Samvinnan - 01.03.1959, Side 26
Heklu-úlpan er hlý og vönduð flik
FATAVERKSMIÐJAN HEKLA
á alla
f jölskylduna
ustu og athyglisverðustu tilraun, sem
gerð heíur verið núna lengi til þess að
yrkja nútímaljóð — á íslenzku.
Þorsteinn Valdimarsson gaf út ljóða-
bók á skólaárum sínuni, Villta vor hét
hún. Sú hók var sýnn vottur þess, að
von væri á nýju skáldi. Tíu árum seinna,
10552, kom svo út önnur bók hans,
Hrajnamál. og þar með var það iýðuin
ljóst, að Þorsteinn væri skáld, þótt menn
deildu bæði um ljóðform hans og skáld-
legan svip kvæðanna. Þorsteini er það
sýnilega rnikið vandamál, hvaða form
hann á að velja ljóðum, og hefur hann
leitað ýmissa bragða í þeim efnum. Mér
er nær að halda, að honum láti bezt að
yrkja undir þeim háttum, sem hann hef-
ur sjálfur mótað, og tekst honum þó vel
með fornu hættina og þjóðkvæðahætti.
En beztu ljóð hans eru undir léttum, líð-
andi söngháttum.
Hversu mild hefur sólin vakið mörk og
bvggð!
O, morgunn himintær,
aldrei ljómuðu sund þín slíku Ijósi
skyggð,
né gekk ljóð þitt hjarta nær.
Hvað er breytt?
spyrja börnin feginsrjóð.
Þetta eitt,
hvíslar árdagsgolan liljóð:
Hér fór gestur um í nótt
meðan djúpin dreymdi rótt —
og í dögginni sér þó enga slóð.
Yrkisefni skáldsins eru fjölþætt og
koma þó flest í einn stað niður: — heim-
hvörf. Sennilega eru það þessi heim-
hvörf, sem gefa ljóðunum gildi fvrst og
fremst og setja þeim takmörk.
Þar brá um salar set
til sorga og gleði,
sem harpan hló eða grét;
svo hægt hún lét
skuggunum skipt í geði,
og aftur sjónarsvið
til syrgisheima
þrengt við hinn þæga nið
og þagnar frið
horfinn að hjarta streyma.
En stundum er þyngra fyrir og meira
um.
Oss blandast mál
og mæti fölsk og gild
og miðar óðum
á slysaleið, gegn hollra vætta vild,
unz áttalaus í heimanfjalla fylgd
á feigðarglóðum
vér rösurn loks frá ráði og vara trylld —
vér! öld, sem kastar
frelsi fyrir borð
gegn fúlgum dala
og lítur ógnað lífi á feðra storð,
og veit það þó: hér þarf ei nema orð
hvers þegns að tala. —
A fyrr að verða oss feigum búið morð?
Að vísu held ég að hér þurfi meira en
orð: meinið liggur dýpra. Einmitt þarna
kann að vera veiki punkturinn á skáld-
skap Þorsteins: leit hans að fegurð og
samræmi — heimhvarfið, leiðir hann
stundum afvega frá hinum bitra sann-
leika. Samt er skáldskapur hans gerður
af traustara efni en flestra annara. og
þegar bezt lætur hafinn yfir allan efa.
Ljóðform Þorsteins hefur orðið mönn-
um deiluefni; sumum þykir hann forn-
legur um of, aðrir kvarta um nýjabragð
og háttleysur. Formið er sjáanlega ekk-
26 SAMVINNAN