Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1976, Side 9

Samvinnan - 01.02.1976, Side 9
gosinu 1875 féll gjóska á geira, sem er um 650.000 ferkílóm. (3. mynd). Fínasta gjóskan úr Heklugos- inu 1947 féll í það miklu magni austur undir finsk-rússnesku landamærunum, að ná mátti þar sýnishornum til efnagrein- ingar og hafði þá borizt 4000 km leið. Öruggt má telja, að hún hafi borizt eitthvað aust- ur fyrir járntjaid, þótt ekki hafi þar til hennar spurst. Gísli biskup Oddsson var klár á því, að gjóskulögin í jarðvegi eru öruggur vitnisburður um liðin eldgos. Eggert Ólafsson vekur athygli á því, að þessi lög eru mismunandi að lit, og að þau lenda smám saman æ dýpra í jarðvegi. Raunar er sú skýring hans, að þau sígi nið- ur i gegnum jarðveginn, ekki rétt nema að litlu leyti. Það er jarðvegurinn, sem hleðst ofan á lögin, bæði gróðurleifar og þó fyrst og fremst áfok, sem er það mikið hérlendis, einkum eftir landnám, að gjóskulög eru oft aðgreind af fokmoldarlagi, þótt aldursmunur þeirra sé ekki nema fá ár. Er kanna skal gjóskulög, að- greina þau hvert frá öðru, og rekja þau til viðkomandi eld- stöðvar, eru grafin jarðvegs- snið, eða notast við snið, sem vindur eða vatn hafa grafið, og þar ef mæld þykkt hvers lags og grófleiki, dýpi niður á lagið og lögun korna. Litur þeirra er skráður, en hann gef- ur allgóða hugmynd um efna- samsetninguna. Basaltgjóska er svört, ísúr gjóska brún, en líparít gjóska gulhvít eða grá- leit. Gjóskan er sem sagt því kísilsýruauðugri, sem hún er ljósari. Það sem á vantar, til þess að hægt sé að aðgreina og skilgreina gjóskulög úti i nátt- úrunni, má bæta um á vinnu- stofu með smásjárathugun og efnagreiningu sýna. Með nægilega mörgum mæli- stöðum er hægt að korta (korta finnst mér skárra orð en hið leiða kortleggja) þykkt og út- breiðslu einstakra gjóskulaga og rekja þau til sinna eld- stöðva. Sé um lög frá söguleg- um tíma að ræða, er oft hægt að komast að réttum aldri þeirra upp á ár með því að kanna skráðar heimildir um gosin, en séu þau forsöguleg, or hægt að ákvarða aldur líf- ræns jarðvegs hið næsta undir eða ofaná þeim með geisla- kolsmælingu. Það liggur í aug- uppi, að útbreidd og ná- kvæmlega aldursákvörðuð gjóskulög eru mikilsverð bæði í jarðfræði og fornleifafræði. Sérhvert hraunlag er eldra eða jafngamalt neðsta gjóskulag- inu ofan á því, en yngra eða jafngamalt efsta gjóskulagi undir því. Gjóskan úr þvi gosi, sem myndaði Hverfjall við Mý- vatn liggur ofan á 2800 ára gömlu gjóskulagi, og því er Hverfjall yngra en 2800 ára. Sama gjóskulag er að finna allt i kringum Ásbyrgi, en hvergi á botni þess, og sannar það, að svo mikið vatn hefur flætt um Ásbyrgi fyrir minna en 2800 árum, að það hefur skolað burt öllum jarðvegi sem þar var fyrir. Sé grafin hola gegnum Heklugjóskulagið frá árinu 1104 og komið niður á gólfskán eða langeld eða snældusnúð er það öruggt, að þessar mannvistarleifar eru eldri en 1104. Hér skal ekki farið nánar út i gjóskutímatalið sem slíkt, í stað þess skal nánar vikið að nokkrum einstökum gjóskulög- um í íslenzkum jarðvegi. En fyrst verður að víkja nokkuð að íslenzkum eldstöðvum. Hversu margar eldstöðvar hafa verið virkar á íslandi er ekki vitað með neinni ná- kvæmni, enda ekki ætið auð- velt að skera úr um, hvað telj- ast skal ein eldstöð, en vart munu eldstöðvarnar færri en 200, sem gosið hafa síðustu 10.000 árin, margar þeirra þó aðeins einu sinni. Síðustu ald- irnar hefur gosið að meðaltali 5. hvert ár og hafi svo verið síðan ísöld leið, ættu gosin að vera orðin a. m. k. 2000 siðan, en líklegt að þau séu eitthvað færri, og mörg þeirra hafa myndað litla sem enga gjósku. Með tilliti til gosefna er aðal- lega um tvennskonar eldstöðv- ar að ræða. Annarsvegar, og langflestar eru þær, sem gjósa basískri kviku, sem kemur úr miklu dýpi. Þessar eldstöðvar eru aðallega dyngjur og gíga- raðir. Gosin i dyngjunum eru nær einvörðungu flæðigos, sem mynda mikil hraun, en næst- um enga gjósku. Gígaraðirnar gjósa einnig mestmegnis hrauni, en þó er stundum tölu- verð gjóskumyndun í upphafi goss. Og séu basisku eldstöðv- arnar huldar jökli, verða gosin að miklu leyti sprengigos, ef þau komast upp úr jöklinum. Dæmi um slíka eldstöð er Katla, sem líklega hefur mynd- að fleiri gjóskulög en nokkur önnur íslenzk eldstöð síðan ís- öld leið. í jarðvegssniðum á nærsvæðum Mýrdalsjökuls má líta marga tugi Kötlugosa. (2. mynd). Basísk gos geta og orð- ið sprengigos, þótt ekki sé eld- stöðin jökli hulin, ef vatn kemst með einhverju móti að 2. mynd: Gjóskulög í Mýrdal, flest úr Kötlu. (Ljósmynd: Siguröur Þórarinsson) 3. mynd: Gjóskugeirinn úr Öskjugosinu 1875. Slitnu Iínum- ar eru jafntímalínur byrj- unar gjóskufallsins (Green- wich tími). 5

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.