Samvinnan - 01.02.1976, Blaðsíða 7
^ Samvinnan
1. hefti 1976 70. árgangur.
Útgefandi: Samband tsienzkra sam-
vinnufélaga. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Af-
greiösla og auglýsingar: Gunnar Guöna-
son, Rítstjirn og afKreíðsla: SuBurlands-
braut 32, simi 81255. ÁsknftarverS: 2000
krónur, í lausasölu 200 krónur hverl
hefti. GerS myndamóta: Prentmyndastof-
an hf. lítgreíning á forslBu: Prentmynd
sf. Prentun: PrentsmiSjan Edda hf.
3 Porustugrein um iðnaö sam-
vinnmnanna
4 Gjóskulög, grein eftir ctr. Sig-
urð Þórarinsson, jarðfrœðing.
6 Vangaveltur eftir Sigvalda
Hjálmarsson
9 Réttur mánaðarins, valinn af
Dröfn H. Farestveit, Xiús-
mæðrakemiara
10 Tvær sögur eftir Pétur Gunn-
arsson, Saga úr snjónum og
í Reykholti
12 Skapgerð, greind, þekking og
nám
14 Bamasiðan
15 í MöSrudal, kvæði eftir Helga
Sæmundsson
16 Málsvari neytenda, grein um
hinn skelegga forustumann
neytendasamtakamia í Banda-
rikjunum, Ralph Nader
18 Hún var ekki mýkri, sængin
hans Macks, frásögn um
Knut Hamsun eftir útgef-
anda hans, Harald Grieg, fyrr-
um forstjóra stærsta útgáfu-
fyrirtækis Norðmamia, Gyld-
endal
20 Benoní og Rósa, bókarkafli
eftir Knut Hamsun
22 Punktar um lélega síma-
þjónustu úti á landsbyggð-
inni
26 Krossgátukeppni, verðlaun:
Sunnuferð til sólarlanda
PORSÍÐAN:
Gunnar Hannesson er í hópi
snjöllustu ljósmyndara hér á landi,
og hafa landslagsmyndir hans
vakið' mikla athygli eriendis. Þeg-
ar þetta er ritað', er til dæmis
haldin sýning á myndum hans í
New York. Samvinnan birtir nú
forsíðumynd eftir Gunnar og má
með sanni segja, að hún sé dæmi-
gerð' fyrir hinn snjóþunga og erf-
iða vetur sem nú ríkir.
Iðnaður samvinnumanna
Útmánuðir þessa árs hafa einkennzt
af spennu og erfiðleikum. Þegar þetta er
ritað er vandséð, hvernig hatrömmu land-
helgisstríði við Breta lyktar. Eitt er þó
víst: í náinni framtíð dugir skammt að ein-
blína á hinar dökku hliðar sjávarútvegs-
ins og barma sér yfir því, hvernig ástatt
er um veiðiþol fiskistofna á íslandsmiðum.
Við hljótum að beina sjónum okkar í
aðrar áttir; reyna að koma auga á nýjar
hliðar á atvinnulífinu, sem hingað til hafa
verið í skugganum. Við hljótum að neyta
allra bragða til að styrkja undirstöðu efna-
hagslífsins, því að naumast er of djúpt
tekið í árinni þótt sagt sé, að hún riði til
falls um þessar mundir.
Hlýtur ekki hugurinn að staðnæmast
við íslenzkan iðnað?
Iðnaður Sambands íslenzkra samvinnu-
félaga er býsna stór í sniðum á hérlend-
an mælikvarða og fer vaxandi. Bráða-
birgðatölur sýna, að Iðnaðardeild Sam-
bandsins hefur selt iðnvarning, bæði inn-
an lands og utan, fyrir 3.1 milljarð árið
1975. Er það 74% aukning í krónum tal-
ið frá næsta ári á undan.
Átta hundruð manns hafa atvinnu við
iðnað í verksmiðjunum á Akureyri. Þá eru
ótaldar prjónastofur og saumastofur víða
um land, sem reknar eru í tengslum við
höfuðstöðvarnar á Akureyri og veita mörg-
um atvinnu.
En hvernig er svo búið að íslenzkum
iðnaði?
í nýlegu blaðaviðtali við Erlend Ein-
arsson forstjóra kemur fram, að verk-
smiðjurnar á Gleráreyrum greiddu á síð-
asta ári um 55 milljónir króna fyrir þá
orku sem þær notuðu. Af því fóru um 25
milljónir í olíu. Hefðu verksmiðjurnar not-
að raforku eingöngu, en að því er einmitt
stefnt, og fengið hana á sama verði og ál-
verksmiðjan í Straumsvík, myndi sparn-
aður hafa numið á milli fjörutíu og fimmtíu
milljónum króna.
Og þó að verksmiðjur samvinnumanna
hefðu aðeins setið við sama borð og á-
burðarverksmiðjan í Gufunesi, hefðu sam-
kvæmt bráðabirgðaútreikningum sparazt
þrjátíu til fjörutíu milljónir síðastliðið ár.
Innlendur verksmiðjuiðnaður er sem
sagt skör lægra settur en útlendur auð-
magnsiðnaður, og því er erfitt að una.
Það er lágmarkskrafa að hann fái raf-
orku á sama verði og útlendingarnir.
Hinar langrvarandi jarð-
hræringar á Norðurlandi
gera það að verkum, að
sjaldan hefur áhugri á jarð-
fræði verið meiri meðal
landsmanna. Samvinnan
birtir í þessu hefti grrein
cftir Sigrurð Þórarinsson
jarðfræðingr um grjóskulögr.
Er hún að mcstu sam-
hljóða erindi, sem hann
flutti í Ríkisútvarpið 25.
september 1975 í flokknum
Þættir úr jarðfræði Is-
lands. Sjá blaðsíðu 4.
Það vakti athygrli um land
allt, þegrar hópur ungrra
skálda sem kallaði sigr
„Listaskáldin vondu“ las
upp úr verkum sínum í
troðfullu Háskólabíói. Síð-
an hefur hópurinn lagrt leið
sína út um land og virðist
hljóta jafngróðar undir-
tektir þar. I þessu hefti
birtast verk eftir eitt þess-
ara skálda, Pétur Gunn-
arsson, tvær stuttar gram-
ansögrur á blaðsíðu 10.
Danska samvinnusamband-
ið bauð nýlegra Ralph Na-
der, hinum hugrrakka bar-
áttumanni fyrir málstað
neytcnda í Bandaríkjunum,
til Danmerkur til að halda
þar fyrirlestra ogr kynna
starfsaðferðir sínar ogr hugr-
myndir. Ralph Nader hef-
ur nú komizt á þá skoð-
un, að samvinnustefnan
muni í framtíðinni leysa
allan vanda neytenda. Sjá
grrcin um Nader í þættinum
Svipir samtíðarmanna
„Glaðværðin komst á aft-
ur, ogr samkvæmið stóð
undir morgrun ogr endaði
með því, að hinn aldni
riddari krafðist þess að
drekka minni húsfreyjunn-
ar í kampavíni úr skónum
hennar . . . Um leið ogr
hann kvaddi, sagrði hann:
„Hún var ekki mýkri sængr-
in hans Macks í Sirilund.“
Sjá frásögn um Knut Ham-
sun eftir útgrefanda hans,
Harald Griegr, á bls. 18.
3