttugur hjálpi mér!“
sagði hún. „Eg vona, að það sjáist ekki
í koppinn undir rúminu! — Svona, farðu
á eftir þeim, maður, og talaðu við hann.“
Napóleon Jónsson hvarf inn á eftir
gestum sínum, en kom að vörmu spori
út aftur og sagði felmtraður: ..Hann vill
fá koníak. Heila flösku. óátekna! Hvað
eigum við að taka til bragðs?“
Ungfrú Sara hafði siglt marga krappa
báru um ævina og var vön því að vera
fljót að átta sig. Það hafði ekki farið
fram hjá henni. hvers vegna brennivíns-
salanum á loftinu hafði orðið svo tíðset-
ið hjá Gunnari Berg síðustu vikurnar.
Og þótt hún hefði litið komu hans óhýru
auga til að byrja með. var henni orðið
Ijóst, að það gat stundum komið sér vel
að hafa samband við hann. „Farðu fram
til hans Gunnars, og sendu hann til lians
Jónmundar eftir einni, og snöggur nú!“
Þannig atvikaðist það. að rás viðburð-
anna flækti mvndhöggvarann í það net,
sem honum tókst aldrei síðan að brjót-
ast úr. Þegar hann kom aftur frá Jón-
mundi. var hann með fjórar á sér.
En inni í „einkaskrifstofu“ forstjórans
gerðist glatt á hjalla. því að koníakið
var gott, og Napóleon Jónsson gat ekki
verið þekktur fyrir að látast, er hann
drakk með svo sallafínum manni sem
cand. med. og cir. Sveinssjmi. Hann
levfði gestinum að fylla glas hans hvað
eftir annað og varð allvel kenndur í
fyrsta sinn síðan hann setti á stofn
Litlakaffi.
Cand. med. og cir. Sveinsson var sí-
talandi, en sagði þó í rauninni fátt. því
að hann endaði sjaldan setningu. —
„Mér hefur skilizt, herra,“ sagði hann og
mælti fram í nefið, „að þér séuð nafni —
hm, hm, — en hvar er svo yðar Jóse-
fína, — ef mér leyfist —?“
„Hún er systir mín og býr norður í
landi,“ svaraði Napóleon Jónsson af
barnslegri einlægni.
Rauðkollur hló. „Þú rnátt ekki taka
kandídatinn allt of hátíðlega, Napóleon
minn,“ sagði hann. „Þetta er fyrirmynd-
armaður, en dálítið utan við sig Eigin-
lega ætti hann að vera landlæknir, en
það henti hann dálítið óhapp, þegar
hann var að bvrja á frægðarbrautinni.
Hann var sem sé að skera upp mann og
taka úr honum botnlangann, og það
gekk allt saman vel, nema hvað hann
glevmdi einum skærum inni í kviðar-
holinu á sjúklingnum. Prófessorinn mis-
skildi þetta, og síðan hefur Sveinsson
ekki fengizt við lækningar.“
Halldór Pétursson teiknaði myndirnar
Sögulok
„Er hann þá bju-jaður á búskap
núna?“ spurði Napóleon Jónsson.
„Búskap? Hvernig?“ spurði Rauðkoll-
ur hissa.
„Ja, fvrirgefðu, en mér heyrðist þú
vera að tala eitthvað um ,.metkýr“ —
eða svoleiðis."
Rauðkollur hló hrossahlátur og tæmdi
glas sitt. „Eg þarf nú að fara,“ sagði
hann. „Þú hugsar um kandídatinn og
sérð til, að hann þorni ekki upp. En
láttu hann borga fyrir sig, áður en hann
fer; hann hefur nóga peninga núna, en
það er ekki víst, að liann hafi þá á
morgun!“
Þegar þeir voru orðnir einir, cand. med.
cir. Sveinsson og Napóleon Jónsson,
gerðist kandídatinn angurvær og fór að
tala um, að lif sitt væri mislukkað, því
að í rauninni hefði hann átt að vera
skáld. — „Það var mitt talent, sjáið þér
til. herra. Má ég lesa yður nokkur ljóð?“
„Mín er ánægjan og yðar lítillætið,“
sagði Napóleon Jónsson auðmjúklega.
Cand. med. og cir. Sveinsson tók af
sér gleraugun, fægði þau vandlega. setti
þau upp aftur og dró nokkur skrifuð
blöð upp úr vasa sínum. — „Eg bið yð-
ur að athuga, herra,“ mælti hann draf-
andi, „að ég er skáld framtíðarinnar,
hátt hafinn yfir þær hækjur, sem nefn-
ast stuðlar og rím. Andi minn fer með
himinskautum og kemur ekki við jörð-
ina. nema nauðsyn beri til. En hlýðið nú
á, herra:
mikla líf
sjá ég var á frakklandi og spáni
gandreið milli skýja
stuggar við mér
ný lína
golsóttri hækju
á blárri fjöður skýjaglópsins
sprækur bali
ríður sléttum fola
himintjöld hvít
rauðra haustvega“
Cand. med. og cir. Sveinsson brosti
yfirlætislega og leit á veitingamanninn.
„Hvað haldið þér, að þeir séu margir,
herra,“ sagði hann, „sem þannig hafa
ort á voru landi, íslandi?“
„Vonandi fáir,“ sagði Napóleon Jóns-
son, en tók sig á: „Ég meina, þetta er
algerlega einstætt!“
„Ég skyldi nú halda það!“ sagði
kandídatinn. „Eða hvað segið þér þá
um þetta héma:
í grátklökkum fílabeinsturni
hamingjunnar
býr
enginn veit
öngull í helvítið
og blæðir úr lionum
þéttskipuð einvera
SAMVINNAN 21