Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1976, Page 21

Samvinnan - 01.02.1976, Page 21
Hinn skeleggi málsvari neytenda í Bandaríkjun- um, Ralph Nader, sem oft hefur verið lagt til að yrði forseti Bandaríkjanna, telur að samvinnu- starf muni í framtíðinni leysa allan vanda neyt- enda. Ralph Nader hvetur til þess, að neytendur fái stjórnmálaleg og fjárhagsleg völd í gegnum samvinnufélög og neytendasamtök. Arangur hans er jafnmikill og raun ber vitni meðal annars fyrir þá sök, hve góð sambönd hann hefur við fjölmiðla. Hann hagnýtir sér hvort tveggja að halda fjöl- menna blaðamannafundi og láta efni sitt „komast á kreik“ í einka- samtölum við blaðamenn. Þar sem efnið, sem hann lætur frá sér fara, er nær ætíð vel unnið og undirbúið og byggt á nákvæmum upplýsing- um og rannsóknum, eykur það trúnað lykilmanna Naders hjá fjölmiðl- um á orð hans og eykur enn á áhrif hans. hafi ekki viljað egna sériðju- höldana með þvi að vera að fetta fingur út í þetta. Fyrir stuttu sökuðu hann og sam- starfsmenn hans stjórnina um að eiga beina hlutdeild í dauðs- föllum af völdum krabbameins í landinu, sem stafa af tóbaks- reykingum, með þvi að veita tóbaksræktendum árlega sem svarar ellefu milljarða króna styrk, en verja aðeins sem svarar átján þúsund íslenzk- um krónum á hvern einstak- ling, sem deyr af krabbameini af völdum tóbaksreykinga, til rannsókna á krabbameini. Nader hefur ekki unnið öll sín mál. En hann á mikinn þátt í mörgum þeirra bráð- nauðsynlegu neytendalaga, sem sett hafa verið í Banda- ríkjunum á undanförnum fimm til sex árum. Og að fyrir- mynd hans hafa verið sett á stofn neytendaráð víðs vegar í Bandarikjunum, sem brýna nauðsyn bar til vegna þess að þar er engin samræmd neyt- endalöggjöf til. Kerfið Vinnuaðferð Ralphs Naders byggir á ákveðnu kerfi. Hann sendir þinginu og forsetanum skýrslur, hann skrifar i vinsæl vikublöð, hann fær stóru dag- blöðin og sjónvarpsstöðvarnar til að fjalla svo rækilega um málefnin, sem hann hefur með höndum, að yfirvöldin geta ekki stungið þeim undir stól eins og ekkert sé. Hann skrifar bækur — og bækur eru skrif- aðar um hann. Jafn feiminn og uppburðarlaus sem hann er i einkalífi sínu, svo ákveðinn er hann og öruggur, þegar hann talar af ákefð sem stapp- ar nærri þröngsýni um „mál- efni sitt“. Þröngsýni og fjölbreytni verkefnanna eru lika veiku hlekkirnir þvi að smám saman er fólki farið að þykja nóg um, hve viða hann kemur við, og er farið að líta á hann sem einstrengislegan barlómsmann, sem skorti alla yfirsýn. Það hefur heldur ekki bætt al- menningsálitið á honum, að hann sem þó kallar sig verj- anda smælingjans í samfélag- inu, er ekki til viðtals við litla karla og smáblöð, heldur að- eins stóru, finu blöðin og sjón- varpsstöðvarnar. Einnig hitt, að hann hefur tilhneigingu til að slá um sig með allsherjar- lausnum og alhæfingum. Ár- um saman var hann til dæmis mjög andvígur samvinnuhreyf- ingunni og áleit, að eina lausn- in á vanda neytenda væri ríkiseftirlit. Nú hefur hann al- veg skipt um skoðun og stað- hæfir, að engin raunhæf lausn vandamálanna finnist nema með samvinnufyrirkomulagi og neytendasamtökum, og nýlega hóf hann samstarf við The Cooperative League of The United States of America — bandarisku samvinnuhreyfing- una. Framtíðin — Atvinnustjórnmálamenn og stóriðjuhöldar eiga ekki að ráða framtíðinni, heldur neyt- endur, hefur verið haft eftir Ralph Nader. Neytendur eiga að hafa allt vald, og neytenda- samtök eiga að stjórna land- inu. Þá fyrst tekst okkur að skapa mannsæmandi samfélag innan hins kapitalíska hag- kerfis. Hann telur að á þennan eina hátt verði til virkt samfélag, sem sé gagnrýnið og óhrætt við yfirvöld og stofnanir. — Vísindi borgararéttarins hafa lengi verið á sama stigi og kjarneðlisfræðin var á tím- um Arkímedesar, hefur hann einnig sagt. — Hinn almenni borgari á enn margt ólært til þess að geta látið samfélagið verka i sína þágu. Þau vísindi ættu að vera öllum vísindum mikilvægust. Ég vona, að ég eigi eftir að eiga hlutdeild í að skapa sameinaða borgara, sem eru lausir við milliliði og þekkja þær leiðir, sem ber að fara. — Skilyrðin til að breyta kerfinu innan frá eru þekkt, skilningur á því, hvernig kerfið verkar og hvernig má breyta þvi, auk skynugra borgara, sem ekki einvörðungu finna órétt- lætið, heldur geta einnig vísað á nýjar leiðir, leyst vandamál og byggt upp breytt samfélag. — Stjórnin og stjórnarkerfið skipta hinn almenna borgara ekki mestu, heldur miklu nær- tækari yfirvöld, stéttarfélagið, vinnustaðurinn, skólinn, kirkj- an og áhrif þessara þátta á lif hans. Það eru þessir litlu harð- stjórar, sem við verðum að knýja til að fá borgurunum völdin í hendur. En það krefst samheldni. Sex menn geta ekki velt um Gíbraltarhöfða, þótt þeir séu allir af vilja gerðir. Ralph Nader trúir því, að hugmyndir hans verði að veru- leika. — Neytendahreyfingin hefur sótt mjög í sig veðrið á allra síðustu árum, segir hann. — Hækkandi verðlag og aukin félagsleg vitund á allan hátt hefur fengið fólk til þess að streyma til neytendasamtak- anna um öll Bandaríkin. Því er kominn tími til að láta hend- ur standa fram úr ermum í baráttu fyrir stjórnmálalegum og fjárhagslegum völdum neyt- enda gegnum samvinnuhreyf- inguna. En hann trúir því ekki, að ekki verði lengur þörf fyrir hann, að minnsta kosti ekki meðan hans nýtur við. Hug- myndir hans munu sjálfsagt smám saman vekja minni at- hygli í fjölmiðlum. En það er líka einmitt eitt af markmið- um hans, að starf hans fyrir neytendur nú eigi ekki að vera neitt sérstakt, heldur hluti hins daglega lífs. Hvað hyggst hann sjálfur fyrir, þegar sá dagur rennur upp? Svar hans ber vott þeirri þrautseigju, sem liggur að baki baráttu hans: — Hið sama og nú — mín verður þörf meðan ég lifi. 4 17

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.