Samvinnan - 01.03.1959, Síða 27
ert aukaatriði fyrir Þorsteini og hann
hefur eflaust lagt sig mjög eftir því að
skapa list sinni fögur form. Enda þótt
Þorsteini hafi yfirleitt tekizt að setja
sinn eigin svip á ljóðlist sína, þá eru þó
stundum á ljóðstíl hans agnúar, sem
hefðu mátt hverfa. í Hrafnamálum mátti
stundum sjá þess merki, að skáldið vildi
setja rnerki liðins tíma á ljóð sín, sjá
m. a. kvæðið Hrafnamál og Ovarður
grunni. I Heimhvörfum gætir þess helzt
í Júníregni. Mér þykir þessi fyrnska í
stíl og orðavali heldur til lýta á svo
ágætum skáldskap. Annars er ástæðu-
laust að sakast um þessa hluti, því yfir-
leitt er skáldskapur Þorsteins auðskil-
inn. Orðaforði Þorsteins er mikill og
góður, þótt hann eigi það til að leika
sér að hættulegum hlutuni þar. I mynd-
vísi og skarplegum hugmyndum á Þor-
steinn fáa sína jafningja; vil ég því til
stuðnings minna á kvæðið Brúðfylgjur,
eitt fallegasta kvæði bókarinnar. Þó að
Ijóðform Þorsteins sé margbreytilegt og
einatt margslungið, þá á það ekkert
skylt við tilgerð eða skrautlist, af þeirri
einföldu ástæðu, að andi og kjarni ljóð-
anna er æfinlega í fullu samræmi við
ytri búning. Þessi sameining stíls og
innihalds er hin sanna ljóðlist, og í henni
er sá galdur fólginn, sem svonefnd atóm-
skáld okkar eiga eftir að leysa. Það er
satt, að form kvæðis eða formleysi sker
ekki úr um það, hvort kvæðið er skáld-
skapur eða holtaþokuvæl, en hitt er líka
satt, að form kvæða ræður miklu um
áhrif þess og gildi. Það skáld, sem gugn-
ar fyrir vanda formsins, er ekki líklegt
til að leysa önnur vandamál skáldskap-
ar. En það er engin lausn á þessum vanda
að böðlast með rím og stuðla eins og
verkast vill, og hitt er heldur engin úr-
lausn að víkja sér undan vandanum yfir
í formleysi. Þessa þraut verður að leysa
á þann hátt, sem sögulegar og listrænar
kröfur heimta; ekki með eftirlíkingu af
list annara þjóða, og enn síður með
stælingu eða endurgerð þess, sem var
og hét á öðrum tíma. Ég hef rætt og
reifað þessi mál á breiðum grundvelli í
sambandi við Ijóð Þorsteins Valdimars-
sonar af þeirri ástæðu, að hann er það
skáld, sem af einna mestri list og þroska
yrkir á islenzku máli um sinn. Tímabil
hinna óbundnu Ijóða er að mestu runn-
ið hjá, en við tekur sérstæð og formfög-
ur ljóðlist. Ljóðskáld hins óbundna stíls
hafa unnið þarft verk og leyst Ijóðagerð
okkar úr fjötrum, og markað henni víð-
ara svið í hugsun og viðfangsefnum. En
nú er komið að því, að þjóðin vill fá
leyst úr þeirri þraut, að ort séu ljóð með
sérkennum þeirrar þjóðar, sem á sér
samfellda menningu margra alda — og Þær stefndu þangað
einnig framtíð í samræmi við það mesta sem heiðin há
og bezta frá fortíðinni. Heimhvörf Þor- sitt hrjósturfang
steins Valdimarssonar eru enn stærsta móti víðum geimi
framlagið til hinnar nýju listar í ljóði. í roða breiddi,
Að síðustu leyfi ég mér að taka hér og rökkva og eimi
upp eitt smáljóð úr Heimhvörfum: BRÚÐFYLGJUR. við sólarkossinn var sveipað frá.
I höfga lá ég I geislaljómann
við lækjardrag; sem gömul sögn
í leiðslu sá ég úr gleymd og tórni
frá dimmum hleinum þar væri hrifin,
tvo svani rísa, ég starði úr fjarska
og röddum hreinum unz fram var svifin
þeir buðu mér guðs ást hin hvíta draumsýn
og góðan dag. í hvarf og þögn.
Sá kveðjuhljómur En lengra og ofar
hann skalf svo skær en augsýn fer
frá skýi og blórni steig ósk og þökk
sem leiftur felldi fyrir samvist forna.
og brygði' í húminu 0. söngvatregi —
bleikum eldi. og tákn hins horfna
0, vinafylgjur — tvær hvítar fjaðrir
ég þekkti þær. við fætur mér.
Braga kaffi
bregzt engum
SflMVINNAN 27