Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1959, Side 24

Samvinnan - 01.03.1959, Side 24
Ódýrasta trygging, sem hægt er að fá Það er hverjum hugsandi manni nauð- synlegt og skylt að eiga líftryggingu. Þetta er skylda gagnvart fjölskyldu og henni til öryggis, svo að kona og börn standi ekki uppi með tvær hendur tómar, ef fyrirvinnan fellur frá. Líftryggingar hafa hingað til verið með þeim hætti hér á landi, að hver einstakur hefur orðið að tryggja fyrir sig, og hafa því alltof fáir menn gert það. En nú hefur Líf- tryggingafélagið Andvaka tekið upp nýja gerð trygginga, sem er þannig, að bæði munu miklu fleiri menn en áður kaupa sér líftryggingu, og þeir munu geta fengið hana ó- dýrari en nokkru sinni fyrr. Er þetta með svokölluðum hóp- líftryggingum, þar sem heilir hópar manna, til dæmis starfsfólk fyrirtækja, geta tryggt sig í einu lagi. Hóptrygging er aðeins áhættutrygg- ing þannig, að umsamin upphæð er greidd aðstandendum, ef hinn tryggði fellur frá. Hún gildir frá ári til árs, en er ekki samningur til langs tíma og ekki spamaðarráðstöfun á sama hátt og venjuleg líftrygging. Kynnið yður hóplíftryggingar And- vöku. Verð þeirra er ótrúlega lágt, og það öryggi, sem þér getið skapað fjölskyldu yðar, mjög mikið. Athugið, hvort starfsbræður yðar eða félagar í einhverju félagi geta ekki sameiginlega skapað sér öryggi líftryggingar á hagkvæman hátt. Ef þér eruð að byggja eða afla atvinnutækja að ein- hverju leyti með lánsfé, er það meira virði fyrir fjölskyld- una en nokkru sinni, að þér séuð vel líftryggður. Leitið allra upplýsinga í skrifstofu Andvöku í Sambandshúsinu í Reykjavík eða hjá umboðsmönnum fé- lagsins (t. d. kaupfélögunum) um land allt. Dragið ekki að koma öryggi fjölskyldu yðar í gott lag. Eng- inn veit, hvenær það kann að vera um seinan. Líftryggingafélagið A N D V A K A Starfsaðferðir kirkjunnar Gunnar Arnason (Framh. af bls. 17) gerðri breytingu á næstunni, þótt á- herzluþunginn færist eitthvað til á milli hinna einstöku liða. Ég hef þó ekki trú á að vænlegt sé að auka mjög helgi- sönginn (lithurgiuna), þ. e. tón og víxl- söngva eins og óneitanlega ýmsir vilja, og færa þannig lútersku messuna meir í horf hinnar kaþólsku. Einmitt á atóm- öld er þörf prédikunarinnar. Að visu stuttrar. En boðun orðsins verður þeim mun brýnni, sem almenningur verður ófróðari um kristindóminn eins og nú fer sívaxandi. Prédikuninni verða aldrei sett ákveðin form. Þar kemur val og hæfileikar prédikarans til sögunnar. Sá búningur breytist oft eitthvað með hverri kynslóð og að sjálfsögðu mun atómöldin hafa þar sín áhrif, en varla jafn róttæk og á ljóðakveðskap vorn, ef það verður senn ofan á að fella niður rímið. Hitt dylst mér ekki, að hér þurf- um vér prestarnir nokkuð að breyta til, ef vér ætlum að ná eyrum fólksins. Einnig þar getur meistarinn sjálfur ver- ið oss fyrirmynd: Hann talaði mikið í myndum. Og nú kem ég beint að því, að þótt ég yrði að svara þeirri spurningu, sem fyr- ir liggur neitandi, ef hún er tekin í þröngri merkingu, þá játa ég hiklaust að kirkjan kemst ekki hjá að taka mik- ið tillit til atómaldarinnar, með því að taka upp nýjar starfsaðferðir, auk sinna gömlu, og þeim til styrktar. Þetta sprett- ur fyrst og fremst af því, að sakir margra orsaka, sem hér verða ekki rakt- ar, og fæstar eiga nokkuð skylt við at- ómvísindin, hafa vestrænar þjóðir um all langan aldur orðið meira og meira afhuga kristindóminum. Kirkja hinna „kristnu" landa er ekki lengur „almenn þjóðkirkja“, þar sem því skipulagi er enn haldið, heldur er hún, og ekki sízt hér á iandi, komin í trúboðsaðstöðu. Annað hvort verður að vekja safnað- arlífið almennt, eða senn rekur að því, að skilja verður ríki og kirkju, og láta þá um að halda uppi kristilegu starfi, sem hafa raunverulegan áhuga á því. Hér kemur aðallega tvennt til, sem færist nú í vöxt viða erlendis. Annað er efling leikmannastarfsins. Sá þátturinn má heita lítt þekktur hér nema meðal sér- trúarflokka. Þar er að finna undirstöðu þess að leikmaðurinn skilji að honum ber að starfa fyrir málefnið. Honum er það hjartans mál af því að hann trúir að það verði heill hans í nútíð og eilífð. Hann viðurkennir að sál sín sé meira virði en allt annað. Þess vegna vill hann líka eitthvað leggja á sig fyrir sálarheill annarra manna. Og leikmaðurinn getur margt í þessum málum: skipað sitt sæti við guðsþjónustuna öðrum til fyrir- myndar, vakið áhuga sinna nánustu og annarra á kristindómsmálum, aðstoðað við hið kristilega barna- og unglinga- starf, unnið að líknarmálum innan safnaðarins og ótal fleiru. Það eru ekki verkefnin, heldur hjörtun og hendurnar sem vantar. Sjálfur Kristur hafði ekki annað en áhugamenn til að fela boð- skap sinn í fyrstu, — en þeir kveiktu þá elda, sem síðan hafa logað. Hitt sem ég vildi sérstaklega nefna er að einmitt tækni atómaldar leggur kirkjunni sem öðrum, ný tæki upp í hendurnar: útvarp, kvikmyndir, skugga- myndir, sjónvarp. Ég er þess fulltrúa, að þótt ekki kæmi fleira til, mun þetta hafa stórfelldar breytingar á starfsemi kirkjunnar í för með sér. En svo eru líka nú sakir breyttra samgönguhátta mögu- leikar til margs konar fundahalda, t. d. stórra, kristilegra móta, einnig til heim- sókna á slik mót erlendis. Þá er og hæg- ur vandi að fá erlenda vakningamenn, ef þess er æskt. Ekki má heldur gleyma, að starf Alkirkjuráðsins miðar að marg- víslegum tengslum milli hinna ýmsu kirkna og leiðir þegar til margs konar alheimsstarfa og vakningar á þessum vettvangi. Svar mitt er í stuttu máli þetta: At- ómöldin krefst aukins áhuga og starfs af kirkjunni, mannkyninu til bjargar og heilla. Höfuðstarfsaðferðir kirkjunnar eru enn í fullu gildi, en bráð nauðsyn hins, að þeim verði nú sem jafnan beitt með tilliti til og í samræmi við ástand og horfur tímans. Og kirkjan verður líka að bjóða þeim mun betur út liði sínu, sem fleiri snúa við henni baki eða eru henni andvígir. Og henni liggur á að taka tæknina í þjónustu sína. Kirkjunni stafar raunar engin hætta af atómöldinni. Hún er einmitt fulltrúi þess og bjargvættur, sem engin sprengja getur grandað. Gunnar Árnason. 24 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.