Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1959, Page 22

Samvinnan - 01.03.1959, Page 22
ofar undirdjúpum ég er blómið bláa rauðklæddur þeysingur dagar mínir eru gleðitár þú ég ný lína búið“ Napóleon Jónsson þurrkaði af sér svitann, steypti í sig úr glasinu og lét í það aftur. „Iívað finnst yður, herra?“ spurði kandídatinn. Napóleon Jónsson kenndi svima og langaði mest til að komast út undir bert loft, en fann, að nú varð hann að standa sig. Hann rifjaði upp fyrir sér í livelli ýmsa orðaleppa Gunnars Berg í samræðum þeirra um listir. — „Jú — hm„“ sagði hann og setti ósjálfrátt upp spekingssvip. „Myndrænt, — vel kom- pónerað, minnir á róiska — eh — kirkju.“ Cand. med. og cir. Sveinsson missti af sér lonníetturnar, og andlit hans varð sem steingert af undrun. En brátt leyst- ist það upp í Ijóma og gleði, og hann sagði með aðdáun án þess að draga fram í nefið: — „Hvílíkur maður, — hvílíkur krítiker! — Dórisk kirkja! — Þér eruð snillingur! Þér eruð alveg ódauðlegur; — eini maðurinn á landinu, sem skilur mig til hlítar. Yður skal ég lesa öll mín dýr- legustu kvæði!“ — Þegar leið að miðnætti, barði ungfrú Sara gætilega á dyr „einkaskrifstofunn- ar“ og gægðist inn. Þá var cand. med. og cir. Sveinsson sofnaður fram á borð- ið, en Napóleon Jónsson sat enn í hnipri á rúmi sínu og leit á hana örvæntingar- um. „Gefðu mér verkjatöflur, Sara mín,“ stundi hann upp. ”ELEKTRIM” Pólskt utanríkisverzlunarfyrirtæki fyrir rafbúnað h.f. Warszawa — Czackiego 15jl7, Pólland Símnefni: Elektrim Warszawa býður fyrsta flokks pólska rafbún- aðarframleiðslu, svo sem: Allskonar rafmagnsvélar Spenna Hreyfla og rafala Rafhitunartæki Rafdráttartæki Lág- og háspennurofa Rafmagnsmælitæki Ræsa og viðnám Vatnsþétta og eldtrausta rofa Loftskey ta-, útvarps-, sjónvarps- og bergmálstæki Elektronisk tæki fyrir iðnað Raf-sírenur Talsíma- og ritsíma-útbúnað og tæki Rafstöðvar Rafstrengi og raftaugar Einangrara úr postulíni Raflagningarefni allskonar Allar upplýsingar veitir: Pólska sendiráðið, Hofsvalllagötu 55, Reykjavík Vinsamlegast skoðið sýningarsvæði okkar nr. 11 á Alþjóðlegu sýningunni í Posnan, dagana 7.-21. júní 1959 )J £léktftHi it XI. Daginn eftir kom Jónmundur að máli við Söru, og ræddu þau saman um stund, en kölluðu síðan á Gunnar Berg inn í eldhús. Tókust með þeim samningar, og var Gunnar Berg ráðinn í þjónustu brennivínssalans. Þetta sama kvöld hitti hann Fríðu. Þau gengu vestur að sjó og námu stað- ar í flæðarmálinu. Hún var mjög alvar- leg á svip, svo að hann þorði naumast að ávarpa hana, en grunaði, að nú væri illt í efni, og varð honum því þungt niðri fyrir. I örvæntingu sinni ætlaði hann að taka utan um hana, en hún varnaði hon- um þess. Him var fjarska ákveðin, en mild í augum, og röddin var angurvær, er hún tók til máls: „Ég veit þér fellur það miður, Gunnar minn, en það verður svo að vera: þetta er í síðasta skiptið, sem við hittumst.“ „Fríða, hvað segirðu!“ „Þú veizt eins vel og ég, að þetta er vonlaust, Gunnar minn. Ég beið þess í Iengstu lög, að þú reyndir að verða eitthvað að manni, en þér er sjálfum bezt kunnugt um, hvernig komið er.“ „Manstu nóttina, er við fundumst fyrst?“ spurði hann með grátstaf í kverkunum. „Ég hef alltaf elskað þig síð- an, Fríða.“ „Nei, Gunnar minn, þú hefur engan elskað nema sjálfan sig, annars hefðirðu revnt að fara að orðum mínum. En ég hef elskað þig. I þrjú löng ár beið ég eft- ir, að þú kæmir suður. Þú varst fallegi fjallasveinninn minn, — en nóg um það. Þegar ég kynntist þér, sá ég fljótlega, að þú varst enginn maður til þess að eiga mig. Ég skal tala við þig í einlægni: Pabbi minn er ekki eins ríkur og menn halda. en hann hefur vanið mig á alls konar munað, og ég er ekki til þess nýt að lifa í fátækt. Maðurinn minn verður að vera fær um að sjá fvrir mér á rík- mannlegan hátt, og það verður þú aldrei, Gunnar. Skapgerð þín er of lin og laus í sér. Ég gœti hugsað mér að bíða þín áruni saman, ef þú værir raunverulegt listamannsefni, sem berðist af alefli fyrir hugsjón sinni. Kannske gæti ég líka lifað í fátækt með slíkum manni. En mér er vel kunnugt um, hvernig þú hefur stund- að námið, því að Einar Jónsson er vinur föður míns. Ég veit, að þú hefur veika skapgerð og gerir ekkert til að styrkja liana. Og ég fyrirlít aumingja, sem láta berast með straumnum! Þú skalt ekki halda, að ég sé að yfirgefa þig einungis vegna þess, að þú ert búinn að fá ómennskuorð á þig hérna í bænum. Mér væri alveg sama, hvað sagt væri um þig, ef ég tryði á framtíð þíua. En það SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.