Samvinnan - 01.03.1959, Síða 25
Ný viðhorf í ljóðlist:
Þorsteinn Valdemarsson, skáld
Sveinbjörn Beinteinsson.
Það er ekki úr vegi að spyrja. livað
við höfum að gera með ljóðagerð nú á
dögum. Getum við ekki verið án ljóða
framvegis?
Ef ti! vill mætti leysa málið á sama
hátt og nú er gert við kristindóminn eða
„trúna", sem við köllum svo: reisa ein-
hver efnismikil musteri formsins og láta
kjarna málsins eiga sig. En kirkjur án
trúarstarfs eru sem kalkaðar grafir og
engum til sóma; eins er ljóðagerð án til-
gangs og boðskapar einber hégómi og
nokkurskonar háðsmerki í vandkvæðum
okkar.
Islenzk ljóð hafa jafnan verið öðrum
þræði einföld og augljós eins og flestar
stökur og tækifæriskveðskapur er enn í
dag; annarsvegar hafa skáldin unað við
flókið form og málþrautir til hins ýtr-
asta. Formþróun ísl. ljóðlistar hefur
a.m.k. tvívegis farið út í öfgar: í drótt-
kvæðum forðum og í rímum seinni alda.
ISIér er nær að halda. að þjóðhagslegar
aðstæður hafa valdið þessum öfgum og
stýrt þeim; þær voru varúðarráðstafan-
ir í nauðum. Ljóðlist okkar er vel á vegi
stödd meðan jafnvægi helzt milli íhalds-
semi og nýungagirni.
Við skulum líta til baka um stund. A
dögum Snorra Sturlusonar var öll ljóða-
gerð að leysast upp í danskvæði, sem
lítt fylgdu íslenzkum bragreglum. Snorri
bjargaði hinu forna kveðskaparlagi með
því að skrifa Eddu og kenna þjóð sinni
að yrkja á íslenzku. Þeir samtíðarmenn
hans, er helzt þóttust fallnir til forustu i
menntamálum síns tíma, dæmdu skáld-
skap Snorra með því að segja. að sést
hefði: „leir aldregi meiri“. Það urðu samt
Eftir Sveinbjörn Beinteinsson
rímurnar. sem samþýddu nýtt og gam-
alt í ljóðlist. Og þótt ekki væri allt glæst
í þeim nýjungum, sem hér hófust eftir
siðaskipti, einkum í sálmagerð, þá tókst
þó Hallgrími Péturssyni að skapa úr því
efni stórbrotnasta skáldverk íslenzkra
ljóðskálda. Seinna mótuðu svo þeir Jón
á Bægisá og Jónas Hallgrímsson þann
ljóðastíl. sem rikt hefur siðan í miklu
veldi — en er nú kominn á fallanda fót.
Um hríð hefur verið mjög leitazt við
að skapa nýjan stíl í ljóðagerð hér á
landi og hefur gengið á ýmsu. Merki-
legastar eru tilraunir nokkurra skálda
að yrkja án ríms og stuðla og jafnvel án
háttbundinnar hrynjandi. Að vísu hefur
þessum ágætu skáldum ekki skilizt. að
ljóðlist verðtir að eiga sér einhvern stað
í aldarfari síns tíma, annars er hún
dauðadæmd eins og ótímabylting. En
þessar tilraunir eru fyrst og freinst
merkilegar vegna þess, að þar er að
finna flest það, sem skáldlegast er í nýrri
Ijóðagerð og frumlegast.
Enn aðrir hafa leitað þröngra forma
og farið sínar leiðir fjarri alþýðu. en
ekki hefur tekizt að skapa úr þessu neitt
við hæfi. En hvað er framundan? Það
gæti verið rétt að líta fyrst á, hvað er
að baki.
Um það leyti. sem ísland var að
byggjast, þróaðist í Noregi svipmikill og
fagur skáldskapur eins og sjá má af
Ynglingatali. Haraldskvæði o. fl. Islend-
ingar mótuðu ljóðagerð í fastara form:
dróttkvæðastílinn. Og þegar þeir loks
brutu þann stil af sér eftir margar aldir,
þá mótuðu þeir annan stil svipaðs eðlis:
rímnaformið.
Það er greinilegt, að umrót og ný-
breytni hefur jafnan leitt af sér það sem
stórbrotnast er í Ijóðlist íslendinga. Það
er einkennilegt samspil þjóðkvæða
(Eddukvæða) og dróttkvæða í Völuspá;
þar slær einnig saman heiðni og kristin-
dómi, íhaldssemi og byltingu. Allt þetta
verður þó skiljanlegra ef gert er ráð
fyrir að Völuspá sé yngri en skáldskap-
ur Egils og allur sá galdur og kvngi, sem
hann er gerður af.
Þegar dróttkvæðin voru hætt að vera
lifandi skáldskapur og dansar og annað
slíkt var að verða ríkjandi ljóðagerð, þá
komu rímurnar til sögunnar. byggðar á
fræðum Snorra og lögmálum íslenzkrar
braglistar, en tóku til sín hugmyndir og
skáldskap dansanna. Skáldskaparafrek
Hallgríms Péturssonar er gott dæmi
þess, hvernig fögur list skapast úr sam-
ræmingu fornrar reglu og nýs ahlaranda.
Snilld Jónasar Hallgrímssonar í ljóði er
okkur nýtíðarmönnum ljósari en list
Hallgríms. af því að tungutak hans og
hugsjón er nærstæðara menningu þeirri
og hugsunarhætti. sem við hrærumst í.
En skáldlist okkar lifir ekki á því einu
að þvæla og útþynna Ijóðastíl þessara
liðnu snillinga; við verðum að krefjast
þess af skáldum okkar, að þau yrki við
hæfi þessara tíma og í þeim anda, sem
nútíðin krefst. Og þótt vel megi svo
fara. að einhverskonar rímnalist leysi
þann vanda að skila ljóðamennt okkar
og orðlist inn í framtíðina. þá er ekki
ástæðulaust að leitað sé annara leiða í
formi og stíl.
íslenzkan hefur mjög mikið mótazt af
ljóðagerð þjóðarinnar og það er vafa-
laust, að hin almenna iðkun ljóðlistar
hefur átt einna drýgstan þátt í því að
varðveita málið og viðhalda traustleik
þess. Það ætti því ekki að vera þrætu-
mál, hvort þörf er fyrir Ijóðlist í nútím-
anum, heldur hitt, hversu yrkja beri,
svo að alþýða fái notið Ijóðanna og
hafi eitthvað til þeirra að sækja. Það
verður varla lýðum ljóst fyrr en löngu
síðar, hvaða skáld hafa stórmannlegast
brugðizt við vandamálum sinnar aldar,
hvaða skáld hafa bezt skilið þörf og
kröfu tímans. Enda þótt það bíði seinni
tímans að metast um gildi nútímaljóða,
þá verðum við samt að taka afstöðu til
þeirra samtíðarmanna, sem hafa verið
kallaðir til þess að yrkja Ijóð þeirrar
aldar, sem er að líða. Ég hef haft þenn-
an formála svo langan vegna þess. að ég
vildi reyna að sýna fram á, að ljóðagerð
þessa tíma er stuttur kafli í langri sogu
— að öll alvarleg ljóðlist hlýtur að vera
borin uppi af nauðsvn. sögulegri; þetta
held ég skáldin mættu gera sér betur
ljóst en verið hefur. — Ljóðabókin Heim-
hvörf hefur að færa einhverja alvarleg-
SflMVINNAN 25